Af vondu réttlæti Árni Páll Árnason skrifar 22. janúar 2014 06:00 Um leið og skuldaniðurfellingarhugmyndirnar voru kynntar í Hörpu, kallaði ég eftir skýringum frá ríkisstjórninni um áhrif niðurfellinganna. Hversu stór hluti niðurfellingarinnar lendir hjá þeim sem skulda mikið og hversu stór hjá þeim sem skulda lítið sem ekkert? Hversu margir af þeim sem skulda mikið og eru í vanda þess vegna komast út úr vanda með aðgerðinni og hversu margir verða áfram í vanda? Hversu stór hluti lendir hjá þeim sem eru á svo háum tekjum að húsnæðiskostnaður er lítill hluti ráðstöfunartekna? Hversu margir af þeim sem skulda mest eru á háum tekjum? Ríkisstjórnin fékk einn og hálfan mánuð til að svara þessum spurningum og skilaði auðu. Forsætisráðherra sagði ekkert vitað um þessa þætti og engar upplýsingar liggja fyrir um þetta. Það er með ólíkindum að ríkisstjórnin ráði ekki við að svara svo einföldum spurningum um áhrif sinna helstu aðgerða. Upplýsingar sem gera mögulegt að áætla þessa þætti eru aðgengilegar í skattkerfinu eða má ráða af fyrri rannsóknum. Við í Samfylkingunni studdum álagningu bankaskatts fyrir jól og teljum ástæðu til að verja þeim 80 milljörðum sem gert er ráð fyrir að hann skili til að taka á vanda skuldsettra heimila og bæta raunverulegan forsendubrest. Þess vegna höfum við lagt fram ítarlegar tillögur um að mæta þeim hópum sem keyptu á versta tíma og sitja uppi með tjón sem enn er óbætt. Tillögur ríkisstjórnarinnar munu ekki bæta forsendubrestinn. Allur sá fjöldi fólks sem upplifði að lán hækkuðu meira en sem nam verðhækkun húsnæðis mun áfram sitja uppi með sitt tjón óbætt að hluta eða að öllu leyti. Fólkið sem var í mestum skuldavanda mun lítið sem ekkert fá, því allar aðgerðir fyrri ríkisstjórnar verða dregnar frá því sem fólk fær nú. Gríðarlegar fjárhæðir fara til fólks sem ekki hefur orðið fyrir neinu tjóni og jafnvel hagnast á þróun undanfarinna ára. Sannast nú hið fornkveðna: Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Um leið og skuldaniðurfellingarhugmyndirnar voru kynntar í Hörpu, kallaði ég eftir skýringum frá ríkisstjórninni um áhrif niðurfellinganna. Hversu stór hluti niðurfellingarinnar lendir hjá þeim sem skulda mikið og hversu stór hjá þeim sem skulda lítið sem ekkert? Hversu margir af þeim sem skulda mikið og eru í vanda þess vegna komast út úr vanda með aðgerðinni og hversu margir verða áfram í vanda? Hversu stór hluti lendir hjá þeim sem eru á svo háum tekjum að húsnæðiskostnaður er lítill hluti ráðstöfunartekna? Hversu margir af þeim sem skulda mest eru á háum tekjum? Ríkisstjórnin fékk einn og hálfan mánuð til að svara þessum spurningum og skilaði auðu. Forsætisráðherra sagði ekkert vitað um þessa þætti og engar upplýsingar liggja fyrir um þetta. Það er með ólíkindum að ríkisstjórnin ráði ekki við að svara svo einföldum spurningum um áhrif sinna helstu aðgerða. Upplýsingar sem gera mögulegt að áætla þessa þætti eru aðgengilegar í skattkerfinu eða má ráða af fyrri rannsóknum. Við í Samfylkingunni studdum álagningu bankaskatts fyrir jól og teljum ástæðu til að verja þeim 80 milljörðum sem gert er ráð fyrir að hann skili til að taka á vanda skuldsettra heimila og bæta raunverulegan forsendubrest. Þess vegna höfum við lagt fram ítarlegar tillögur um að mæta þeim hópum sem keyptu á versta tíma og sitja uppi með tjón sem enn er óbætt. Tillögur ríkisstjórnarinnar munu ekki bæta forsendubrestinn. Allur sá fjöldi fólks sem upplifði að lán hækkuðu meira en sem nam verðhækkun húsnæðis mun áfram sitja uppi með sitt tjón óbætt að hluta eða að öllu leyti. Fólkið sem var í mestum skuldavanda mun lítið sem ekkert fá, því allar aðgerðir fyrri ríkisstjórnar verða dregnar frá því sem fólk fær nú. Gríðarlegar fjárhæðir fara til fólks sem ekki hefur orðið fyrir neinu tjóni og jafnvel hagnast á þróun undanfarinna ára. Sannast nú hið fornkveðna: Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun