Sigursælasti leikmaður í sögu KR er látinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2014 14:30 Gunnar Guðmannsson með Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ. Vísir/Vilhelm KR-ingar kveðja í dag á heimasíðu sinni Gunnar Guðmannsson sem er sigursælasti fótboltamaðurinn í sögu félagsins. Gunnar er látinn en hann varð 84 ára gamall. „Það er með söknuði sem við KR-ingar kveðjum einn af allra bestu knattspyrnumönnum félagsins í 115 ára sögu þess," segir í fyrirsögn á greininni á KR-síðunni. Gunnar Guðmannsson, oftast kallaður Nunni, vann sér sæti í meistaraflokksliði KR aðeins sautján ára gamall og lék með liðinu á 19 næstu tímabilum eða frá 1947 til 1965. Gunnar varð alls níu sinnum Íslandsmeistari með KR, fyrst árið 1948 en síðast árið 1965. Hann varð meðal annars fyrirliði 1959-liðsins sem vann alla tíu leiki sína á Íslandsmótinu. Því hefur engu Íslandsmeistaraliði tekist síðan. Gunnar vann alls fjórtán stóra titla með KR því hann vann bikarinn einnig fimm sinnum auk þess að verða sjö sinnum Reykjavíkurmeistari. Nunni var lengi vel leikjahæstur KR-inga eða allt til þess að Þormóður Egilsson sló metið hans en enginn KR-ingur hefur spilað lengur í meistaraflokki en Nunni. Hér fyrir neðan má sjá minningarorðin um Gunnar Guðmannsson á heimasíðu KR. Sem ungur drengur í Vesturbænum vakti Nunni athygli fyrir óvenju mikla hæfileika í fótbolta. Hann hafði allt til brunns að bera, frábæra tækni, jafnvígur á hægri og vinstri, eldfljótur og kröftugur þó hann væri ekki sérlega hár í loftinu. Leikskilningur hans var góður og því var öllum ljóst að þarna fór einstakt efni, sem gæti náð langt ef ástundun og vilji væru fyrir hendi. Þar skorti ekkert á hjá Nunna. Fótboltinn átti hug hans allan. Hann æfði vel, lagði sig allan fram og setti markið hátt. Árangurinn lét ekki á sér standa. Aðeins 17 ára gamall var hann orðinn fastur maður í M-flokki KR og lék þar til 35 ára aldurs. Nunni var lengst af fyrirliði, fremstur á meðal jafningja, og það var þegjandi samkomulag innan liðsins að hann tæki öll fríspörk í nánd við mark andstæðinganna, hornspyrnur og að sjálfsögðu allar vítaspyrnur. Gengi fótboltans í KR var afar gott á þeim 19 leiktímabilum sem hann lék fyrir félagið. Nunni er örugglega sigursælasti leikmaður í sögu KR. Hann vann 9 Íslandsmeistaratitla. Bikarinn vann hann 5 sinnum og Reykjavíkurmótið 7 sinnum, auk annara smærri móta sem haldin voru á haustin áður en Bikarkeppninni var komið á fót árið 1960. Þá lék Nunni 9 landsleiki, en landsleikir voru mun færri í þá gömlu góðu daga. Nunni var lengi vel leikjahæstur KR-inga, eða allt til þess að Þormóður Egilsson sló það met. Hins vegar má telja víst að enginn hefur leikið jafn mörg keppnistímabil í M-flokki KR og Nunni. KR þakkar Gunnari Guðmannssyni fyrir einstakt framlag og frábær störf í þágu félagsins og og það er von okkar allra að æskulýðs- og unglingastarfið skili okkur fleiri afreksmönnum í anda Nunna. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Sjá meira
KR-ingar kveðja í dag á heimasíðu sinni Gunnar Guðmannsson sem er sigursælasti fótboltamaðurinn í sögu félagsins. Gunnar er látinn en hann varð 84 ára gamall. „Það er með söknuði sem við KR-ingar kveðjum einn af allra bestu knattspyrnumönnum félagsins í 115 ára sögu þess," segir í fyrirsögn á greininni á KR-síðunni. Gunnar Guðmannsson, oftast kallaður Nunni, vann sér sæti í meistaraflokksliði KR aðeins sautján ára gamall og lék með liðinu á 19 næstu tímabilum eða frá 1947 til 1965. Gunnar varð alls níu sinnum Íslandsmeistari með KR, fyrst árið 1948 en síðast árið 1965. Hann varð meðal annars fyrirliði 1959-liðsins sem vann alla tíu leiki sína á Íslandsmótinu. Því hefur engu Íslandsmeistaraliði tekist síðan. Gunnar vann alls fjórtán stóra titla með KR því hann vann bikarinn einnig fimm sinnum auk þess að verða sjö sinnum Reykjavíkurmeistari. Nunni var lengi vel leikjahæstur KR-inga eða allt til þess að Þormóður Egilsson sló metið hans en enginn KR-ingur hefur spilað lengur í meistaraflokki en Nunni. Hér fyrir neðan má sjá minningarorðin um Gunnar Guðmannsson á heimasíðu KR. Sem ungur drengur í Vesturbænum vakti Nunni athygli fyrir óvenju mikla hæfileika í fótbolta. Hann hafði allt til brunns að bera, frábæra tækni, jafnvígur á hægri og vinstri, eldfljótur og kröftugur þó hann væri ekki sérlega hár í loftinu. Leikskilningur hans var góður og því var öllum ljóst að þarna fór einstakt efni, sem gæti náð langt ef ástundun og vilji væru fyrir hendi. Þar skorti ekkert á hjá Nunna. Fótboltinn átti hug hans allan. Hann æfði vel, lagði sig allan fram og setti markið hátt. Árangurinn lét ekki á sér standa. Aðeins 17 ára gamall var hann orðinn fastur maður í M-flokki KR og lék þar til 35 ára aldurs. Nunni var lengst af fyrirliði, fremstur á meðal jafningja, og það var þegjandi samkomulag innan liðsins að hann tæki öll fríspörk í nánd við mark andstæðinganna, hornspyrnur og að sjálfsögðu allar vítaspyrnur. Gengi fótboltans í KR var afar gott á þeim 19 leiktímabilum sem hann lék fyrir félagið. Nunni er örugglega sigursælasti leikmaður í sögu KR. Hann vann 9 Íslandsmeistaratitla. Bikarinn vann hann 5 sinnum og Reykjavíkurmótið 7 sinnum, auk annara smærri móta sem haldin voru á haustin áður en Bikarkeppninni var komið á fót árið 1960. Þá lék Nunni 9 landsleiki, en landsleikir voru mun færri í þá gömlu góðu daga. Nunni var lengi vel leikjahæstur KR-inga, eða allt til þess að Þormóður Egilsson sló það met. Hins vegar má telja víst að enginn hefur leikið jafn mörg keppnistímabil í M-flokki KR og Nunni. KR þakkar Gunnari Guðmannssyni fyrir einstakt framlag og frábær störf í þágu félagsins og og það er von okkar allra að æskulýðs- og unglingastarfið skili okkur fleiri afreksmönnum í anda Nunna.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki