Keflvíkingar hoppuðu upp um þrjú sæti rétt fyrir jólafrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2014 21:13 Guðmundur Jónsson Vísir/Daníel Keflvíkingar unnu tíu stiga sigur á Haukum, 85-75, í lokaleik fyrri umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld en sigurinn skilar Keflavíkurliðinu í fimmta sæti deildarinnar. Keflvíkingum tókst að halda Alex Francis niðri og tryggðu sér síðan sigurinn með því að vinna síðustu níu mínúturnar 23-9. Haukarnir áttu möguleika á því að taka þriðja sætið af Stjörnunni en tókst ekki að fylgja á eftir frábærum sigri á Tindastól í síðasta leik. Keflvíkingar léku án Bandaríkjamannsins William Thomas Graves VI í þessum leik en hann er farinn til Ísrael. Damon Johnson er líka enn meiddur en Keflavíkurliðið sýndi mikinn styrk með að klára leikinn án þessara frábæru leikmanna. Keflavík var í áttunda sæti fyrir leikinn en hoppaði upp um þrjú sæti. Liðið er með jafnmörg stig og nágrannarnir í Njarðvík en ofar á sigrinum í innbyrðisleik Reykjanesbæjarliðanna. Guðmundur Jónsson skoraði 22 stig og var stigahæstur í Keflavíkurliðinu en hann skoraði 11 af 22 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Hin gamalreyndi Gunnar Einarsson (15 stig) átti sinn besta leik með Keflavík í vetur og Valur Orri Valsson (15 stig) var einnig mjög öflugur. Emil Barja var með 15 stig hjá Haukum og Alex Francis bætti við 14 stigum og 14 fráköstum. Francis nýtti aðeins 4 af 14 skotum sínum og tapaði alls 11 boltum en hann komst lítið áleiðis gegn grimmum Keflvíkingum. Haukar voru einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 21-20, og náðu mest ellefu stiga forskoti í öðrum leikhlutanum. Haukarnir voru síðan komnir 36-25 yfir þegar sex mínútur voru til hálfleiks en Keflvíkingum tókt að jafna metin í 43-43 fyrir hálfleik eftir frábæran sprett þar sem þeir skoruðu tíu mörk í röð. Valur Orri Valsson kom að öllum þessum tíu stigum, skoraði fimm sjálfur og átti stoðsendingarnar í hinar tvær körfurnar. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og komust bæði í 40-44 og 57-52 en Haukar svöruðu þá með sex stigum í röð og komust aftur yfir. Emil Barja kláraði síðan leikhlutann á því að koma Haukum fjórum stigum yfir, 63-59, með því að setja niður tvö vítaskot. Haukar voru 66-62 yfir þegar níu mínútur voru eftir af leiknum en Keflvíkingar unnu lokakafla leiksins 23-9 og tryggðu sér flottan sigur.Keflavík-Haukar 85-75 (20-21, 23-22, 16-20, 26-12)Keflavík: Guðmundur Jónsson 22/5 fráköst, Valur Orri Valsson 15/6 fráköst, Gunnar Einarsson 15, Reggie Dupree 13/6 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11/7 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 4/6 fráköst, Andrés Kristleifsson 3, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2/6 fráköst.Haukar: Emil Barja 15/8 fráköst/5 stoðsendingar, Alex Francis 14/14 fráköst, Kristinn Marinósson 14/5 fráköst, Hjálmar Stefánsson 8, Kári Jónsson 6/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 6, Haukur Óskarsson 6/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 4, Steinar Aronsson 1, Kristján Leifur Sverrisson 1. Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Keflvíkingar unnu tíu stiga sigur á Haukum, 85-75, í lokaleik fyrri umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld en sigurinn skilar Keflavíkurliðinu í fimmta sæti deildarinnar. Keflvíkingum tókst að halda Alex Francis niðri og tryggðu sér síðan sigurinn með því að vinna síðustu níu mínúturnar 23-9. Haukarnir áttu möguleika á því að taka þriðja sætið af Stjörnunni en tókst ekki að fylgja á eftir frábærum sigri á Tindastól í síðasta leik. Keflvíkingar léku án Bandaríkjamannsins William Thomas Graves VI í þessum leik en hann er farinn til Ísrael. Damon Johnson er líka enn meiddur en Keflavíkurliðið sýndi mikinn styrk með að klára leikinn án þessara frábæru leikmanna. Keflavík var í áttunda sæti fyrir leikinn en hoppaði upp um þrjú sæti. Liðið er með jafnmörg stig og nágrannarnir í Njarðvík en ofar á sigrinum í innbyrðisleik Reykjanesbæjarliðanna. Guðmundur Jónsson skoraði 22 stig og var stigahæstur í Keflavíkurliðinu en hann skoraði 11 af 22 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Hin gamalreyndi Gunnar Einarsson (15 stig) átti sinn besta leik með Keflavík í vetur og Valur Orri Valsson (15 stig) var einnig mjög öflugur. Emil Barja var með 15 stig hjá Haukum og Alex Francis bætti við 14 stigum og 14 fráköstum. Francis nýtti aðeins 4 af 14 skotum sínum og tapaði alls 11 boltum en hann komst lítið áleiðis gegn grimmum Keflvíkingum. Haukar voru einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 21-20, og náðu mest ellefu stiga forskoti í öðrum leikhlutanum. Haukarnir voru síðan komnir 36-25 yfir þegar sex mínútur voru til hálfleiks en Keflvíkingum tókt að jafna metin í 43-43 fyrir hálfleik eftir frábæran sprett þar sem þeir skoruðu tíu mörk í röð. Valur Orri Valsson kom að öllum þessum tíu stigum, skoraði fimm sjálfur og átti stoðsendingarnar í hinar tvær körfurnar. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og komust bæði í 40-44 og 57-52 en Haukar svöruðu þá með sex stigum í röð og komust aftur yfir. Emil Barja kláraði síðan leikhlutann á því að koma Haukum fjórum stigum yfir, 63-59, með því að setja niður tvö vítaskot. Haukar voru 66-62 yfir þegar níu mínútur voru eftir af leiknum en Keflvíkingar unnu lokakafla leiksins 23-9 og tryggðu sér flottan sigur.Keflavík-Haukar 85-75 (20-21, 23-22, 16-20, 26-12)Keflavík: Guðmundur Jónsson 22/5 fráköst, Valur Orri Valsson 15/6 fráköst, Gunnar Einarsson 15, Reggie Dupree 13/6 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11/7 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 4/6 fráköst, Andrés Kristleifsson 3, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2/6 fráköst.Haukar: Emil Barja 15/8 fráköst/5 stoðsendingar, Alex Francis 14/14 fráköst, Kristinn Marinósson 14/5 fráköst, Hjálmar Stefánsson 8, Kári Jónsson 6/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 6, Haukur Óskarsson 6/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 4, Steinar Aronsson 1, Kristján Leifur Sverrisson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn