Handbolti

Bjarni úr leik hjá ÍR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Valli
Bjarni Fritzson spilar ekki meira með ÍR-ingum á þessu ári þar sem hann er rifbeinsbrotinn. Þetta kemur fram á mbl.is.

„Ég er búinn að vera mjög kvalinn í síðunni frá því þetta gerðist en ég fór ekki á slysadeildina fyrr en í gær,“ sagði Bjarni sem meiddist í leik ÍR gegn FH á fimmtudagskvöld.

Hann segir að hann hafi viljað bíða með að fá nánari greiningu á meiðslunum vegna verkfalls lækna en segir að brot FH-ingsins Andra Hrafns Hallssonar hafi verið ljótt.

„Þetta var ljótt brot og ég vildi að við værum með í handboltanum að hægt væri að skoða myndbandsupptökur og dæma menn í leikbann eftir á. Við viljum ekki sjá svona brot í okkar í þrótt.“

Bjarni er spilandi þjálfari hjá ÍR en segir ljóst að hann muni næstu vikurnar eingöngu einbeita sér að þjálfuninni. ÍR er í þriðja sæti Olísdeildar karla með átján stig, tveimur á eftir toppliði Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×