Körfubolti

Strákarnir mæta Dirk Nowitzki í fyrsta leik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dirk Nowitzki er einn besti körfuboltamaður í heimi.
Dirk Nowitzki er einn besti körfuboltamaður í heimi. vísir/getty
Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í körfubolta mæta gestgjöfum Þýskalands í fyrsta leik sínum á EM 2015 í körfubolta á næsta ári.

Ísland dróst í dauðariðilinn fyrr í dag sem leikinn verður í Berlín, en auk Þjóðverja og Íslendinga eru Ítalir, Tyrkir, Serbar og Spánverjar í B-riðlinum.

Dirk Nowitzki, skærasta stjarna Þýskalands og tvöfaldur NBA-meistari með Dallas Mavericks, ætlar að mæta á EM á næsta ári og ljúka landsliðsferli sínum á heimavelli.

Riðillinn var nógu sterkur fyrir, en Dirk þýska liðið mun betra og mun sterkara en styrkleikaröðunin fyrir mótið sagði til um.

Þjóðverjum var raðað í 17. sæti af þjóðunum 24 fyrir dra´ttinn, en Ísland mætir liðunum sem raðað var í 3. sæti (Spáni), 7. sæti (Serbíu), 10. sæti (Tyrklandi), 16. sæti (Tyrklandi) og Þýskalandi.

Fyrsti leikurinn fer fram 5. september og darinn eftir mæta strákarnir Ítölum. Eftir það er einn hvíldardagur áður en Ísland spilar við Serbíu 8. september, meistaraefni Spánar 9. september og svo Tyrki á lokadegi riðlakeppninni 10. september.

Hér má sjá alla leikaniðuröðunina, en ekki liggur ljóst fyrir klukkan hvað leikirnir fara fram. Verið er að ræða það í Disneylandi.

Leikir Íslands á EM 2015:

5. september

Þýskaland  - Ísland

6. september

Ísland - Ítalía

8. september

Serbía - Ísland

9. september

Ísland - Spánn

10. september

Tyrkland - Ísland


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×