Körfubolti

Ekkert gengur hjá Martin og Elvari að ná í fyrsta sigurinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson eru hér með Garðari Erni Arnarssyni starfsmanni 365.
Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson eru hér með Garðari Erni Arnarssyni starfsmanni 365. Vísir/Svali
LIU Brooklyn náði ekki að landa fyrsta sigri tímabilsins í Madison Square Garden í New York í gær en liðið tapaði þá illa fyrir Stony Brook 73-54 í bandaríska háskólakörfuboltanum.

Elvar Már Friðriksson var með 6 stig, 3 stoðsendingar og 2 stolna bolta á 32 mínútum en Martin Hermannsson hitti aðeins úr 1 af 5 skotum og tapaði að auki fimm boltum. Martin endaði með 2 stig, 2 stoðsendingar og 1 stolinn bolta á 24 mínútum.

LIU Brooklyn liðið hitti aðeins úr 2 af 21 þriggja stiga skoti sínu í leiknum þarf klúðruðu íslensku bakverðirnir öllum fimm þriggja stiga skotum sínum, Martin þremur og Elvar tveimur.

LIU Brooklyn tókst að minnka fjórtán stiga forskot Stony Brook niður fimm stig fyrir hálfleik en Stony Brook skoraði tólf fyrstu stig seinni hálfleiksins og eftir það var leikurinn aldrei spennandi.

LIU Brooklyn tapaði þarna sínum þriðja leik á sex dögum en næsti leikur liðsins er á móti Temple-háskólanum á útivelli á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×