Reykjavík fyrir alla Grímur Atlason skrifar 5. febrúar 2014 06:00 Það er gott fyrir marga að búa í Reykjavík en það er ekki nóg því Reykjavík á að vera fyrir alla. Lykillinn að öflugu borgarsamfélagi er mannlífið og lífskilyrðin sem eru í boði fyrir borgarbúa og þar skiptir máli að allir geti notið. Húsnæðismál í Reykjavík eru því miður frumskógur sem erfitt er að fóta sig í. Erfitt er fyrir ungt fólk að leigja eða kaupa sér húsnæði, fjölskyldur eiga í vanda og eldri borgarar og fólk með fötlun eiga jafnvel enn erfiðara með að finna sér boðlegt húsnæði sem það hefur ráð á. Kerfið er því miður sniðið að þeim efnameiri í samfélaginu. Áratuga stefna sem miðar að því að fólk búi í eigin húsnæði hefur skilað okkur þessari stöðu sem við verðum að vinda ofan af án tafar! Á sama tíma og lífeyrissjóðirnir reyna að ávaxta lífeyrinn okkar býður núverandi kerfi upp á að sjóðirnir vinni á móti hagsmunum sjóðsfélaganna. Fjárfestingar í fasteignafélögum sem kaupa upp eignir í miðborg Reykjavíkur og víðar skila sér í himinháu leiguverði og háu húsnæðisverði – sem aftur er verðbólguhvetjandi. Þeir sem tapa: sjóðsfélagar. Eiginlegur leigumarkaður er ekki til heldur ríkir frumskógarlögmálið þar sem flestir tapa með ótryggri og ósanngjarnri stöðu. Alvöruleigumarkaður Í Danmörku hefur lengi tíðkast að lífeyrissjóðirnir eigi og reki fasteignafélög sem leigja sjóðsfélögum íbúðir á sanngjörnu og eðlilegu verði. Með þessu er stuðlað að alvöruleigumarkaði sem ekki byggir á því einu að blása í verðblöðru samfélags þar sem peningar einir virðast mega ráða för. Lífeyrissjóðir á Íslandi verða samkvæmt lögum að leita að hámarksávöxtun hverju sinni með tilheyrandi áhættusækni. Þessum lögum þarf að breyta. Hins vegar er umdeilanlegt hvort það væri lakari kostur fyrir sjóðina að fjárfesta og reka leigufélög fyrir sjóðsfélaga eða fjárfesta í mörgum af þeim loftbóluverkefnum sem hingað til hafa talist bestu kostirnir. Reykjavíkurborg getur orðið leiðandi afl í breyttum áherslum á húsnæðismarkaði. Frjálshyggjulausnir liðinna ára eru löngu búnar að sanna sig sem gjaldþrota. Leitum nýrra leiða og hverfum af braut peningahyggju. Þá verður blómlegt um að litast í höfuðborginni um langa framtíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Reykjavík Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Það er gott fyrir marga að búa í Reykjavík en það er ekki nóg því Reykjavík á að vera fyrir alla. Lykillinn að öflugu borgarsamfélagi er mannlífið og lífskilyrðin sem eru í boði fyrir borgarbúa og þar skiptir máli að allir geti notið. Húsnæðismál í Reykjavík eru því miður frumskógur sem erfitt er að fóta sig í. Erfitt er fyrir ungt fólk að leigja eða kaupa sér húsnæði, fjölskyldur eiga í vanda og eldri borgarar og fólk með fötlun eiga jafnvel enn erfiðara með að finna sér boðlegt húsnæði sem það hefur ráð á. Kerfið er því miður sniðið að þeim efnameiri í samfélaginu. Áratuga stefna sem miðar að því að fólk búi í eigin húsnæði hefur skilað okkur þessari stöðu sem við verðum að vinda ofan af án tafar! Á sama tíma og lífeyrissjóðirnir reyna að ávaxta lífeyrinn okkar býður núverandi kerfi upp á að sjóðirnir vinni á móti hagsmunum sjóðsfélaganna. Fjárfestingar í fasteignafélögum sem kaupa upp eignir í miðborg Reykjavíkur og víðar skila sér í himinháu leiguverði og háu húsnæðisverði – sem aftur er verðbólguhvetjandi. Þeir sem tapa: sjóðsfélagar. Eiginlegur leigumarkaður er ekki til heldur ríkir frumskógarlögmálið þar sem flestir tapa með ótryggri og ósanngjarnri stöðu. Alvöruleigumarkaður Í Danmörku hefur lengi tíðkast að lífeyrissjóðirnir eigi og reki fasteignafélög sem leigja sjóðsfélögum íbúðir á sanngjörnu og eðlilegu verði. Með þessu er stuðlað að alvöruleigumarkaði sem ekki byggir á því einu að blása í verðblöðru samfélags þar sem peningar einir virðast mega ráða för. Lífeyrissjóðir á Íslandi verða samkvæmt lögum að leita að hámarksávöxtun hverju sinni með tilheyrandi áhættusækni. Þessum lögum þarf að breyta. Hins vegar er umdeilanlegt hvort það væri lakari kostur fyrir sjóðina að fjárfesta og reka leigufélög fyrir sjóðsfélaga eða fjárfesta í mörgum af þeim loftbóluverkefnum sem hingað til hafa talist bestu kostirnir. Reykjavíkurborg getur orðið leiðandi afl í breyttum áherslum á húsnæðismarkaði. Frjálshyggjulausnir liðinna ára eru löngu búnar að sanna sig sem gjaldþrota. Leitum nýrra leiða og hverfum af braut peningahyggju. Þá verður blómlegt um að litast í höfuðborginni um langa framtíð!
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar