Dýrasti fiskur á Íslandi dafnar í affalli virkjunar Kristján Már Unnarsson skrifar 15. desember 2014 20:15 Einn verðmætasti matfiskur heims, Senegal-flúra, er að ná sláturstærð í eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi fisktegund er alin upp við aðstæður eins og þar eru, enda eru þær einstakar á heimsvísu; affallssjór frá orkuveri. Frá Reykjanesvirkjun streymir 35 stiga hlýr sjór, sem norskir eigendur Stolt Seafarm sjá tækifæri til að nýta á arðbæran hátt. Við hliðina á orkuverinu hafa þeir reist stóra fiskeldisstöð. Framkvæmdir hófust vorið 2012 og fyrstu seiðin fóru í kerin fyrir ári.Senegal-flúran á Reykjanesi er vaxin upp í sláturstærð, 400-420 grömm.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hann kallast Senegal-flúra, er flatfiskur, og hér hefur mönnum tekist að búa til aðstæður sem hann dafnar best við, sem er 20 stiga heitur sjór Atlantshafsins. Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, segir að fiskurinn éti vel við þetta jafna hitastig og það hafi þýtt mun betri og hraðari vöxt. Fyrstu seiðin eru nú vaxin upp í heppilega stærð, 400 grömm, og segir Halldór að slátrun hefjist í janúar. Þetta verði því fyrsta salan og fyrstu tekjurnar og því mikil tímamót. Senegal-flúran þykir bragðgóð og selst einkum í dýrari veitingahús Evrópu. Fyrir hvert kíló fást hátt í tvö þúsund krónur. „Þetta er þrisvar til fjórum sinnum dýrari en hefðbundinn fiskur, að minnsta kosti,“ segir Halldór. Nánar verður fjallað um fiskeldisstöðina í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, sem og önnur dæmi um nýsköpun vegna jarðhitanýtingar á Suðurnesjum.Eldisstöð Stolt Sea Farm við Reykjanesvirkjun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Reykjanesbær Um land allt Tengdar fréttir Risafjárfesting í fiskeldi sem nýtir kælivatn virkjunar Milljarða uppbygging fiskeldisstöðvar er hafin á Reykjanesi, sem nýta mun kælivatn virkjunar til að rækta hlýsjávarfisk undir þaki. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun. Þarna rennur heilt fljót af 37 stiga heitum sjó til hafs, en það voru norskir aðilar, Stolt Sea Farm, sem gripu tækifærið að nýta þetta affallsvatn Reykjanesvirkjunar til verðmætasköpunar. 23. maí 2012 19:15 Eitt stærsta fiskeldisverkefni heims að hefjast á Reykjanesi Stærsta fiskeldisstöð sem reist hefur verið á landi hérlendis, og jafnframt ein sú stærsta í heiminum, hóf starfsemina á Reykjanesi í dag þegar fyrstu seiðin af Senegal-flúru komu í eldiskerin. 23. ágúst 2013 18:45 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Einn verðmætasti matfiskur heims, Senegal-flúra, er að ná sláturstærð í eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi fisktegund er alin upp við aðstæður eins og þar eru, enda eru þær einstakar á heimsvísu; affallssjór frá orkuveri. Frá Reykjanesvirkjun streymir 35 stiga hlýr sjór, sem norskir eigendur Stolt Seafarm sjá tækifæri til að nýta á arðbæran hátt. Við hliðina á orkuverinu hafa þeir reist stóra fiskeldisstöð. Framkvæmdir hófust vorið 2012 og fyrstu seiðin fóru í kerin fyrir ári.Senegal-flúran á Reykjanesi er vaxin upp í sláturstærð, 400-420 grömm.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hann kallast Senegal-flúra, er flatfiskur, og hér hefur mönnum tekist að búa til aðstæður sem hann dafnar best við, sem er 20 stiga heitur sjór Atlantshafsins. Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, segir að fiskurinn éti vel við þetta jafna hitastig og það hafi þýtt mun betri og hraðari vöxt. Fyrstu seiðin eru nú vaxin upp í heppilega stærð, 400 grömm, og segir Halldór að slátrun hefjist í janúar. Þetta verði því fyrsta salan og fyrstu tekjurnar og því mikil tímamót. Senegal-flúran þykir bragðgóð og selst einkum í dýrari veitingahús Evrópu. Fyrir hvert kíló fást hátt í tvö þúsund krónur. „Þetta er þrisvar til fjórum sinnum dýrari en hefðbundinn fiskur, að minnsta kosti,“ segir Halldór. Nánar verður fjallað um fiskeldisstöðina í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, sem og önnur dæmi um nýsköpun vegna jarðhitanýtingar á Suðurnesjum.Eldisstöð Stolt Sea Farm við Reykjanesvirkjun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Reykjanesbær Um land allt Tengdar fréttir Risafjárfesting í fiskeldi sem nýtir kælivatn virkjunar Milljarða uppbygging fiskeldisstöðvar er hafin á Reykjanesi, sem nýta mun kælivatn virkjunar til að rækta hlýsjávarfisk undir þaki. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun. Þarna rennur heilt fljót af 37 stiga heitum sjó til hafs, en það voru norskir aðilar, Stolt Sea Farm, sem gripu tækifærið að nýta þetta affallsvatn Reykjanesvirkjunar til verðmætasköpunar. 23. maí 2012 19:15 Eitt stærsta fiskeldisverkefni heims að hefjast á Reykjanesi Stærsta fiskeldisstöð sem reist hefur verið á landi hérlendis, og jafnframt ein sú stærsta í heiminum, hóf starfsemina á Reykjanesi í dag þegar fyrstu seiðin af Senegal-flúru komu í eldiskerin. 23. ágúst 2013 18:45 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Risafjárfesting í fiskeldi sem nýtir kælivatn virkjunar Milljarða uppbygging fiskeldisstöðvar er hafin á Reykjanesi, sem nýta mun kælivatn virkjunar til að rækta hlýsjávarfisk undir þaki. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun. Þarna rennur heilt fljót af 37 stiga heitum sjó til hafs, en það voru norskir aðilar, Stolt Sea Farm, sem gripu tækifærið að nýta þetta affallsvatn Reykjanesvirkjunar til verðmætasköpunar. 23. maí 2012 19:15
Eitt stærsta fiskeldisverkefni heims að hefjast á Reykjanesi Stærsta fiskeldisstöð sem reist hefur verið á landi hérlendis, og jafnframt ein sú stærsta í heiminum, hóf starfsemina á Reykjanesi í dag þegar fyrstu seiðin af Senegal-flúru komu í eldiskerin. 23. ágúst 2013 18:45
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent