Ég vil ekki giftast þér Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2014 06:00 En ég vil vera vinur þinn vegna þess að það eru allt aðrar skuldbindingar sem fylgja vináttu annars vegar og hjónabandi hins vegar. Ég hef þessa skoðun varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ég er sannfærð um að hagsmunir Íslendinga séu best tryggðir utan Evrópusambandsins. Við höldum samt sem áður áfram að vera vinir, góðir vinir, enda erum við hluti af Evrópu og höfum yfirleitt átt mikil og góð samskipti við aðrar Evrópuþjóðir.Bæta þarf hagstjórnina Umræðan upp á síðkastið, sem snýr að aðild Íslands að Evrópusambandinu, snýst að stórum hluta um kosti þess að taka upp evru. Aðrir þættir eru látnir liggja á milli hluta í umræðunni. Lítið er rætt um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál, lýðræði og auðlindamál en það eru mjög mikilvægir málaflokkar sem ráða miklu um framþróun og framtíð Íslands. En vindum okkur yfir í gjaldmiðilsmálin. Sumir segja að við getum ekki afnumið verðtrygginguna og bætt hagstjórn landsins nema með því að taka upp annan gjaldmiðil, t.d. evru. Það er einfaldlega ekki rétt. Nýr gjaldmiðill einn og sér lagar ekki hagstjórnina, við þurfum sjálf að breyta henni til hins betra.Krónan okkar gjaldmiðill Samráðsnefnd um peningastefnu Íslands komst að þverpólitískri samhljóða niðurstöðu. Grípum niður í frétt fjármálaráðuneytisins frá 16. október 2010:„Að mati nefndarmanna er ekki hægt að gera ráð fyrir upptöku annarrar myntar á næstu árum. Því er mikilvægt að tryggja trausta peningastefnu með þjóðhagsvarúðartækjum og ábyrgð í opinberum fjármálum á grundvelli fjármálareglna sem taka mið af þróun efnahagslífsins. Slíkt er grundvöllur góðrar hagstjórnar óháð fyrirkomulagi gengismála og peningastefnu. Almennt telja nefndarmenn að á næstu árum sé sjálfstæð peningastefna eini valkosturinn og trúverðug hagstjórn sem tekur mið af aðstæðum og hagsveiflum sé grundvallaratriði.“ Þetta er skýrt: Sjálfstæð peningastefna er eini kosturinn næstu árin og nauðsynlegt er að vinna innan þess ramma. Og undir þetta kvitta ASÍ, SA og fulltrúar allra stjórnmálaflokka. Nú hefur verið gert hlé á aðildarviðræðum við ESB. Ný og öflug ríkisstjórn hefur tekið við stjórnartaumunum og bætt hagstjórn er mjög ofarlega á verkefnalista hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
En ég vil vera vinur þinn vegna þess að það eru allt aðrar skuldbindingar sem fylgja vináttu annars vegar og hjónabandi hins vegar. Ég hef þessa skoðun varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ég er sannfærð um að hagsmunir Íslendinga séu best tryggðir utan Evrópusambandsins. Við höldum samt sem áður áfram að vera vinir, góðir vinir, enda erum við hluti af Evrópu og höfum yfirleitt átt mikil og góð samskipti við aðrar Evrópuþjóðir.Bæta þarf hagstjórnina Umræðan upp á síðkastið, sem snýr að aðild Íslands að Evrópusambandinu, snýst að stórum hluta um kosti þess að taka upp evru. Aðrir þættir eru látnir liggja á milli hluta í umræðunni. Lítið er rætt um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál, lýðræði og auðlindamál en það eru mjög mikilvægir málaflokkar sem ráða miklu um framþróun og framtíð Íslands. En vindum okkur yfir í gjaldmiðilsmálin. Sumir segja að við getum ekki afnumið verðtrygginguna og bætt hagstjórn landsins nema með því að taka upp annan gjaldmiðil, t.d. evru. Það er einfaldlega ekki rétt. Nýr gjaldmiðill einn og sér lagar ekki hagstjórnina, við þurfum sjálf að breyta henni til hins betra.Krónan okkar gjaldmiðill Samráðsnefnd um peningastefnu Íslands komst að þverpólitískri samhljóða niðurstöðu. Grípum niður í frétt fjármálaráðuneytisins frá 16. október 2010:„Að mati nefndarmanna er ekki hægt að gera ráð fyrir upptöku annarrar myntar á næstu árum. Því er mikilvægt að tryggja trausta peningastefnu með þjóðhagsvarúðartækjum og ábyrgð í opinberum fjármálum á grundvelli fjármálareglna sem taka mið af þróun efnahagslífsins. Slíkt er grundvöllur góðrar hagstjórnar óháð fyrirkomulagi gengismála og peningastefnu. Almennt telja nefndarmenn að á næstu árum sé sjálfstæð peningastefna eini valkosturinn og trúverðug hagstjórn sem tekur mið af aðstæðum og hagsveiflum sé grundvallaratriði.“ Þetta er skýrt: Sjálfstæð peningastefna er eini kosturinn næstu árin og nauðsynlegt er að vinna innan þess ramma. Og undir þetta kvitta ASÍ, SA og fulltrúar allra stjórnmálaflokka. Nú hefur verið gert hlé á aðildarviðræðum við ESB. Ný og öflug ríkisstjórn hefur tekið við stjórnartaumunum og bætt hagstjórn er mjög ofarlega á verkefnalista hennar.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar