Aron: Við ætlum að reyna að vinna þennan leik Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 16. janúar 2014 08:00 Strákarnir okkar tóku daginn snemma í gær. Mættu á létta æfingu til þess að ná úr sér mesta hrollinum eftir Ungverjaleikinn. Þeir sem lítið spiluðu í þeim leik fengu aðeins að taka á því. Aðrir tóku því létt en nokkrir leikmenn gátu ekki æft vegna meiðsla. „Þetta snýst um endurheimt milli leikja og halda þeim sem minna spila á tánum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson. Hann þarf að halda áfram að púsla liðinu saman. Aron Pálmarsson og Arnór Atlason eru meiddir og geta ekki æft frekar en Þórir Ólafsson og Vignir Svavarsson. „Við vissum áður en við lögðum af stað hingað að það væru nokkrir menn laskaðir og að það þyrfti lítið að koma fyrir því þetta eru erfiðir leikir sem við erum að spila. Það þurfa allir í hópnum að vera klárir og við höfum engin efni á að bíða með skiptingar. Arnór hélt að hann myndi ekki geta spilað gegn Ungverjum og því tókum við Ólaf Guðmundsson inn. Hann gat það svo á endanum.“Arnór kominn til Álaborgar Arnór Þór Gunnarsson var kallaður til Álaborgar í gær vegna meiðsla Þóris Ólafssonar. Þegar þetta er skrifað var ekki ljóst hvort Arnór kæmi inn í hópinn eða hvort reynt yrði að láta Þóri spila gegn Spáni í kvöld. „Ef Þórir getur ekki spilað þá verður Arnór að koma inn,“ sagði Aron en Ísland hafði frest þar til í morgun með að tilkynna breytingar á hópnum. Ef Arnór kemur inn þá kveður Þórir og fer heim til sín. Leikurinn við heimsmeistara Spánverja í kvöld er í raun fyrsti leikur í milliriðli hjá báðum liðum. Það lið sem vinnur leikinn fer með tvo aukapunkta inn í milliriðilinn enda eru báðar þjóðir búnar að tryggja sig þar inn. „Við ætlum að reyna að vinna þennan leik enda úrslitaleikur um sigur í riðlinum. Spánverjar eru auðvitað með mjög gott lið en það er samt alltaf möguleiki. Þeir eru með virkilega sterkt varnarlið og eru stórhættulegir í hraðaupphlaupum. Við verðum því að vera þolinmóðir í sókninni og agaðir í okkar leik.“Aron Kristjánsson þarf að finna leiðir til að stoppa heimsmeistara Spánverja í kvöld.Mynd/DaníelNorðmenn stríddu Spánverjum Spánverjar sýndu gegn Noregi á þriðjudag að liðið getur misstigið sig. Þeir lentu í miklu basli með spræka Norðmenn en mörðu sigur að lokum í hörkuleik. Þeir búa aftur á móti yfir mikilli breidd og geta leyft sér að skipta mikið án þess að það komi nokkuð niður á leik liðsins. „Markvörður Norðmanna átti stórleik og við þurfum eitthvað slíkt til þess að vinna. Það er vel hægt að vinna þetta lið og við munum því spila til sigurs. Það verður svo að koma í ljós hvort það dugar til.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 17.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2014 karla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Sjá meira
Strákarnir okkar tóku daginn snemma í gær. Mættu á létta æfingu til þess að ná úr sér mesta hrollinum eftir Ungverjaleikinn. Þeir sem lítið spiluðu í þeim leik fengu aðeins að taka á því. Aðrir tóku því létt en nokkrir leikmenn gátu ekki æft vegna meiðsla. „Þetta snýst um endurheimt milli leikja og halda þeim sem minna spila á tánum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson. Hann þarf að halda áfram að púsla liðinu saman. Aron Pálmarsson og Arnór Atlason eru meiddir og geta ekki æft frekar en Þórir Ólafsson og Vignir Svavarsson. „Við vissum áður en við lögðum af stað hingað að það væru nokkrir menn laskaðir og að það þyrfti lítið að koma fyrir því þetta eru erfiðir leikir sem við erum að spila. Það þurfa allir í hópnum að vera klárir og við höfum engin efni á að bíða með skiptingar. Arnór hélt að hann myndi ekki geta spilað gegn Ungverjum og því tókum við Ólaf Guðmundsson inn. Hann gat það svo á endanum.“Arnór kominn til Álaborgar Arnór Þór Gunnarsson var kallaður til Álaborgar í gær vegna meiðsla Þóris Ólafssonar. Þegar þetta er skrifað var ekki ljóst hvort Arnór kæmi inn í hópinn eða hvort reynt yrði að láta Þóri spila gegn Spáni í kvöld. „Ef Þórir getur ekki spilað þá verður Arnór að koma inn,“ sagði Aron en Ísland hafði frest þar til í morgun með að tilkynna breytingar á hópnum. Ef Arnór kemur inn þá kveður Þórir og fer heim til sín. Leikurinn við heimsmeistara Spánverja í kvöld er í raun fyrsti leikur í milliriðli hjá báðum liðum. Það lið sem vinnur leikinn fer með tvo aukapunkta inn í milliriðilinn enda eru báðar þjóðir búnar að tryggja sig þar inn. „Við ætlum að reyna að vinna þennan leik enda úrslitaleikur um sigur í riðlinum. Spánverjar eru auðvitað með mjög gott lið en það er samt alltaf möguleiki. Þeir eru með virkilega sterkt varnarlið og eru stórhættulegir í hraðaupphlaupum. Við verðum því að vera þolinmóðir í sókninni og agaðir í okkar leik.“Aron Kristjánsson þarf að finna leiðir til að stoppa heimsmeistara Spánverja í kvöld.Mynd/DaníelNorðmenn stríddu Spánverjum Spánverjar sýndu gegn Noregi á þriðjudag að liðið getur misstigið sig. Þeir lentu í miklu basli með spræka Norðmenn en mörðu sigur að lokum í hörkuleik. Þeir búa aftur á móti yfir mikilli breidd og geta leyft sér að skipta mikið án þess að það komi nokkuð niður á leik liðsins. „Markvörður Norðmanna átti stórleik og við þurfum eitthvað slíkt til þess að vinna. Það er vel hægt að vinna þetta lið og við munum því spila til sigurs. Það verður svo að koma í ljós hvort það dugar til.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 17.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2014 karla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Sjá meira