Handbolti

Róbert og félagar töpuðu í Zagreb

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Róbert Gunnarsson fer inn af línunni.
Róbert Gunnarsson fer inn af línunni. vísir/getty
Róbert Gunnarsson og félagar hans í franska stórliðinu Paris Saint-Germain töpuðu fyrir HC Prvo Zagreb, 25-24, í áttundu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld.

Heimamenn voru marki yfir í hálfleik, 14-13, og náðu að innbyrða mikilvægan sigur sem fleytir liðinu upp í þriðja sæti A-riðilsins með átta stig.

Róbert Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir PSG sem varð af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttu riðilsins, en það er nú með tíu stig, fjórum stigum minna en topplið Kiel.

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel þurfa nú aðeins eitt stig úr leikjum gegn Meshkov Brest og Metalurg til að tryggja sér sigur í A-riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×