Flatari virðisaukaskatt Jón Steinsson skrifar 15. janúar 2014 06:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur boðað breytingar á virðisaukaskattskerfinu sem miða að því að hækka virðisaukaskatt á matvæli og aðrar vörur sem eru í lægsta skattþrepinu og lækka á móti hæsta skattþrepið. Bjarni talar einnig um að breikka skattstofninn – væntanlega með því að draga úr undanþágum – og einfalda kerfið. Ýmsir hafa mótmælt þessum fyrirætlunum. Mótmælin byggjast að mestu á því að hækkun matarskatts komi verr niður á lágtekjufólki þar sem matur vegur þyngra í heildarútgjöldum lágtekjufólks en þeirra sem hafa meira milli handanna. Vandinn við þessa röksemd er að lágur matarskattur er óhagkvæm leið til þess að bæta hag þeirra sem verst eru settir. Hækkun persónuafsláttarins eða lækkun lægri þrepa tekjuskattskerfisins eru hagkvæmari leiðir til þess að ná sama markmiði. Þeir sem bera hag lágtekjufólks fyrir brjósti eiga því ekki að mótmæla áformum Bjarna um að gera virðisaukaskattskerfið flatara. Þeir eiga þess í stað að þrýsta á hann að hækka persónuafsláttinn nægilega mikið til þess að tryggt sé að hagur lágtekjufólks versni ekki við breytingarnar.Sáralítill munur Neyslukönnun Hagstofunnar sýnir reyndar að sáralítill munur er á vægi þess varnings sem er í lægsta virðisaukaskattsþrepinu í neyslu mismunandi tekjuhópa. Vægi slíks varnings er 22,3% hjá þeim fjórðungi fólks sem hefur lægstar tekjur á meðan það er 21,4% að meðaltali. Tekjutilfærsluáhrif lágs matarskatts eru því hverfandi og hækkunin á persónuafslætti sem þyrfti til þess að vega upp þessi áhrif óveruleg. En af hverju er lágur matarskattur óhagkvæm leið til þess að bæta hag þeirra sem verst eru settir? Það er vegna þess að það er hagkvæmara að gera hluti beint en óbeint þegar kemur að sköttum. Ef tilgangurinn er að nota skattkerfið til þess að jafna tekjur er hagkvæmasta leiðin til þess að veita fólki beinan skattaafslátt (þ.e. hærri persónuafslátt) en ekki að reyna að gera það með því að lækka verðið á mat í samanburði við aðra vöru. Hátekjufólk eyðir mun fleiri krónum í mat en lágtekjufólk og fær því fleiri krónur í „skattafslátt“ en lágtekjufólk ef lágur matarskattur er notaður til þess að reyna að jafna tekjur fólks. Hátekjufólk fær vitaskuld líka persónuafslátt. En það fær þó einungis jafn margar krónur í persónuafslátt eins og lágtekjufólk. Persónuafsláttur er því hagkvæmari leið til þess að nota skattkerfið til tekjujöfnunar. Þessi rök eru ekki heimatilbúin af mér. Það var enginn annar en Joseph Stiglitz sem fyrstur sýndi fram á þessa niðurstöðu ásamt Anthony Atkinson í frægri grein árið 1976. Já, en hvað með þá sem eru með allra lægstu tekjurnar og greiða því nú þegar engan skatt? Hærri persónuafsláttur gagnast því fólki ekki en hærri matarskattur myndi skerða kjör þess. Mikið rétt. Gera þyrfti sérstakar ráðstafanir til þess að bæta upp þessa breytingu þegar kemur að þeim allra verst settu. Það mætti gera með því að hækka bætur eða með því að greiða fólki út ónýttan persónuafslátt (hugmynd sem Milton Friedman talaði fyrir á sínum tíma).Skattar á mat hækkaðir En myndi hækkun matarskattsins ekki hækka vísitölu neysluverðs og þannig hækka verðtryggð húsnæðislán? Nei! Minn skilningur á hugmyndum Bjarna er að þær muni ekki hafa nein nettó áhrifa á skatttekjur. Skattar á mat verða hækkaðir. En skattar á aðrar vörur lækkaðir. Heildaráhrifin á vísitölu neysluverðs ættu því að vera engin. Á Íslandi er nokkuð almenn pólitísk samstaða um að ríkið eigi að reka viðamikið velferðarkerfi. Slíkt velferðarkerfi er dýrt og það er aðalástæða þess að skattar eru háir á Íslandi. En einmitt vegna þess hvað skattar eru háir á Íslandi er sérstaklega mikilvægt að þeir skattar sem lagðir eru á valdi ekki meiri óhagkvæmni en þörf krefur. Með öðrum orðum, það er sérstaklega mikilvægt að skattkerfið sé þó eins hagkvæmt og unnt er. Lágur virðisaukaskattur á matvæli er úrelt hugmynd sem veldur óþarfa óhagkvæmni í skattkerfinu. Í hagkvæmu skattkerfi er virðisaukaskattur flatur og markmiðum um tekjutilfærslu er náð með persónuafslætti og þrepaskiptu tekjuskattskerfi. Ég óska Bjarna Benediktssyni góðs gengis við að hrinda í framkvæmd þeim breytingum á virðisaukaskattskerfinu sem hann boðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur boðað breytingar á virðisaukaskattskerfinu sem miða að því að hækka virðisaukaskatt á matvæli og aðrar vörur sem eru í lægsta skattþrepinu og lækka á móti hæsta skattþrepið. Bjarni talar einnig um að breikka skattstofninn – væntanlega með því að draga úr undanþágum – og einfalda kerfið. Ýmsir hafa mótmælt þessum fyrirætlunum. Mótmælin byggjast að mestu á því að hækkun matarskatts komi verr niður á lágtekjufólki þar sem matur vegur þyngra í heildarútgjöldum lágtekjufólks en þeirra sem hafa meira milli handanna. Vandinn við þessa röksemd er að lágur matarskattur er óhagkvæm leið til þess að bæta hag þeirra sem verst eru settir. Hækkun persónuafsláttarins eða lækkun lægri þrepa tekjuskattskerfisins eru hagkvæmari leiðir til þess að ná sama markmiði. Þeir sem bera hag lágtekjufólks fyrir brjósti eiga því ekki að mótmæla áformum Bjarna um að gera virðisaukaskattskerfið flatara. Þeir eiga þess í stað að þrýsta á hann að hækka persónuafsláttinn nægilega mikið til þess að tryggt sé að hagur lágtekjufólks versni ekki við breytingarnar.Sáralítill munur Neyslukönnun Hagstofunnar sýnir reyndar að sáralítill munur er á vægi þess varnings sem er í lægsta virðisaukaskattsþrepinu í neyslu mismunandi tekjuhópa. Vægi slíks varnings er 22,3% hjá þeim fjórðungi fólks sem hefur lægstar tekjur á meðan það er 21,4% að meðaltali. Tekjutilfærsluáhrif lágs matarskatts eru því hverfandi og hækkunin á persónuafslætti sem þyrfti til þess að vega upp þessi áhrif óveruleg. En af hverju er lágur matarskattur óhagkvæm leið til þess að bæta hag þeirra sem verst eru settir? Það er vegna þess að það er hagkvæmara að gera hluti beint en óbeint þegar kemur að sköttum. Ef tilgangurinn er að nota skattkerfið til þess að jafna tekjur er hagkvæmasta leiðin til þess að veita fólki beinan skattaafslátt (þ.e. hærri persónuafslátt) en ekki að reyna að gera það með því að lækka verðið á mat í samanburði við aðra vöru. Hátekjufólk eyðir mun fleiri krónum í mat en lágtekjufólk og fær því fleiri krónur í „skattafslátt“ en lágtekjufólk ef lágur matarskattur er notaður til þess að reyna að jafna tekjur fólks. Hátekjufólk fær vitaskuld líka persónuafslátt. En það fær þó einungis jafn margar krónur í persónuafslátt eins og lágtekjufólk. Persónuafsláttur er því hagkvæmari leið til þess að nota skattkerfið til tekjujöfnunar. Þessi rök eru ekki heimatilbúin af mér. Það var enginn annar en Joseph Stiglitz sem fyrstur sýndi fram á þessa niðurstöðu ásamt Anthony Atkinson í frægri grein árið 1976. Já, en hvað með þá sem eru með allra lægstu tekjurnar og greiða því nú þegar engan skatt? Hærri persónuafsláttur gagnast því fólki ekki en hærri matarskattur myndi skerða kjör þess. Mikið rétt. Gera þyrfti sérstakar ráðstafanir til þess að bæta upp þessa breytingu þegar kemur að þeim allra verst settu. Það mætti gera með því að hækka bætur eða með því að greiða fólki út ónýttan persónuafslátt (hugmynd sem Milton Friedman talaði fyrir á sínum tíma).Skattar á mat hækkaðir En myndi hækkun matarskattsins ekki hækka vísitölu neysluverðs og þannig hækka verðtryggð húsnæðislán? Nei! Minn skilningur á hugmyndum Bjarna er að þær muni ekki hafa nein nettó áhrifa á skatttekjur. Skattar á mat verða hækkaðir. En skattar á aðrar vörur lækkaðir. Heildaráhrifin á vísitölu neysluverðs ættu því að vera engin. Á Íslandi er nokkuð almenn pólitísk samstaða um að ríkið eigi að reka viðamikið velferðarkerfi. Slíkt velferðarkerfi er dýrt og það er aðalástæða þess að skattar eru háir á Íslandi. En einmitt vegna þess hvað skattar eru háir á Íslandi er sérstaklega mikilvægt að þeir skattar sem lagðir eru á valdi ekki meiri óhagkvæmni en þörf krefur. Með öðrum orðum, það er sérstaklega mikilvægt að skattkerfið sé þó eins hagkvæmt og unnt er. Lágur virðisaukaskattur á matvæli er úrelt hugmynd sem veldur óþarfa óhagkvæmni í skattkerfinu. Í hagkvæmu skattkerfi er virðisaukaskattur flatur og markmiðum um tekjutilfærslu er náð með persónuafslætti og þrepaskiptu tekjuskattskerfi. Ég óska Bjarna Benediktssyni góðs gengis við að hrinda í framkvæmd þeim breytingum á virðisaukaskattskerfinu sem hann boðar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun