Hér hef ég eignast vini fyrir lífstíð Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 24. janúar 2014 08:00 Ingibjörg Ragnarsdóttir er hér með landsliðsmanninum Kára Kristjánssyni á einni æfingu íslenska liðsins á EM í Danmörku. Fréttablaðið/Daníel „Mitt fyrsta mót með liðinu var árið 2001 í Frakklandi. Ég hef verið með á öllum mótum síðan nema á Ólympíuleikunum í London,“ segir Ingibjörg Ragnarsdóttir sjúkranuddari en hún er ein af fólkinu á bak við tjöldin hjá íslenska handboltalandsliðinu. Eftir mörg mót hefur hún ákveðið að segja skilið við liðið og EM í Danmörku er hennar síðasta mót með landsliðinu. Ingibjörg, eða Inga eins og hún er kölluð, hefur fengið það öfundsverða hlutverk að nudda strákana okkar á stórmótum og síðan sinnt mörgu öðru. Séð um búningana og margt annað enda í mörg horn að líta á þessum ferðum. „Ég var að vinna með KA á Akureyri og flutti síðan suður. Einar [Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ] hafði samband við mig er ég var að flytja suður. Hann hélt að það væri kannski hægt að nýta krafta þessar norðlensku kellu,“ segir Inga og hlær við. Hún mun halda áfram að vinna með liðinu í næstu verkefnum og verður síðan eflaust eitthvað með puttana í þessu áfram þó svo hún fari ekki aftur með liðinu á stórmót. „Ég byrjaði í sjúkranuddinu og liðsstjórninni. Síðan vatt það upp á sig og ég komin í allt saman. Á spjaldinu mínu á þessu móti stendur að ég sé „manager“. Það nær ágætlega yfir það sem ég er að gera.“ Mótin sem Inga hefur farið á með liðinu eru mörg og hefur hún gengið í gegnum súrt og sætt með strákunum. Hvaða mót stendur samt upp úr? „Hvert mót hefur sinn sjarma. Mörg mót hafa verið mjög skemmtileg eins og í Austurríki þar sem liðinu gekk mjög vel. Auðvitað stendur samt Peking upp úr. Silfrið, Ólympíuleikar og allt það. Ég gæti samt ekki bent á eitthvert mót sem var hörmung. Ég sé eitthvað jákvætt út úr öllu,“ segir Inga en hún sér alls ekki eftir tímanum sem hefur farið í þessa vinnu. „Þetta er búinn að vera yndislegur tími. Þvílík forréttindi að fá að starfa í þessum hópi og með þessu frábæra fólki. Hérna er maður að eignast vini fyrir lífstíð og ég er mjög sátt við þennan tíma. Ég hef aldrei nokkurn tíma séð eftir því að hafa ákveðið að taka þátt í þessu.“ Inga hefur ákveðið að fara síðar á stórmót sem áhorfandi og hvetja liðið áfram úr stúkunni. Hún mun þó fylgjast með úr sófanum heima ef strákarnir fara á HM í Katar að ári. „Ég held mér muni líða vel að fylgjast með úr sófanum þó svo það verði skrítið. Ég er búin að taka þessa ákvörðun og er sátt við hana. Maður á að hætta meðan það er enn gaman. Ég er að láta hjartað ráða. Auðvitað á ég eftir að sakna alls en það tekur annað við. Ég mun ekki alveg hverfa og verð með annan fótinn niðri á HSÍ. Þeir losna ekkert við mig,“ sagði Inga og hló dátt. Hún segir enga eina minningu standa upp úr á þessum tímamótum. „Samt alltaf þegar þjóðsöngurinn er leikinn og ég stend á gólfinu með strákunum þá fyllist ég þvílíku þjóðarstolti. Það eru öll þessi litlu atvik og allar þessar minningar sem standa upp úr eftir þennan tíma. Þetta hefur verið æðislegt. Nú er ég orðin amma og vil fara að einbeita mér að öðru.“ EM 2014 karla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Sjá meira
„Mitt fyrsta mót með liðinu var árið 2001 í Frakklandi. Ég hef verið með á öllum mótum síðan nema á Ólympíuleikunum í London,“ segir Ingibjörg Ragnarsdóttir sjúkranuddari en hún er ein af fólkinu á bak við tjöldin hjá íslenska handboltalandsliðinu. Eftir mörg mót hefur hún ákveðið að segja skilið við liðið og EM í Danmörku er hennar síðasta mót með landsliðinu. Ingibjörg, eða Inga eins og hún er kölluð, hefur fengið það öfundsverða hlutverk að nudda strákana okkar á stórmótum og síðan sinnt mörgu öðru. Séð um búningana og margt annað enda í mörg horn að líta á þessum ferðum. „Ég var að vinna með KA á Akureyri og flutti síðan suður. Einar [Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ] hafði samband við mig er ég var að flytja suður. Hann hélt að það væri kannski hægt að nýta krafta þessar norðlensku kellu,“ segir Inga og hlær við. Hún mun halda áfram að vinna með liðinu í næstu verkefnum og verður síðan eflaust eitthvað með puttana í þessu áfram þó svo hún fari ekki aftur með liðinu á stórmót. „Ég byrjaði í sjúkranuddinu og liðsstjórninni. Síðan vatt það upp á sig og ég komin í allt saman. Á spjaldinu mínu á þessu móti stendur að ég sé „manager“. Það nær ágætlega yfir það sem ég er að gera.“ Mótin sem Inga hefur farið á með liðinu eru mörg og hefur hún gengið í gegnum súrt og sætt með strákunum. Hvaða mót stendur samt upp úr? „Hvert mót hefur sinn sjarma. Mörg mót hafa verið mjög skemmtileg eins og í Austurríki þar sem liðinu gekk mjög vel. Auðvitað stendur samt Peking upp úr. Silfrið, Ólympíuleikar og allt það. Ég gæti samt ekki bent á eitthvert mót sem var hörmung. Ég sé eitthvað jákvætt út úr öllu,“ segir Inga en hún sér alls ekki eftir tímanum sem hefur farið í þessa vinnu. „Þetta er búinn að vera yndislegur tími. Þvílík forréttindi að fá að starfa í þessum hópi og með þessu frábæra fólki. Hérna er maður að eignast vini fyrir lífstíð og ég er mjög sátt við þennan tíma. Ég hef aldrei nokkurn tíma séð eftir því að hafa ákveðið að taka þátt í þessu.“ Inga hefur ákveðið að fara síðar á stórmót sem áhorfandi og hvetja liðið áfram úr stúkunni. Hún mun þó fylgjast með úr sófanum heima ef strákarnir fara á HM í Katar að ári. „Ég held mér muni líða vel að fylgjast með úr sófanum þó svo það verði skrítið. Ég er búin að taka þessa ákvörðun og er sátt við hana. Maður á að hætta meðan það er enn gaman. Ég er að láta hjartað ráða. Auðvitað á ég eftir að sakna alls en það tekur annað við. Ég mun ekki alveg hverfa og verð með annan fótinn niðri á HSÍ. Þeir losna ekkert við mig,“ sagði Inga og hló dátt. Hún segir enga eina minningu standa upp úr á þessum tímamótum. „Samt alltaf þegar þjóðsöngurinn er leikinn og ég stend á gólfinu með strákunum þá fyllist ég þvílíku þjóðarstolti. Það eru öll þessi litlu atvik og allar þessar minningar sem standa upp úr eftir þennan tíma. Þetta hefur verið æðislegt. Nú er ég orðin amma og vil fara að einbeita mér að öðru.“
EM 2014 karla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Sjá meira