Viðskipti innlent

Gengi Sýnar í frjálsu falli

Árni Sæberg skrifar
Höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut.
Höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut. Vísir/Anton Brink

Gengi hlutabréfa Sýnar hefur lækkað um tæplega tuttugu prósent síðan markaðir opnuðu klukkan 09:30.

Sýn hf. gaf út afkomuviðvörun fyrir árið eftir lokun markaða í gær. Þar kom fram að félagið geri ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir árið 2025 verði um 280 milljónir króna. Tekjur vegna stakra sjónvarpsáskrifta væru undir áætlun og auk þess auglýsingasala og tekjur vegna hlutanets áfram undir væntingum.

Þegar markaðir lokuðu í gær stóð gengi félagsins í 27,2 krónum á hlut. Þegar þessi frétt er skrifuð klukkan 09:55 hefur stendur gengið í 22 krónum, sem er 19 prósentum lægra en í gær.

Vísir er í eigu Sýnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×