Hinir eitruðu kokkteilar Sighvatur Björgvinsson skrifar 30. janúar 2014 06:00 Nefnd forsætisráðherra um afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum hefur skilað áliti. Í áliti sínu kemst nefndin svo að orði – í endursögn fjölmiðla – að innleiðing 40 ára verðtryggðra húsnæðislána hafi verið „eitraður kokkteill“. Rannsóknarnefnd Alþingis sem falið var að rannsaka hrunið og leita uppi hvað einna verst hafi verið gert í aðdraganda þess komst m.a. að þeirri niðurstöðu, að innleiðing 90% húsnæðislána hafi verið alvarleg mistök sem valdið hafi innistæðulausri verðhækkun íbúðarhúsnæðis og orðið til þess að fjölmargir hafi skuldsett sig langt umfram greiðslugetu – 16 þúsund fjölskyldur fyrir hrun! Ekki síður „eitraður kokkteill“ það. Framsóknarflokkurinn taldi fyrir kosningar – og telur enn – verðtrygginguna ein alvarlegustu mistök sem gerð hafi verið í meðferð efnahagsmála á Íslandi – mistök, sem átt hafi drjúgan þátt í linnulitlum verðbólguskotum, forsendubresti og hruni fjármála fjölmargra fjölskyldna. Enn einn „eitraður kokkteillinn“.Hver blandaði? Nú skulum við skoða aðeins tilurð allra þessara göróttu drykkja sem að sögn nýja Framsóknarflokksins hefur verið neytt ofan í þjóðina. Hverjir voru barþjónarnir, sem eitruðu kokkteilana blönduðu?Steingrímur Steinþórsson Verðtryggð opinber lán til húsnæðisöflunar voru fyrst í lög leidd árið 1955. Það gerði þáverandi félagsmálaráðherra Framóknarflokksins, Steingrímur Steinþórson. Þó óverðtryggð lán hafi jafnframt verið í boði urðu verðtryggðu húsnæðislánin ráðandi allt frá árinu 1955. Fólk taldi það hagstæðara. Þessa gjörð telur nýi Framsóknarflokkurinn að tafarlaust beri nú að afnema. Þetta var sem sé „eitraður kokkteill“.Ólafur Jóhannesson Lög um almenna verðtryggingu fjárskuldbindinga voru sett árið 1979. Það eru einu lögin í öllu lagasafninu sem kennd eru við forsætisráðherrann, sem beitti sér fyrir setningu þeirra. Lögin hétu – og heita enn – Ólafslög. Forsætisráðherrann sem hafði frumkvæði að setningu þeirra laga hét Ólafur Jóhannesson. Hann var formaður Framsóknarflokksins. Nú segir arftaki hans í sæti flokksformannsins að þessi verknaður forverans sé skaðvænleg mistök sem verði að afnema hið fyrsta. Einu lögin, sem skírð hafa verið eftir forvera hans, verði að hverfa úr íslenska lagasafninu. Svo „eitraður kokkteill“ séu þau.Alexander Stefánsson Að tilhlutan Alexanders Stefánssonar, félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins, voru verðtryggð opinber lán til húsnæðisöflunar lengd úr 31 ári í 40 ár með lögum nr. 54 þann 7. maí 1986. Það gerði Alexander sannfærður um að með því væri hann að ganga til móts við þá, sem erfiðast áttu á húsnæðismarkaðnum; Sigtúnshópinn svonefnda; sem þá upplifði það, sem síðar var endurskírt af þeim Framsóknarfrostum og kallað „forsendubrestur“. Nú segir sami flokkur, nýi Framsóknarflokkurinn, að þar hafi fólki verið byrlaður „eitraður kokkteill“.Árni Magnússon 90% lánin sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi bera einna mesta sökina á húsnæðisbólunni og skelfilegum afleiðingum hennar á fjárhag íslenskra fjölskyldna og á efnahag þjóðarheildarinnar voru sett af félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins eftir kosningaloforð hans og stutt af Sjálfstæðisflokknum „gegn betri vitund“ að sögn þáverandi formanns þess flokks, Geirs Haarde. Sá eitraði kokkteill var sum sé líka blandaður af barþjóni sama flokks og eftir uppskrift sem hann hafði einkarétt á.Páll Pétursson 40 ára verðtryggðu húsnæðislánin voru ítrekuð í lögum árið 1998 jafnframt því sem lögin um Verkamannabústaði voru afnumin. Þetta gerði þáverandi félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins, Páll Pétursson. Nú telur Eygló Harðardóttir, arftaki Páls, að nauðsynlegt sé að endurvekja kerfi til aðstoðar við tekjulágt fólk – kerfið, sem Páll lagði niður. Þann 19. maí árið 1998 sagði Páll: „Ég hef engar áhyggjur af því að þetta komi í hausinn á mér í næstu kosningum.“ Enda fór ekki svo. Þetta kemur bara í hausinn á konunni hans, formanni þingflokks nýrra Framsóknarmanna, núna – 16 árum seinna.Hvílík örlög! Hvílík örlög eins flokks að helstu viðfangsefni hans séu að reyna að hella niður öllum þeim „eitruðu kokkteilum”, sem sami flokkur ýmist að eigin sögn eða að sögn ráðgjafa hans á að hafa byrlað þjóðinni í fersku minni arftakanna. Og hvað um þá kokkteila sem flokkurinn er að blanda núna. Er óhætt að bergja þar af? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn aftur að gerast ábyrgur fyrir gæðunum – eins og þegar síðasti „eitraði kokkteill“ var blandaður. Og þá aftur gegn betri vitund!?! Hvílík örlög! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Nefnd forsætisráðherra um afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum hefur skilað áliti. Í áliti sínu kemst nefndin svo að orði – í endursögn fjölmiðla – að innleiðing 40 ára verðtryggðra húsnæðislána hafi verið „eitraður kokkteill“. Rannsóknarnefnd Alþingis sem falið var að rannsaka hrunið og leita uppi hvað einna verst hafi verið gert í aðdraganda þess komst m.a. að þeirri niðurstöðu, að innleiðing 90% húsnæðislána hafi verið alvarleg mistök sem valdið hafi innistæðulausri verðhækkun íbúðarhúsnæðis og orðið til þess að fjölmargir hafi skuldsett sig langt umfram greiðslugetu – 16 þúsund fjölskyldur fyrir hrun! Ekki síður „eitraður kokkteill“ það. Framsóknarflokkurinn taldi fyrir kosningar – og telur enn – verðtrygginguna ein alvarlegustu mistök sem gerð hafi verið í meðferð efnahagsmála á Íslandi – mistök, sem átt hafi drjúgan þátt í linnulitlum verðbólguskotum, forsendubresti og hruni fjármála fjölmargra fjölskyldna. Enn einn „eitraður kokkteillinn“.Hver blandaði? Nú skulum við skoða aðeins tilurð allra þessara göróttu drykkja sem að sögn nýja Framsóknarflokksins hefur verið neytt ofan í þjóðina. Hverjir voru barþjónarnir, sem eitruðu kokkteilana blönduðu?Steingrímur Steinþórsson Verðtryggð opinber lán til húsnæðisöflunar voru fyrst í lög leidd árið 1955. Það gerði þáverandi félagsmálaráðherra Framóknarflokksins, Steingrímur Steinþórson. Þó óverðtryggð lán hafi jafnframt verið í boði urðu verðtryggðu húsnæðislánin ráðandi allt frá árinu 1955. Fólk taldi það hagstæðara. Þessa gjörð telur nýi Framsóknarflokkurinn að tafarlaust beri nú að afnema. Þetta var sem sé „eitraður kokkteill“.Ólafur Jóhannesson Lög um almenna verðtryggingu fjárskuldbindinga voru sett árið 1979. Það eru einu lögin í öllu lagasafninu sem kennd eru við forsætisráðherrann, sem beitti sér fyrir setningu þeirra. Lögin hétu – og heita enn – Ólafslög. Forsætisráðherrann sem hafði frumkvæði að setningu þeirra laga hét Ólafur Jóhannesson. Hann var formaður Framsóknarflokksins. Nú segir arftaki hans í sæti flokksformannsins að þessi verknaður forverans sé skaðvænleg mistök sem verði að afnema hið fyrsta. Einu lögin, sem skírð hafa verið eftir forvera hans, verði að hverfa úr íslenska lagasafninu. Svo „eitraður kokkteill“ séu þau.Alexander Stefánsson Að tilhlutan Alexanders Stefánssonar, félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins, voru verðtryggð opinber lán til húsnæðisöflunar lengd úr 31 ári í 40 ár með lögum nr. 54 þann 7. maí 1986. Það gerði Alexander sannfærður um að með því væri hann að ganga til móts við þá, sem erfiðast áttu á húsnæðismarkaðnum; Sigtúnshópinn svonefnda; sem þá upplifði það, sem síðar var endurskírt af þeim Framsóknarfrostum og kallað „forsendubrestur“. Nú segir sami flokkur, nýi Framsóknarflokkurinn, að þar hafi fólki verið byrlaður „eitraður kokkteill“.Árni Magnússon 90% lánin sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi bera einna mesta sökina á húsnæðisbólunni og skelfilegum afleiðingum hennar á fjárhag íslenskra fjölskyldna og á efnahag þjóðarheildarinnar voru sett af félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins eftir kosningaloforð hans og stutt af Sjálfstæðisflokknum „gegn betri vitund“ að sögn þáverandi formanns þess flokks, Geirs Haarde. Sá eitraði kokkteill var sum sé líka blandaður af barþjóni sama flokks og eftir uppskrift sem hann hafði einkarétt á.Páll Pétursson 40 ára verðtryggðu húsnæðislánin voru ítrekuð í lögum árið 1998 jafnframt því sem lögin um Verkamannabústaði voru afnumin. Þetta gerði þáverandi félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins, Páll Pétursson. Nú telur Eygló Harðardóttir, arftaki Páls, að nauðsynlegt sé að endurvekja kerfi til aðstoðar við tekjulágt fólk – kerfið, sem Páll lagði niður. Þann 19. maí árið 1998 sagði Páll: „Ég hef engar áhyggjur af því að þetta komi í hausinn á mér í næstu kosningum.“ Enda fór ekki svo. Þetta kemur bara í hausinn á konunni hans, formanni þingflokks nýrra Framsóknarmanna, núna – 16 árum seinna.Hvílík örlög! Hvílík örlög eins flokks að helstu viðfangsefni hans séu að reyna að hella niður öllum þeim „eitruðu kokkteilum”, sem sami flokkur ýmist að eigin sögn eða að sögn ráðgjafa hans á að hafa byrlað þjóðinni í fersku minni arftakanna. Og hvað um þá kokkteila sem flokkurinn er að blanda núna. Er óhætt að bergja þar af? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn aftur að gerast ábyrgur fyrir gæðunum – eins og þegar síðasti „eitraði kokkteill“ var blandaður. Og þá aftur gegn betri vitund!?! Hvílík örlög!
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun