Handbolti

Króatarnir gefa miðana á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/AFP
Gestgjafar Króatar eru úr leik á EM í handbolta kvenna þrátt fyrir að eiga einn leik eftir í riðlakeppninni og áhuginn fyrir keppninni dvínaði mikið við það.

Króatíska handboltasambandið hýsir einnig annan milliriðil keppninnar og hafa menn þar á bæ nú ákveðið að gefa miðana á leikina níu sem fara fram 14. til 17. desember. Þetta er gert til þessa að tryggja það að vel verði mætt á leikina.

Milliriðill 2 fer fram í Zagreb og hefst á sunnudaginn. Fimm af sex þjóðum hafa tryggt sér sæti þar en það eru Frakkland, Svartfjallaland, Holland, Svíþjóð og Þýskaland.

Sjötta og síðasta þjóðin verður annaðhvort Serbía eða Slóvakía sem mætast í dag í hreinum úrslitaleik um síðasta sætið.  

Hinn milliriðillinn fer fram í Debrecen í Ungverjalandi og þar spila Noregur, Spánn, Ungverjaland, Danmörk, Rúmenía og Pólland.

Undanúrslitin og leikirnir um gullið og bronsið fara allir fram í Búdapest í Ungverjalandi 19. til 21. desember en Króatar og Ungverjar héldu keppnina saman í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×