Vignir Svavarsson átti frábæran leik í vörn Íslands gegn Norðmönnum. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í baki en þau virtust ekki há honum í fyrsta leik EM.
„Bakið var mjög gott í leiknum. Ég var svolítið þreyttur eftir leik en hef verið í meðhöndlun og er bara sprækur,“ sagði Vignir en hann er bjartsýnn á að bakið haldi.
„Ég hef ekki verið svona góður í bakinu í rúman mánuð. Ég missti tæpan mánuð úr vegna meiðslanna áður en ég kom heim, en sjúkraþjálfararnir hafa hjálpað mér mikið. Það er allt á réttu róli og vonandi er þetta að baki.“
Vignir býst við álíka miklum átökum gegn Ungverjum eins og gegn Norðmönnum.
„Þetta verða öðruvísi átök enda margir þyngri hjá þeim,“ segir Vignir, en hefur hann samið við Sverre félaga sinn um að hann reyni að klára næsta leik með sér en Sverre fékk rautt gegn Norðmönnum.
„Ég hef rætt það við hann að þetta gangi ekki. Ég er brjálaður," sagði Vignir léttur.
„Það eru annars allir jákvæðir og hafa mikla trú á verkefninu. Maður fann það strax gegn Noregi að allir voru til í að gefa allt sem þeir eiga. Ef við höldum því hugarfari erum við til alls líklegir."
Vignir: Hef ekki verið svona góður í bakinu í rúman mánuð
Henry Birgir Gunnasson í Álaborg skrifar

Mest lesið

Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn



Onana ekki með gegn Newcastle
Enski boltinn



Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn

