Helgi: Þarf þessa sigra þar sem ég er Knicksari og Arsenalmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2014 08:00 Helgi Már Magnússon. Vísir/Vilhelm Helgi Már Magnússon fór fyrir liði KR í gær sem fagnaði sínum sjöunda sigri í sjö leikjum í vetur með því að vinna Hauka örugglega 93-78. Helgi Már var með 19 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar í sigrinum og sló meðal annars á létta strengi í viðtali við Jón Björn Ólafsson á karfan.is eftir leikinn. „Mér fannst við vera aðeins of værukærir eins og við værum á einhverju „cruise control" á tímabili. Við vorum kannski á réttum stað í vörninni en þetta var aðeins of hægt og aðeins of mjúkt"," sagði Helgi Már við Jón Björn eftir leikinn. „Við erum í góðu standi en mér finnst það þreytandi að hafa tíu daga á milli leikja. Maður vill spila og sem betur fer er næsti leikur á fimmtudaginn. Það er flott og þá sjáum við hvort við séum orðnir of gamlir eða ekki," sagði Helgi í léttum tón. KR er búið að vinna alla sjö leiki sína til þessa en Helgi kallar samt eftir meiri ákefð í liðinu. „Það vantar stundum upp á grimmdina í liðinu. Ég vil sjá einn leik hjá okkur þar sem við erum á milljón allan tímann. Það væri ótrúlega gaman og ég er forvitinn að sjá hvernig við lítum út þá. Við erum með reynslumikið lið og förum ekkert að örvænta neitt þótt að lið nái 10-0 spretti á okkur. Það gerist og menn aðalaga sig," sagði Helgi Már. „Við erum alveg meðvitaðir um það að það þarf ekkert mikið að fara úrskeiðis til að við töpum leik sem yrði svo sem enginn heimsendir. Þar sem ég er nú Knicksari og Arsenalmaður þá þarf ég á þessum sigrum að halda til þess að halda geðheilsunni", sagði Helgi léttur en það má sjá þetta viðtal með því að smella hér. New York Knicks tapaði á móti Houston Rockets í nótt og hefur tapað 11 af 15 leikjum sínum á leiktíðinni. Arsenal tapaði sínum öðrum leik í röð í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og hefur aðeins náð að vinna 4 af fyrstu 12 leikjum sínum á tímabilinu. KR vann sinn fyrsta leik af sjö í Dominos-deildinni 9. október síðastliðinn og frá þeim tíma hafa Arsenal og Knicks „bara" unnið sjö leiki samanlagt í öllum keppnum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Mögnuð tilþrif Hjálmars gegn KR | Myndband Haukamaðurinn ungi með frábæra vörslu gegn KR-ingnum Michael Craion. 24. nóvember 2014 22:05 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 93-78 | Fátt virðist geta stöðvað KR KR er enn með fullt hús stiga á toppi Dominos deildar karla í körfubolta eftir öruggan 93-78 sigur á Haukum á heimavelli sínum í kvöld. 24. nóvember 2014 15:56 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Helgi Már Magnússon fór fyrir liði KR í gær sem fagnaði sínum sjöunda sigri í sjö leikjum í vetur með því að vinna Hauka örugglega 93-78. Helgi Már var með 19 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar í sigrinum og sló meðal annars á létta strengi í viðtali við Jón Björn Ólafsson á karfan.is eftir leikinn. „Mér fannst við vera aðeins of værukærir eins og við værum á einhverju „cruise control" á tímabili. Við vorum kannski á réttum stað í vörninni en þetta var aðeins of hægt og aðeins of mjúkt"," sagði Helgi Már við Jón Björn eftir leikinn. „Við erum í góðu standi en mér finnst það þreytandi að hafa tíu daga á milli leikja. Maður vill spila og sem betur fer er næsti leikur á fimmtudaginn. Það er flott og þá sjáum við hvort við séum orðnir of gamlir eða ekki," sagði Helgi í léttum tón. KR er búið að vinna alla sjö leiki sína til þessa en Helgi kallar samt eftir meiri ákefð í liðinu. „Það vantar stundum upp á grimmdina í liðinu. Ég vil sjá einn leik hjá okkur þar sem við erum á milljón allan tímann. Það væri ótrúlega gaman og ég er forvitinn að sjá hvernig við lítum út þá. Við erum með reynslumikið lið og förum ekkert að örvænta neitt þótt að lið nái 10-0 spretti á okkur. Það gerist og menn aðalaga sig," sagði Helgi Már. „Við erum alveg meðvitaðir um það að það þarf ekkert mikið að fara úrskeiðis til að við töpum leik sem yrði svo sem enginn heimsendir. Þar sem ég er nú Knicksari og Arsenalmaður þá þarf ég á þessum sigrum að halda til þess að halda geðheilsunni", sagði Helgi léttur en það má sjá þetta viðtal með því að smella hér. New York Knicks tapaði á móti Houston Rockets í nótt og hefur tapað 11 af 15 leikjum sínum á leiktíðinni. Arsenal tapaði sínum öðrum leik í röð í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og hefur aðeins náð að vinna 4 af fyrstu 12 leikjum sínum á tímabilinu. KR vann sinn fyrsta leik af sjö í Dominos-deildinni 9. október síðastliðinn og frá þeim tíma hafa Arsenal og Knicks „bara" unnið sjö leiki samanlagt í öllum keppnum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Mögnuð tilþrif Hjálmars gegn KR | Myndband Haukamaðurinn ungi með frábæra vörslu gegn KR-ingnum Michael Craion. 24. nóvember 2014 22:05 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 93-78 | Fátt virðist geta stöðvað KR KR er enn með fullt hús stiga á toppi Dominos deildar karla í körfubolta eftir öruggan 93-78 sigur á Haukum á heimavelli sínum í kvöld. 24. nóvember 2014 15:56 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Mögnuð tilþrif Hjálmars gegn KR | Myndband Haukamaðurinn ungi með frábæra vörslu gegn KR-ingnum Michael Craion. 24. nóvember 2014 22:05
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 93-78 | Fátt virðist geta stöðvað KR KR er enn með fullt hús stiga á toppi Dominos deildar karla í körfubolta eftir öruggan 93-78 sigur á Haukum á heimavelli sínum í kvöld. 24. nóvember 2014 15:56
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum