Lífsgæði fyrir alla Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 24. janúar 2014 06:00 Lífsgæði borgarbúa eru mér mjög hugleikin, lífsgæði allra en ekki síst þeirra sem glíma við einhvers konar áskoranir í lífinu. Áskoranir tengdar öldrun, einelti, ofbeldi, langvinnum veikindum, erfiðum sjúkdómum, fötlunum og hvers kyns óvæntum áföllum. Ef eitthvað er að hjá barninu þínu eða einhverjum nákomnum ættingja þá er eitthvað að hjá allri fjölskyldunni og allt nærumhverfið líður fyrir bragðið. Því lengur sem fólk er án stuðnings eða þjónustu við hæfi, því minni lífsgæði hjá allri fjölskyldunni. Það er því mikilvægt fyrir okkur borgarbúa alla að þjónusta borgarinnar sé aðgengileg, einstaklingsmiðuð, vingjarnleg og hún virki vel og hratt. Ég vil að við borgarbúar getum litið á þjónustumiðstöðvar borgarinnar eins og traustan vin í hverfinu sem allir geta leitað til þegar eitthvað bjátar á og fengið ráð, styrk og hjálp. Það þarf að hlúa að þjónustumiðstöðvum borgarinnar og gera þær enn öflugri. Þannig geta þær stutt enn betur við íbúa hverfanna og það góða starf sem meðal annars fer fram í þessum efnum, í leikskólum, grunnskólum og á þjónustustofnunum fatlaðra og aldraðra. Það er ekki síður mikilvægt að innviðir borgarinnar séu byggðir upp í samræmi við mismunandi þarfir fólks. Fatlað fólk eða aldraðir eiga t.d. að geta búið nánast hvar sem er, ferðast um borgina og nýtt sér þjónustu hennar eins og aðrir án teljandi sérlausna eins og skuldbindingar okkar í mannréttindamálum kveða á um. Nýsamþykkt byggingareglugerð felur í sér mikið framfaraskref í þessum efnum og mun stórauka lífsgæði borgarbúa allra. Ég vil vinna að bættum lífsgæðum allra borgarbúa og standa vörð um mikilvæg gildi jöfnuðar, samhjálpar og réttlætis í borgarstjórn Reykjavíkur. Því býð ég mig fram í flokksvali Samfylkingarinnar sem haldið verður 7. til 8. febrúar og óska eftir stuðningi í 3. til 4. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Sjá meira
Lífsgæði borgarbúa eru mér mjög hugleikin, lífsgæði allra en ekki síst þeirra sem glíma við einhvers konar áskoranir í lífinu. Áskoranir tengdar öldrun, einelti, ofbeldi, langvinnum veikindum, erfiðum sjúkdómum, fötlunum og hvers kyns óvæntum áföllum. Ef eitthvað er að hjá barninu þínu eða einhverjum nákomnum ættingja þá er eitthvað að hjá allri fjölskyldunni og allt nærumhverfið líður fyrir bragðið. Því lengur sem fólk er án stuðnings eða þjónustu við hæfi, því minni lífsgæði hjá allri fjölskyldunni. Það er því mikilvægt fyrir okkur borgarbúa alla að þjónusta borgarinnar sé aðgengileg, einstaklingsmiðuð, vingjarnleg og hún virki vel og hratt. Ég vil að við borgarbúar getum litið á þjónustumiðstöðvar borgarinnar eins og traustan vin í hverfinu sem allir geta leitað til þegar eitthvað bjátar á og fengið ráð, styrk og hjálp. Það þarf að hlúa að þjónustumiðstöðvum borgarinnar og gera þær enn öflugri. Þannig geta þær stutt enn betur við íbúa hverfanna og það góða starf sem meðal annars fer fram í þessum efnum, í leikskólum, grunnskólum og á þjónustustofnunum fatlaðra og aldraðra. Það er ekki síður mikilvægt að innviðir borgarinnar séu byggðir upp í samræmi við mismunandi þarfir fólks. Fatlað fólk eða aldraðir eiga t.d. að geta búið nánast hvar sem er, ferðast um borgina og nýtt sér þjónustu hennar eins og aðrir án teljandi sérlausna eins og skuldbindingar okkar í mannréttindamálum kveða á um. Nýsamþykkt byggingareglugerð felur í sér mikið framfaraskref í þessum efnum og mun stórauka lífsgæði borgarbúa allra. Ég vil vinna að bættum lífsgæðum allra borgarbúa og standa vörð um mikilvæg gildi jöfnuðar, samhjálpar og réttlætis í borgarstjórn Reykjavíkur. Því býð ég mig fram í flokksvali Samfylkingarinnar sem haldið verður 7. til 8. febrúar og óska eftir stuðningi í 3. til 4. sæti.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar