Eins og að biðja Federer um að spila fyrir framan þrjá menn og hund Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. desember 2014 12:30 Ronnie O'Sullivan er ekki kátur en samt að vinna. vísir/getty Breska meistaramótið í snóker, næst stærsta mót hvers árs á eftir heimsmeistaramótinu, stendur nú yfir í York á Englandi. Ronnie O'Sullivan, fimmfaldur heimsmeistari í íþróttinni, komst auðveldlega í þriðju umferð mótsins með 6-3 sigri á Peter Lines, en hann hafði ýmislegt um mótið að segja í viðtali eftir sigurinn. Þessi besti snókerspilari heims er afar ósáttur með aðbúnaðinn á mótinu og hvernig það er uppsett. Spilað er á fjórum borðum í einu, ekki tveimur, og hafa risar í sportinu fallið úr leik í fyrstu umferðunum. „Ég býst við að við sjáum fleiri óvænt úrslit þar til það verður byrjað að spila á tveimur borðum. Þetta er eins og að biðja Roger Federer um að spila á velli þrettán á Wimbledon fyrir framan þrjá menn og hund,“ sagði O'Sullivan í viðtali við BBC. „Ég sagði áður en mótið byrjaði að menn ættu eftir að sjá óvænt úrslit því það er spilað á fjórum borðum sem er ekki gott.“ „Aðstæður eru mjög erfiðar því maður spilar með bakið í áhorfendur. Manni líður því eins og maður sé ekki að spila fyrir neinn.“ Það er ekki bara uppsetningin sem fer illa í O'Sullivan heldur sjálf snókerborðin sem honum finst engan vegin boðleg á svona móti. „Borðin eru hræðileg. Kúlan fer löturhægt í battann en skýst svo af honum mun hraðar. Þetta er næst stærsta mótið sem við spilum á og ég er í alvöru að hugsa um að nota ekki battana,“ sagði Ronnie O'Sullivan Íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Breska meistaramótið í snóker, næst stærsta mót hvers árs á eftir heimsmeistaramótinu, stendur nú yfir í York á Englandi. Ronnie O'Sullivan, fimmfaldur heimsmeistari í íþróttinni, komst auðveldlega í þriðju umferð mótsins með 6-3 sigri á Peter Lines, en hann hafði ýmislegt um mótið að segja í viðtali eftir sigurinn. Þessi besti snókerspilari heims er afar ósáttur með aðbúnaðinn á mótinu og hvernig það er uppsett. Spilað er á fjórum borðum í einu, ekki tveimur, og hafa risar í sportinu fallið úr leik í fyrstu umferðunum. „Ég býst við að við sjáum fleiri óvænt úrslit þar til það verður byrjað að spila á tveimur borðum. Þetta er eins og að biðja Roger Federer um að spila á velli þrettán á Wimbledon fyrir framan þrjá menn og hund,“ sagði O'Sullivan í viðtali við BBC. „Ég sagði áður en mótið byrjaði að menn ættu eftir að sjá óvænt úrslit því það er spilað á fjórum borðum sem er ekki gott.“ „Aðstæður eru mjög erfiðar því maður spilar með bakið í áhorfendur. Manni líður því eins og maður sé ekki að spila fyrir neinn.“ Það er ekki bara uppsetningin sem fer illa í O'Sullivan heldur sjálf snókerborðin sem honum finst engan vegin boðleg á svona móti. „Borðin eru hræðileg. Kúlan fer löturhægt í battann en skýst svo af honum mun hraðar. Þetta er næst stærsta mótið sem við spilum á og ég er í alvöru að hugsa um að nota ekki battana,“ sagði Ronnie O'Sullivan
Íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira