Margur er smjörs voðinn Þórólfur Matthíasson skrifar 2. janúar 2014 00:00 Innflutningur Mjólkursamsölunnar á írsku smjöri fyrir hátíðarnar hefur vakið athygli og umtal. Aðstæður á markaði fyrir mjólkurvörur á Íslandi eru enda með öðru sniði en gildir um flestan annan verslunarvarning. Opinber nefnd, verðlagsnefnd búvara, ákvarðar verð á mjólk og mjólkurvörum bæði til bænda og á heildsölustigi. Bændur semja við ríkisvaldið um framleiðslustyrki og framleiðslumagn. Framleiðendum sem vilja vera utan þessa kerfis er gert lífið leitt með margvíslegum hætti. Á innfluttar mjólkurvörur eru lagðir tollar sem eru svo háir að allajafna tekur ekki að flytja inn annað en lúxusosta sem keyptir eru í litlu magni til mikilla hátíðabrigða. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, safnar upplýsingum um verð landbúnaðarafurða hjá aðildarlöndum sínum og vinnur úr. Mat OECD er að verð á mjólk til bænda sé 51% hærra en væri ef ofangreindar tollahömlur á viðskipti með mjólkurvörur væru ekki til staðar. Áhrif tolla á verð varnings sem unninn er úr hrámjólk eru ekki tilgreind í opinberum gögnum frá OECD en má nálgast með óbeinum hætti. Heimsmarkaðsverð á smjöri hefur hækkað talsvert á árinu 2013 og er nú um 475 krónur (3 evrur) á kíló. Á innri markaði Evrópusambandsins er sambærilegt verð um 635 krónur (4 evrur) á kíló. Heildsöluverð íslensks smjörs er 624 krónur á kíló (án virðisaukaskatts). Mjólkursamsalan flutti talsvert af smjöri út á fyrrihluta árs 2013. MS virðist því hafa flutt út smjör þegar lítið fékkst fyrir smjörið en flytur nú inn smjör þegar verð á þeirri vöru erlendis er hátt!Velt yfir á neytendur Til viðbótar við það verð sem MS greiðir erlendum seljanda smjörs þarf MS, eins og aðrir innflytendur landbúnaðarafurða, að greiða innflutningstolla. Samkvæmt tollskrá eru tollar sem Mjólkursamsalan þarf að greiða hvorki meira né minna en 680 til 850 krónur á hvert kíló auk flutningskostnaðar sem væntanlega er á bilinu 50 til 100 krónur á kíló þegar allt er talið. (Heimilt er að flytja inn lítilræði á lækkuðum tollum en ekki verður séð að Mjólkursamsalan hafi sótt um tollkvóta vegna smjörs vegna seinni hluta ársins 2013). Kostnaðarverð Mjólkursamsölunnar vegna hvers innflutts kílós af smjöri er því lauslega reiknað 1.350 til 1.550 krónur. Heildsöluverð íslensks smjörs sem Mjólkursamsalan framleiðir sjálf er 624 krónur. Það er því augljóst að Mjólkursamsalan tapar að minnsta kosti 626 krónum á hverju kílói af smjöri sem hún flytur inn frá Írlandi! MS er í þeirri aðstöðu að þurfa lítt að velta fyrir sér hvort einstakar aðgerðir á borð við innflutning smjörs frá Írlandi séu ábatasamar. Tapi verður velt yfir á neytendur við næstu eða þarnæstu verðlagsákvörðun. Þess vegna verður engin skynsemi í framleiðslu landbúnaðarafurða á Íslandi fyrr en eðlilegt samkeppnisaðhald fæst erlendis frá. Til þess þarf að fjarlægja tolla og aðrar aðflutningshindranir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Innflutningur Mjólkursamsölunnar á írsku smjöri fyrir hátíðarnar hefur vakið athygli og umtal. Aðstæður á markaði fyrir mjólkurvörur á Íslandi eru enda með öðru sniði en gildir um flestan annan verslunarvarning. Opinber nefnd, verðlagsnefnd búvara, ákvarðar verð á mjólk og mjólkurvörum bæði til bænda og á heildsölustigi. Bændur semja við ríkisvaldið um framleiðslustyrki og framleiðslumagn. Framleiðendum sem vilja vera utan þessa kerfis er gert lífið leitt með margvíslegum hætti. Á innfluttar mjólkurvörur eru lagðir tollar sem eru svo háir að allajafna tekur ekki að flytja inn annað en lúxusosta sem keyptir eru í litlu magni til mikilla hátíðabrigða. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, safnar upplýsingum um verð landbúnaðarafurða hjá aðildarlöndum sínum og vinnur úr. Mat OECD er að verð á mjólk til bænda sé 51% hærra en væri ef ofangreindar tollahömlur á viðskipti með mjólkurvörur væru ekki til staðar. Áhrif tolla á verð varnings sem unninn er úr hrámjólk eru ekki tilgreind í opinberum gögnum frá OECD en má nálgast með óbeinum hætti. Heimsmarkaðsverð á smjöri hefur hækkað talsvert á árinu 2013 og er nú um 475 krónur (3 evrur) á kíló. Á innri markaði Evrópusambandsins er sambærilegt verð um 635 krónur (4 evrur) á kíló. Heildsöluverð íslensks smjörs er 624 krónur á kíló (án virðisaukaskatts). Mjólkursamsalan flutti talsvert af smjöri út á fyrrihluta árs 2013. MS virðist því hafa flutt út smjör þegar lítið fékkst fyrir smjörið en flytur nú inn smjör þegar verð á þeirri vöru erlendis er hátt!Velt yfir á neytendur Til viðbótar við það verð sem MS greiðir erlendum seljanda smjörs þarf MS, eins og aðrir innflytendur landbúnaðarafurða, að greiða innflutningstolla. Samkvæmt tollskrá eru tollar sem Mjólkursamsalan þarf að greiða hvorki meira né minna en 680 til 850 krónur á hvert kíló auk flutningskostnaðar sem væntanlega er á bilinu 50 til 100 krónur á kíló þegar allt er talið. (Heimilt er að flytja inn lítilræði á lækkuðum tollum en ekki verður séð að Mjólkursamsalan hafi sótt um tollkvóta vegna smjörs vegna seinni hluta ársins 2013). Kostnaðarverð Mjólkursamsölunnar vegna hvers innflutts kílós af smjöri er því lauslega reiknað 1.350 til 1.550 krónur. Heildsöluverð íslensks smjörs sem Mjólkursamsalan framleiðir sjálf er 624 krónur. Það er því augljóst að Mjólkursamsalan tapar að minnsta kosti 626 krónum á hverju kílói af smjöri sem hún flytur inn frá Írlandi! MS er í þeirri aðstöðu að þurfa lítt að velta fyrir sér hvort einstakar aðgerðir á borð við innflutning smjörs frá Írlandi séu ábatasamar. Tapi verður velt yfir á neytendur við næstu eða þarnæstu verðlagsákvörðun. Þess vegna verður engin skynsemi í framleiðslu landbúnaðarafurða á Íslandi fyrr en eðlilegt samkeppnisaðhald fæst erlendis frá. Til þess þarf að fjarlægja tolla og aðrar aðflutningshindranir.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun