Eðlilegt að leita ekki eftir hæsta verði? Skjóðan skrifar 10. desember 2014 13:00 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, telur bankann ekki hafa átt annan kost en að fara þessa leið. Bankastjóri Landsbankans heldur því fram fullum fetum að ekkert sé óeðlilegt við að bankinn skuli hafa selt hlut sinn í Borgun í beinni sölu til annarra eigenda félagsins án þess að leita eftir tilboðum til að hámarka söluverðið. Hann gengur lengra og telur bankann ekki hafa átt annan kost en að fara þessa leið. Landsbankinn er líka að selja hlut sinn í Valitor og ætlar að nota sömu aðferð og við söluna á Borgun. Það á að selja hlutinn í beinni sölu til Arion banka án þess að leita eftir öðrum tilboðum. Landsbankinn er næstum að fullu í eigu ríkisins og því eru stjórnendur Landsbankans að höndla með eigur almennings þegar þeir ráðstafa eignum bankans. Það hlýtur að vera ófrávíkjanleg krafa að þeir sem véla með almannaeignir leggi ávallt höfuðáherslu á að hámarka virði þeirra og gæta þess að gegnsæi við ráðstöfun þeirra sé eins mikið og mögulegt er. Það eru vond rök og óboðleg að rétt hafi verið að selja hluti bankans í greiðslukortafyrirtækjum án þess að leita eftir hæstu tilboðum vegna þess að Landsbankinn hafi sem minnihlutaeigandi haft takmarkaða möguleika á að afla sér upplýsinga um rekstur þessara fyrirtækja. Óboðlegt er líka að bankar séu sjálfir að sjá um sölu á fyrirtækjum í sinni eigu. Mun heillavænlegra og eðlilegra er að fengnir séu óháðir aðilar til að sjá um slíkar sölur í opnu ferli. Fjármálaráðherra fer með hluti ríkisins í endurreistu bönkunum og felur Bankasýslu ríkisins að fara með eigendavald á hluthafafundum þeirra. Bankasýslan ber þannig ábyrgð á því hvernig stjórn Landsbankans er skipuð og þar með einnig því hver situr í forstjórastóli bankans og hvernig eignum hans er ráðstafað. Nú hefur komið fram að hlutabréf Landsbankans í Borgun voru seld á tæplega sjöföldu margfeldi hagnaðar síðasta árs. Þetta margfeldi er mun lægra en margfeldi sambærilegra fyrirtækja erlendis, þar sem algengt er að margfeldið sé á bilinu 20-30 sinnum. Ekki er hægt að reikna með fyllilega sambærilegu margfeldi inni í gjaldeyrishöftum og tíðkast í Bandaríkjunum en við blasir að margfeldi sem er á bilinu 1/3-1/4 af því sem tíðkast erlendis gefur til kynna að Borgun hafi verið seld á allt of lágu verði. Slíkt væri mögulega hægt að réttlæta að undangengnu útboði fyrir opnum tjöldum en ekki þegar ákveðið er að selja hlutinn beint til valinna aðila án þess að leita annarra tilboða.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Borgunarmálið Skjóðan Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans heldur því fram fullum fetum að ekkert sé óeðlilegt við að bankinn skuli hafa selt hlut sinn í Borgun í beinni sölu til annarra eigenda félagsins án þess að leita eftir tilboðum til að hámarka söluverðið. Hann gengur lengra og telur bankann ekki hafa átt annan kost en að fara þessa leið. Landsbankinn er líka að selja hlut sinn í Valitor og ætlar að nota sömu aðferð og við söluna á Borgun. Það á að selja hlutinn í beinni sölu til Arion banka án þess að leita eftir öðrum tilboðum. Landsbankinn er næstum að fullu í eigu ríkisins og því eru stjórnendur Landsbankans að höndla með eigur almennings þegar þeir ráðstafa eignum bankans. Það hlýtur að vera ófrávíkjanleg krafa að þeir sem véla með almannaeignir leggi ávallt höfuðáherslu á að hámarka virði þeirra og gæta þess að gegnsæi við ráðstöfun þeirra sé eins mikið og mögulegt er. Það eru vond rök og óboðleg að rétt hafi verið að selja hluti bankans í greiðslukortafyrirtækjum án þess að leita eftir hæstu tilboðum vegna þess að Landsbankinn hafi sem minnihlutaeigandi haft takmarkaða möguleika á að afla sér upplýsinga um rekstur þessara fyrirtækja. Óboðlegt er líka að bankar séu sjálfir að sjá um sölu á fyrirtækjum í sinni eigu. Mun heillavænlegra og eðlilegra er að fengnir séu óháðir aðilar til að sjá um slíkar sölur í opnu ferli. Fjármálaráðherra fer með hluti ríkisins í endurreistu bönkunum og felur Bankasýslu ríkisins að fara með eigendavald á hluthafafundum þeirra. Bankasýslan ber þannig ábyrgð á því hvernig stjórn Landsbankans er skipuð og þar með einnig því hver situr í forstjórastóli bankans og hvernig eignum hans er ráðstafað. Nú hefur komið fram að hlutabréf Landsbankans í Borgun voru seld á tæplega sjöföldu margfeldi hagnaðar síðasta árs. Þetta margfeldi er mun lægra en margfeldi sambærilegra fyrirtækja erlendis, þar sem algengt er að margfeldið sé á bilinu 20-30 sinnum. Ekki er hægt að reikna með fyllilega sambærilegu margfeldi inni í gjaldeyrishöftum og tíðkast í Bandaríkjunum en við blasir að margfeldi sem er á bilinu 1/3-1/4 af því sem tíðkast erlendis gefur til kynna að Borgun hafi verið seld á allt of lágu verði. Slíkt væri mögulega hægt að réttlæta að undangengnu útboði fyrir opnum tjöldum en ekki þegar ákveðið er að selja hlutinn beint til valinna aðila án þess að leita annarra tilboða.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Borgunarmálið Skjóðan Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira