Að renna blóðið til skyldunnar Stjórnarmaðurinn skrifar 10. desember 2014 09:00 Slitastjórn Glitnis fagnaði nýverið sex ára afmæli sínu. Slitastjórnirnar áttu aðeins að vera starfandi til skamms tíma; nógu lengi til að ráðrúm næðist til að ná nauðungasamningum við kröfuhafa gömlu bankanna. Sex ár eru meira en flestir óskuðu sér. Samkvæmt síðasta árshlutareikningi Glitnis eru 653 milljarðar af 961 milljarðs eignum félagsins peningar eða skammtímafjármunir. Með öðrum orðum, 70% af eignasafni bankans hefur verið komið í verð. Líklegt má teljast að bestu bitarnir séu farnir og að langan tíma muni taka að klára þau 30% sem eftir standa. Skortur á gagnsæi um eignasafn og framtíðaráform bankans rennir ekki stoðum undir þær fullyrðingar Steinunnar Guðbjartsdóttur, formanns slitastjórnar Glitnis, að slitastjórnin sé á lokasprettinum. Stjórnarmaðurinn hefur áður kvartað yfir sjálfskipuðu hlutverki slitastjórnanna sem langtímafjárfesta og fagnar því tilraunum Heiðars Más Guðjónssonar til að reynt sé flýta ferlinu með beiðni um gjaldþrotaskipti á hendur Glitni í síðustu viku. Heiðari er farið að leiðast þófið og vill að bankinn verði gerður upp í eitt skipti fyrir öll. Þar með yrði stigið skref í átt að eðlilegra rekstrar- og viðskiptaumhverfis á Íslandi. Heiðari virðist renna blóðið til skyldunnar. Heiðar Már er útsjónarsamur fjárfestir með ýmis járn í eldinum hérlendis. Hvort gjaldþrotaskiptabeiðnin sé eingöngu sett fram til að flýta uppgjöri Glitnis, eða hvort um upphafsleik í lengri skák sé að ræða, er ekki auðvelt að segja. Óljóst er hvort hagsmunir Heiðars séu í samræmi við hagsmuni þjóðarinnar í þessu máli. Aftur á móti er ljóst að hagsmunir þjóðarinnar stangast á við hagsmuni slitastjórnanna með beinum hætti. Slitastjórnirnar, stjórnendur þeirra, starfsfólk og fjöldi ráðgjafa eru í áskrift að háum þóknunum og hafa því beina fjárhagslega hagsmuni af því að draga uppgjörin á langinn. Slitastjórnunum er ekki treystandi til að slátra eigin mjólkurkúm. Fyrir þeim sem eru virkir í efasemdum gæti fléttan horft aðeins öðruvísi við. Krafa Heiðars hljóðar upp á rúmlega 3,1 milljón króna. Óhætt er að fullyrða að Heiðar hafi ekki greitt fullt verð fyrir kröfuna og áætlar Stjórnarmaðurinn að hún hafi ekki kostað meira en 1,5 milljónir króna. Fyrir þá upphæð hefur Heiðar fengið umtalsverða umfjöllun í öllum fjölmiðlum landsins og rennt frekari stoðum undir þá staðalímynd að Heiðar Már sé einmitt útsjónarsamur fjárfestir. Tvær flugur í einu höggi. Ekki amaleg viðskipti það.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Slitastjórn Glitnis fagnaði nýverið sex ára afmæli sínu. Slitastjórnirnar áttu aðeins að vera starfandi til skamms tíma; nógu lengi til að ráðrúm næðist til að ná nauðungasamningum við kröfuhafa gömlu bankanna. Sex ár eru meira en flestir óskuðu sér. Samkvæmt síðasta árshlutareikningi Glitnis eru 653 milljarðar af 961 milljarðs eignum félagsins peningar eða skammtímafjármunir. Með öðrum orðum, 70% af eignasafni bankans hefur verið komið í verð. Líklegt má teljast að bestu bitarnir séu farnir og að langan tíma muni taka að klára þau 30% sem eftir standa. Skortur á gagnsæi um eignasafn og framtíðaráform bankans rennir ekki stoðum undir þær fullyrðingar Steinunnar Guðbjartsdóttur, formanns slitastjórnar Glitnis, að slitastjórnin sé á lokasprettinum. Stjórnarmaðurinn hefur áður kvartað yfir sjálfskipuðu hlutverki slitastjórnanna sem langtímafjárfesta og fagnar því tilraunum Heiðars Más Guðjónssonar til að reynt sé flýta ferlinu með beiðni um gjaldþrotaskipti á hendur Glitni í síðustu viku. Heiðari er farið að leiðast þófið og vill að bankinn verði gerður upp í eitt skipti fyrir öll. Þar með yrði stigið skref í átt að eðlilegra rekstrar- og viðskiptaumhverfis á Íslandi. Heiðari virðist renna blóðið til skyldunnar. Heiðar Már er útsjónarsamur fjárfestir með ýmis járn í eldinum hérlendis. Hvort gjaldþrotaskiptabeiðnin sé eingöngu sett fram til að flýta uppgjöri Glitnis, eða hvort um upphafsleik í lengri skák sé að ræða, er ekki auðvelt að segja. Óljóst er hvort hagsmunir Heiðars séu í samræmi við hagsmuni þjóðarinnar í þessu máli. Aftur á móti er ljóst að hagsmunir þjóðarinnar stangast á við hagsmuni slitastjórnanna með beinum hætti. Slitastjórnirnar, stjórnendur þeirra, starfsfólk og fjöldi ráðgjafa eru í áskrift að háum þóknunum og hafa því beina fjárhagslega hagsmuni af því að draga uppgjörin á langinn. Slitastjórnunum er ekki treystandi til að slátra eigin mjólkurkúm. Fyrir þeim sem eru virkir í efasemdum gæti fléttan horft aðeins öðruvísi við. Krafa Heiðars hljóðar upp á rúmlega 3,1 milljón króna. Óhætt er að fullyrða að Heiðar hafi ekki greitt fullt verð fyrir kröfuna og áætlar Stjórnarmaðurinn að hún hafi ekki kostað meira en 1,5 milljónir króna. Fyrir þá upphæð hefur Heiðar fengið umtalsverða umfjöllun í öllum fjölmiðlum landsins og rennt frekari stoðum undir þá staðalímynd að Heiðar Már sé einmitt útsjónarsamur fjárfestir. Tvær flugur í einu höggi. Ekki amaleg viðskipti það.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira