Leikmenn Zaragoza líktu Kristni við Jón Arnór Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2014 10:30 Kristinn Pálsson fagnar hér þriggja stiga körfu í leik með Stella Azzura. Mynd/Euroleague.net Kristinn Pálsson, fyrirliði unglingaliðs Stella Azzura frá Róm, tók í gær við bikarnum eftir að liðið tryggði sér sæti á úrslitahelgi Euroleague framtíðarleikmanna en ítalska liðið vann alla fjóra leiki sína í sínum riðli. Karfan.is birti skemmtilegt viðtal við þennan 17 ára Njarðvíking sem stundar nám við Marymount International School í Róm og stefnir á því að fara í skóla til Bandaríkjanna næsta haust. Kristinn hefur verið á Ítalíu undanfarin ár og því hafa íslenskir körfuboltáhugamenn ekki séð alltof mikið til kappans en hann fékk mikið hrós á dögunum eftir leik við spænska liðið CAI Zaragoza. „Mér persónuleg hefur verið að ganga mjög vel á þessu ári. Svo erum við einnig með U18 "Ferðalið" þar sem við ferðumst um Evrópu og nú rétt í þessu vorum við að koma heim frá Valladolid að þar sem við spiluðum til úrslita gegn Zaragoza en töpuðum. Eftir leikinn líktu leikmenn Zaragoza mér við Jón Arnór. Í verðlaunaafhendingu eftir mót var ég valinn besti skorari mótsins," segir Kristinn í samtali við karfan.is og það var mikilvægt fyrir hann að standa sig vel í Euroleague framtíðarleikmanna. „Með þessu sama liði spilum við svo í Euroleague núna á milli jóla og nýárs sem er stærsta yngriflokkamót í Evrópu á eftir A deild landsliða yngriflokka og þar koma "Scout-ar" frá öllum liðum NBA, háskólum og svo framvegis þannig að þetta er stórt svið fyrir unga leikmenn," sagði Kristinn. Kristinn er farinn að tala ítölskuna vel. „Ég tala ítölsku reiprennandi og þar a leiðandi skil eg allt og get talað enn strákarnir hlæja stundum af mér þegar maður ruglar einhverjum orðum saman eins og þegar maður er í einhverjum alvarlegum samræðum og maður blótar kannski óvart enn ég ætlaði að segja eitthvað annað," segir Kristinn og hugur hans stefnir á Bandaríkin. „Draumurinn hefur alltaf verið að fara í háskóla i Bandaríkjunum spila í NCAA og svo eftir það það þá má maður hugsa um atvinnumennsku ef maður kemst svo langt. Ef það klikkar þá hefur maður í það minnsta menntun á bakinu og þar með "Plan B",“ segir Kristinn. „ Ég hef fundið fyrir áhuga háskólaliða frá Bandaríkjunum en ekkert fast í hendi. Ég held bara áfram mínu striki og vinn hart að þessu. Þetta kemur með þolinmæðinni. Ástæða þess að ég hef æft eins og skeppna öll þessi ár er einmitt fyrir þessu tækifæri. Ég hef þótt ég segi sjálfur frá, verið duglegur að æfa og svo spilar heppni alltaf inní þetta líka. En ég stjórna því ekki, ég stjórna sjálfum mér og geri allt sem ég get til þess að láta þennan draum rætast og um leið hugsanlega bý mér til mína eigin heppni," segir Kristinn en það er hægt að lesa allt viðtalið við kappann með því að smella hér. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Kristinn Pálsson, fyrirliði unglingaliðs Stella Azzura frá Róm, tók í gær við bikarnum eftir að liðið tryggði sér sæti á úrslitahelgi Euroleague framtíðarleikmanna en ítalska liðið vann alla fjóra leiki sína í sínum riðli. Karfan.is birti skemmtilegt viðtal við þennan 17 ára Njarðvíking sem stundar nám við Marymount International School í Róm og stefnir á því að fara í skóla til Bandaríkjanna næsta haust. Kristinn hefur verið á Ítalíu undanfarin ár og því hafa íslenskir körfuboltáhugamenn ekki séð alltof mikið til kappans en hann fékk mikið hrós á dögunum eftir leik við spænska liðið CAI Zaragoza. „Mér persónuleg hefur verið að ganga mjög vel á þessu ári. Svo erum við einnig með U18 "Ferðalið" þar sem við ferðumst um Evrópu og nú rétt í þessu vorum við að koma heim frá Valladolid að þar sem við spiluðum til úrslita gegn Zaragoza en töpuðum. Eftir leikinn líktu leikmenn Zaragoza mér við Jón Arnór. Í verðlaunaafhendingu eftir mót var ég valinn besti skorari mótsins," segir Kristinn í samtali við karfan.is og það var mikilvægt fyrir hann að standa sig vel í Euroleague framtíðarleikmanna. „Með þessu sama liði spilum við svo í Euroleague núna á milli jóla og nýárs sem er stærsta yngriflokkamót í Evrópu á eftir A deild landsliða yngriflokka og þar koma "Scout-ar" frá öllum liðum NBA, háskólum og svo framvegis þannig að þetta er stórt svið fyrir unga leikmenn," sagði Kristinn. Kristinn er farinn að tala ítölskuna vel. „Ég tala ítölsku reiprennandi og þar a leiðandi skil eg allt og get talað enn strákarnir hlæja stundum af mér þegar maður ruglar einhverjum orðum saman eins og þegar maður er í einhverjum alvarlegum samræðum og maður blótar kannski óvart enn ég ætlaði að segja eitthvað annað," segir Kristinn og hugur hans stefnir á Bandaríkin. „Draumurinn hefur alltaf verið að fara í háskóla i Bandaríkjunum spila í NCAA og svo eftir það það þá má maður hugsa um atvinnumennsku ef maður kemst svo langt. Ef það klikkar þá hefur maður í það minnsta menntun á bakinu og þar með "Plan B",“ segir Kristinn. „ Ég hef fundið fyrir áhuga háskólaliða frá Bandaríkjunum en ekkert fast í hendi. Ég held bara áfram mínu striki og vinn hart að þessu. Þetta kemur með þolinmæðinni. Ástæða þess að ég hef æft eins og skeppna öll þessi ár er einmitt fyrir þessu tækifæri. Ég hef þótt ég segi sjálfur frá, verið duglegur að æfa og svo spilar heppni alltaf inní þetta líka. En ég stjórna því ekki, ég stjórna sjálfum mér og geri allt sem ég get til þess að láta þennan draum rætast og um leið hugsanlega bý mér til mína eigin heppni," segir Kristinn en það er hægt að lesa allt viðtalið við kappann með því að smella hér.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira