DV skútan strandaði Stjórnarmaðurinn skrifar 26. nóvember 2014 09:00 Stjórnarmaðurinn hefur fylgst með hræringum kringum útgáfufélag DV, sem lauk nú í síðustu viku með kaupum Vefpressu Björns Inga Hrafnssonar í félaginu. Óhætt er að segja að gustað hafi um DV en að vatnaskil hafi orðið við brotthvarf Reynis Traustasonar. Engu er líkara en við það hafi skapast vinnufriður til þess að taka nauðsynlegar ákvarðanir um framtíð félagsins. Stjórnarmanninum þykir merkilegt hvað fjölmiðlamenn á Íslandi eyða mörgum dálksentímetrum í að fjalla um kollega sína. Þannig voru fjölmiðlar, og kannski einkum blaðamenn DV, duglegir að fjalla um málið og mátti sjá rök á þá leið að hluthafar DV hefðu með athöfnum sínum ráðist gegn frjálsri fjölmiðlun í landinu. Þetta er gamalgróin saga sem iðulega heyrist þegar hagræða á eða skipta um fólk á fjölmiðlum. Engum dettur hins vegar í hug að skrifa frétt um að annarlegar ástæður ráði, þegar t.d er skipt um kerstjóra í Álverinu í Straumsvík. Blaðamenn eru einnig gjarnir á að stilla sér í sveit gegn eigendum fjölmiðla. Bollaleggingar um misnotkun eigendavalds voru hins vegar óþarfar á DV, enda eigendurnir sjálfir sem skrifuðu leiðarana! Í þessu felst kannski einnig sú hugmynd að fjölmiðlar eigi að vera í hugsjónastarfsemi en ekki hefðbundin félög, rekin hluthöfum sínum til fjárhagslegs ávinnings. Hætt er þó við að slíkar hugsjónir séu frekar í orði en á borði, a.m.k. í tilfelli DV. Félagið gefur út áskriftarblað, og rekur vefsíðu sem notast við gjaldvegg. Á báða miðla eru seldar auglýsingar. Þrátt fyrir þetta var tap af rekstri félagsins rúmar 83 milljónir árið 2011, 65 milljónir 2012 og 37 milljónir árið 2013 – linnulaus taprekstur. Fólki er vitaskuld frjálst að hafa skoðanir á persónum og leikendum. Hins vegar er ljóst að samkvæmt öllum rekstrarlegum mælikvörðum blikkaði rauða ljósið. Því er auðvelt að færa rök fyrir því að með því að skipta út skipstjóranum sem ekki fiskaði hafi hluthafar DV staðið vörð um hagsmuni félagsins. DV Reynis Traustasonar gat heldur ekki skýlt sér á bak við það að ekki sé hægt að reka fjölmiðil með ávinningi á Íslandi, enda dæmi í fortíð og nútíð um ágætlega ábatasaman rekstur í þeim geira. Við það bætist að á DV er ástunduð svokölluð „tabloid“-blaðamennska, en það er líklega sú tegund sem best fiskar í fjárhagslegu tilliti, sbr. t.d. Daily Mail og The Sun í Bretlandi. Björns Inga bíður því erfitt verkefni, en ekki ómögulegt.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Stjórnarmaðurinn hefur fylgst með hræringum kringum útgáfufélag DV, sem lauk nú í síðustu viku með kaupum Vefpressu Björns Inga Hrafnssonar í félaginu. Óhætt er að segja að gustað hafi um DV en að vatnaskil hafi orðið við brotthvarf Reynis Traustasonar. Engu er líkara en við það hafi skapast vinnufriður til þess að taka nauðsynlegar ákvarðanir um framtíð félagsins. Stjórnarmanninum þykir merkilegt hvað fjölmiðlamenn á Íslandi eyða mörgum dálksentímetrum í að fjalla um kollega sína. Þannig voru fjölmiðlar, og kannski einkum blaðamenn DV, duglegir að fjalla um málið og mátti sjá rök á þá leið að hluthafar DV hefðu með athöfnum sínum ráðist gegn frjálsri fjölmiðlun í landinu. Þetta er gamalgróin saga sem iðulega heyrist þegar hagræða á eða skipta um fólk á fjölmiðlum. Engum dettur hins vegar í hug að skrifa frétt um að annarlegar ástæður ráði, þegar t.d er skipt um kerstjóra í Álverinu í Straumsvík. Blaðamenn eru einnig gjarnir á að stilla sér í sveit gegn eigendum fjölmiðla. Bollaleggingar um misnotkun eigendavalds voru hins vegar óþarfar á DV, enda eigendurnir sjálfir sem skrifuðu leiðarana! Í þessu felst kannski einnig sú hugmynd að fjölmiðlar eigi að vera í hugsjónastarfsemi en ekki hefðbundin félög, rekin hluthöfum sínum til fjárhagslegs ávinnings. Hætt er þó við að slíkar hugsjónir séu frekar í orði en á borði, a.m.k. í tilfelli DV. Félagið gefur út áskriftarblað, og rekur vefsíðu sem notast við gjaldvegg. Á báða miðla eru seldar auglýsingar. Þrátt fyrir þetta var tap af rekstri félagsins rúmar 83 milljónir árið 2011, 65 milljónir 2012 og 37 milljónir árið 2013 – linnulaus taprekstur. Fólki er vitaskuld frjálst að hafa skoðanir á persónum og leikendum. Hins vegar er ljóst að samkvæmt öllum rekstrarlegum mælikvörðum blikkaði rauða ljósið. Því er auðvelt að færa rök fyrir því að með því að skipta út skipstjóranum sem ekki fiskaði hafi hluthafar DV staðið vörð um hagsmuni félagsins. DV Reynis Traustasonar gat heldur ekki skýlt sér á bak við það að ekki sé hægt að reka fjölmiðil með ávinningi á Íslandi, enda dæmi í fortíð og nútíð um ágætlega ábatasaman rekstur í þeim geira. Við það bætist að á DV er ástunduð svokölluð „tabloid“-blaðamennska, en það er líklega sú tegund sem best fiskar í fjárhagslegu tilliti, sbr. t.d. Daily Mail og The Sun í Bretlandi. Björns Inga bíður því erfitt verkefni, en ekki ómögulegt.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira