Menntamálaráðherra sigraði Steinda Jr. og Fjallið í troðslukeppni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. nóvember 2014 16:32 Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra og ráðherra íþróttamála í landinu, vann troðslukeppni á vegum Körfuknattleikssambands Íslands í dag. Illugi lagði þar ekki ómerkari menn en Steinda Jr. grínista og Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunn og fyrrum körfuboltamann. Menntamálaráðherra þrumaði niður fallegri troðslu, klæddur í skyrtu og með bindi. Hann notaði þó trampólín sér til hjálpar.Hægt er að sjá myndbönd af troðslunum neðst í fréttinni.Steindi setti tunguna út í loftinu að hætti Michael Jordan.vísir/pjeturSteindi Jr. tróð einnig með tilþrifum og hékk í hringnum og öskraði. Steindi var klæddur í Los Angeles Lakers treyju, merkta Kobe Bryant. Steindi þótti á sínum tíma ansi liðtækur í handbolta en var ekki frægur fyrir körfuknattleiksiðkun. Steindi er úr Mosfellsbæ og þar hefur handboltinn notið vinsælda, eins og rapparinn Dóri DNA kom inn á í lagi sínu Mosó. „Í Mosó ertu góður í skóla eða góður í handbolta.“Fjallið tróð af miklum styrk.vísir/pjeturHafþór Júlíus Björnsson, einnig þekktur sem Fjallið, þurfti ekkert trampólín fyrir sína troðslu. Hann vippaði sér upp og tróð með tilþrifum, enda var hann ákaflega efnilegur spilari hér um árið.Hafþór, Illugi og Steindi voru léttir.vísir/pjeturHafþór lék meðal annars með Breiðablik, FSu og KR. Hann var í yngri landsliðum Íslands og hafa einhverjir stungið upp á því í gamni að hann ætti að gefa kost á sér í landsliðið sem tekur þátt í úrslitum Evrópukeppninnar næsta sumar. Tilefnið að þessari troðslukeppni var kynning á nýjum styrktaraðila KKÍ. DHL Express mun styðja landsliðið til þriggja ára og kemur styrkurinn sér væntanlega vel fyrir komandi verkefni, en næstu opinberu leikir landsliðsins eru á Evrópumótinu. Árangur landsliðsins hefur vakið mikla athygli erlendis, enda þykir mönnum fréttnæmt að jafn lítil þjóð geti náð jafn miklum árangri í jafn vinsælli og útbreiddri íþrótt. Illugi treður með tilþrifum.vísir/pjeturTroðsla Illuga: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands. Troðsla Steinda: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands. Troðsla Hafþórs: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra og ráðherra íþróttamála í landinu, vann troðslukeppni á vegum Körfuknattleikssambands Íslands í dag. Illugi lagði þar ekki ómerkari menn en Steinda Jr. grínista og Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunn og fyrrum körfuboltamann. Menntamálaráðherra þrumaði niður fallegri troðslu, klæddur í skyrtu og með bindi. Hann notaði þó trampólín sér til hjálpar.Hægt er að sjá myndbönd af troðslunum neðst í fréttinni.Steindi setti tunguna út í loftinu að hætti Michael Jordan.vísir/pjeturSteindi Jr. tróð einnig með tilþrifum og hékk í hringnum og öskraði. Steindi var klæddur í Los Angeles Lakers treyju, merkta Kobe Bryant. Steindi þótti á sínum tíma ansi liðtækur í handbolta en var ekki frægur fyrir körfuknattleiksiðkun. Steindi er úr Mosfellsbæ og þar hefur handboltinn notið vinsælda, eins og rapparinn Dóri DNA kom inn á í lagi sínu Mosó. „Í Mosó ertu góður í skóla eða góður í handbolta.“Fjallið tróð af miklum styrk.vísir/pjeturHafþór Júlíus Björnsson, einnig þekktur sem Fjallið, þurfti ekkert trampólín fyrir sína troðslu. Hann vippaði sér upp og tróð með tilþrifum, enda var hann ákaflega efnilegur spilari hér um árið.Hafþór, Illugi og Steindi voru léttir.vísir/pjeturHafþór lék meðal annars með Breiðablik, FSu og KR. Hann var í yngri landsliðum Íslands og hafa einhverjir stungið upp á því í gamni að hann ætti að gefa kost á sér í landsliðið sem tekur þátt í úrslitum Evrópukeppninnar næsta sumar. Tilefnið að þessari troðslukeppni var kynning á nýjum styrktaraðila KKÍ. DHL Express mun styðja landsliðið til þriggja ára og kemur styrkurinn sér væntanlega vel fyrir komandi verkefni, en næstu opinberu leikir landsliðsins eru á Evrópumótinu. Árangur landsliðsins hefur vakið mikla athygli erlendis, enda þykir mönnum fréttnæmt að jafn lítil þjóð geti náð jafn miklum árangri í jafn vinsælli og útbreiddri íþrótt. Illugi treður með tilþrifum.vísir/pjeturTroðsla Illuga: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands. Troðsla Steinda: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands. Troðsla Hafþórs: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira