Gylfi og Harpa valin knattspyrnufólk ársins 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2014 18:14 Leikmannaval Knattspyrnusambands Íslands hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Hörpu Þorsteinsdóttur knattspyrnufólk ársins 2014 en þetta er í ellefta skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Leikmannaval KSÍ er skipað fyrrverandi landsliðsfólki, þjálfurum og forystumönnum í knattspyrnuhreyfingunni. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum og hefur KSÍ nú sagt frá valinu fyrir árið 2014. Hér fyrir neðan má umfjöllun um valið af heimasíðu sambandsins.Knattspyrnumaður ársinsGylfi Þór Sigurðsson var sem fyrr einn lykilmanna íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem hefur byrjað undankeppni EM frábærlega. Gylfi lék 6 landsleiki á árinu og skoraði í þeim fjögur mörk en öll mörkin voru í undankeppni EM. Hann skoraði gegn Tyrkjum hér á Laugardalsvelli, gegn Lettum ytra og loks tvö mörk í glæstum sigri gegn Hollandi í Laugardalnum. Hann hefur nú leikið 28 landsleiki og skorað í þeim 9 mörk. Gylfi lék með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en var seldur til Swansea í sumar þar sem hann gegnir lykilhlutverki. Hann hefur skorað 2 mörk í 16 leikjum í deildinni en hefur gefið flestar stoðsendingar allra í liðinu og er í öðru sæti yfir flestar stoðsendingar allra í ensku úrvalsdeildinni.2. sætiAlfreð Finnbogason var markakóngur í hollensku úrvalsdeildinni 2014/2014 en hann skoraði 29 mörk í 32 leikjum. Hann setti félagsmet hjá félagi sínu Heerenveen með því að skora 53 mörk í efstu deild og það, þrátt fyrir að leika aðeins tvö tímabil með hollenska liðinu. Alfreð var svo seldur í sumar til Real Sociedad á Spáni fyrir 7,5 milljón evrur. Alfreð meiddist rétt áður en spænska deildin hófst en hefur smám saman verið að tryggja sér sæti í liðinu. Alfreð missti úr nokkuð af landsleikjum vegna meiðsla en hann lék 3 landsleiki á árinu og skoraði 1 mark, í vináttulandsleik gegn Belgum.3. sætiKolbeinn Sigþórsson lék 7 landsleik á árinu og skoraði í þeim 3 mörk. Landsleikirnir eru því orðnir 27 og mörkin í þeim 16 talsins. Þrátt fyrir að vera orðaður við brottför frá félagi sínu Ajax þá hefur hann gert nýjan samning við hollenska félagið. Kolbeinn varð, ásamt einum öðrum, markahæsti leikmaður Ajax á síðasta tímabili með 10 mörk í 30 leikjum en félagið varð hollenskur meistari. Hann var áfram fastamaður í Ajax á nýju tímabili en meiddist fyrir skömmu og verður frá keppni til áramóta. Kolbeinn er nú orðinn þriðji leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu frá upphafi, hefur leikið 11 leiki.Knattspyrnukona ársinsHarpa Þorsteinsdóttir átti frábært keppnistímabil, líkt og síðasta ár. Hún var í fararbroddi Stjörnustúlkna sem vörðu Íslandsmeistaratitilinn á árinu með glæsibrag og bættu um betur og urðu einnig bikarmeistarar eftir sigur á Selfossi í úrslitaleik. Harpa varð markahæst í Pepsi-deild kvenna og skoraði 27 mörk í 18 leikjum. Hún gerði svo einnig fjögur mörk í bikarkeppninni. Harpa var einn af fjögurra leikmanna sem lék í öllum 12 landsleikjum Íslands á árinu og varð markahæst, ásamt Dagnýju Brynjarsdóttur, með 7 mörk.2. sætiSara Björk Gunnarsdóttir átti frábært ár með félagi sínu FC Rosengård í Svíþjóð og var fyrirliði liðsins sem hampaði meistaratitlinum í þriðja sinn á fjórum árum. Liðið féll út fyrir Evrópumeisturum Wolfsburg á síðasta tímabili en hefur nú tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum þar sem mótherjarnir verða aftur þýska liðið Wolfsburg. Sara tók einnig við fyrirliðabandinu hjá íslenska landsliðinu þar sem hún var sem fyrr í fararbroddi en Ísland hafnaði m.a. í 3. sæti á Algarve mótinu. Hún lék í öllum 12 landsleikjum Íslands á árinu og skoraði í þeim 2 mörk. Hún hefur leikið 78 landsleiki þrátt fyrir að vera einungis 24 ára gömul.3. sætiGlódís Perla Viggósdóttir var einn af burðarásum Stjörnunnar sem áttu frábært tímabil, unnu bæði deild og bikar. Glódís er einungis 19 ára gömul en gegndi engu að síður lykilhlutverki í liði Stjörnunnar. Hún mun á næsta tímabili söðla um en hún hefur skrifað undir samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Eskilstuna. Glódís er orðin fastamaður í íslenska landsliðinu og lék í 11 leikjum á árinu og skoraði þar sitt fyrsta A landsliðsmark. Hún hefur nú leikið 25 landsleiki og má búast við miklu af þessum framtíðarleikmanni Íslands. Íslenski boltinn Fréttir ársins 2014 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Leikmannaval Knattspyrnusambands Íslands hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Hörpu Þorsteinsdóttur knattspyrnufólk ársins 2014 en þetta er í ellefta skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Leikmannaval KSÍ er skipað fyrrverandi landsliðsfólki, þjálfurum og forystumönnum í knattspyrnuhreyfingunni. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum og hefur KSÍ nú sagt frá valinu fyrir árið 2014. Hér fyrir neðan má umfjöllun um valið af heimasíðu sambandsins.Knattspyrnumaður ársinsGylfi Þór Sigurðsson var sem fyrr einn lykilmanna íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem hefur byrjað undankeppni EM frábærlega. Gylfi lék 6 landsleiki á árinu og skoraði í þeim fjögur mörk en öll mörkin voru í undankeppni EM. Hann skoraði gegn Tyrkjum hér á Laugardalsvelli, gegn Lettum ytra og loks tvö mörk í glæstum sigri gegn Hollandi í Laugardalnum. Hann hefur nú leikið 28 landsleiki og skorað í þeim 9 mörk. Gylfi lék með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en var seldur til Swansea í sumar þar sem hann gegnir lykilhlutverki. Hann hefur skorað 2 mörk í 16 leikjum í deildinni en hefur gefið flestar stoðsendingar allra í liðinu og er í öðru sæti yfir flestar stoðsendingar allra í ensku úrvalsdeildinni.2. sætiAlfreð Finnbogason var markakóngur í hollensku úrvalsdeildinni 2014/2014 en hann skoraði 29 mörk í 32 leikjum. Hann setti félagsmet hjá félagi sínu Heerenveen með því að skora 53 mörk í efstu deild og það, þrátt fyrir að leika aðeins tvö tímabil með hollenska liðinu. Alfreð var svo seldur í sumar til Real Sociedad á Spáni fyrir 7,5 milljón evrur. Alfreð meiddist rétt áður en spænska deildin hófst en hefur smám saman verið að tryggja sér sæti í liðinu. Alfreð missti úr nokkuð af landsleikjum vegna meiðsla en hann lék 3 landsleiki á árinu og skoraði 1 mark, í vináttulandsleik gegn Belgum.3. sætiKolbeinn Sigþórsson lék 7 landsleik á árinu og skoraði í þeim 3 mörk. Landsleikirnir eru því orðnir 27 og mörkin í þeim 16 talsins. Þrátt fyrir að vera orðaður við brottför frá félagi sínu Ajax þá hefur hann gert nýjan samning við hollenska félagið. Kolbeinn varð, ásamt einum öðrum, markahæsti leikmaður Ajax á síðasta tímabili með 10 mörk í 30 leikjum en félagið varð hollenskur meistari. Hann var áfram fastamaður í Ajax á nýju tímabili en meiddist fyrir skömmu og verður frá keppni til áramóta. Kolbeinn er nú orðinn þriðji leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu frá upphafi, hefur leikið 11 leiki.Knattspyrnukona ársinsHarpa Þorsteinsdóttir átti frábært keppnistímabil, líkt og síðasta ár. Hún var í fararbroddi Stjörnustúlkna sem vörðu Íslandsmeistaratitilinn á árinu með glæsibrag og bættu um betur og urðu einnig bikarmeistarar eftir sigur á Selfossi í úrslitaleik. Harpa varð markahæst í Pepsi-deild kvenna og skoraði 27 mörk í 18 leikjum. Hún gerði svo einnig fjögur mörk í bikarkeppninni. Harpa var einn af fjögurra leikmanna sem lék í öllum 12 landsleikjum Íslands á árinu og varð markahæst, ásamt Dagnýju Brynjarsdóttur, með 7 mörk.2. sætiSara Björk Gunnarsdóttir átti frábært ár með félagi sínu FC Rosengård í Svíþjóð og var fyrirliði liðsins sem hampaði meistaratitlinum í þriðja sinn á fjórum árum. Liðið féll út fyrir Evrópumeisturum Wolfsburg á síðasta tímabili en hefur nú tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum þar sem mótherjarnir verða aftur þýska liðið Wolfsburg. Sara tók einnig við fyrirliðabandinu hjá íslenska landsliðinu þar sem hún var sem fyrr í fararbroddi en Ísland hafnaði m.a. í 3. sæti á Algarve mótinu. Hún lék í öllum 12 landsleikjum Íslands á árinu og skoraði í þeim 2 mörk. Hún hefur leikið 78 landsleiki þrátt fyrir að vera einungis 24 ára gömul.3. sætiGlódís Perla Viggósdóttir var einn af burðarásum Stjörnunnar sem áttu frábært tímabil, unnu bæði deild og bikar. Glódís er einungis 19 ára gömul en gegndi engu að síður lykilhlutverki í liði Stjörnunnar. Hún mun á næsta tímabili söðla um en hún hefur skrifað undir samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Eskilstuna. Glódís er orðin fastamaður í íslenska landsliðinu og lék í 11 leikjum á árinu og skoraði þar sitt fyrsta A landsliðsmark. Hún hefur nú leikið 25 landsleiki og má búast við miklu af þessum framtíðarleikmanni Íslands.
Íslenski boltinn Fréttir ársins 2014 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira