Reykjavík, borg tækifæranna Natan Kolbeinsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Reykjavík er borg tækifæra. Eitt stærsta verkefnið framundan fyrir okkur Reykvíkinga er að mæta breyttum tímum í atvinnulífinu – að takast á við breytta hugsun þegar kemur að atvinnulífi dagsins í dag. Það atvinnulíf sem við búum við núna kallar á sérfræðimenntun í tækni og nýsköpun. Fyrirtæki á borð við Össur og CCP sækjast eftir vel menntuðu ungu fólki til að koma með sér í nýsköpun á vöru og þjónustu sem skilar sér til samfélagsins í bættum lífskjörum. Við búum við næg tækifæri og höfum sýnt það og sannað að þegar við tökum höndum saman náum við árangri. Til að undirbúa ungt fólk undir nýja og spennandi tíma þarf m.a. að fara í róttækar breytingar á skólakerfinu. Það þarf að breyta kennsluháttum og hugsun okkar um menntun og sú breyting þarf að byrja hjá grunnskólanum þar sem við leggjum grunn að framtíðarmenntun nýrra kynslóða í dag. Og við þurfum að byrja sem fyrst. Ekki í takt við tímann Grunnskólinn í dag er ekki í takt við tímann og meira til þess gerður að undirbúa krakka undir bóknám á framhaldsskólastigi. Lítið sem ekkert svigrúm er fyrir nemendur sem hyggja á nám í forritun og/eða iðnnámi. Sú kennsla sem fer fram í verknámi innan veggja grunnskóla byggir á smíði og saumaskap sem segja má að sé í takt við það atvinnulíf sem var þegar kynslóðin sem nú situr við völd lærði fyrir. Þó vissulega sé þörf á félagsfræðingum, lögfræðingum, læknum og smiðum þá er það samt þannig að atvinnulífið kallar eftir fólki með fjölbreyttan bakgrunn í menntun svo sem forritun – fólki getur tekið þátt í þeirri nýsköpun sem á sér stað í dag. Þær breytingar sem ég vil fá tækifæri til að berjast fyrir á vettvangi borgarstjórnar eru ekki bara þess eðlis að þær gagnist atvinnulífinu. Þetta snýst líka um að gefa öllum tækifæri til þess finna sér þá braut í lífinu sem vænlegt er að ná árangri á. Sannleikurinn er sá að iðnnám nýtur ekki sannmælis í samfélaginu og skrifast það m.a. á þá staðreynd að ungt fólk fær takmarkað að kynnast því fyrr en það velur sér framhaldsskóla. Við þurfum fjölbreytileika í lífinu og þess vegna þarf grunnur að iðn- og tækninámi að vera raunhæfur kostur fyrir ungt fólk strax í grunnskóla. Með því að fara í breytingar á menntakerfinu getum við gert ungu fólki í Reykjavík kleift að takast á við nýja tíma í atvinnulífinu og fundið öllum farveg í menntakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Natan Kolbeinsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík er borg tækifæra. Eitt stærsta verkefnið framundan fyrir okkur Reykvíkinga er að mæta breyttum tímum í atvinnulífinu – að takast á við breytta hugsun þegar kemur að atvinnulífi dagsins í dag. Það atvinnulíf sem við búum við núna kallar á sérfræðimenntun í tækni og nýsköpun. Fyrirtæki á borð við Össur og CCP sækjast eftir vel menntuðu ungu fólki til að koma með sér í nýsköpun á vöru og þjónustu sem skilar sér til samfélagsins í bættum lífskjörum. Við búum við næg tækifæri og höfum sýnt það og sannað að þegar við tökum höndum saman náum við árangri. Til að undirbúa ungt fólk undir nýja og spennandi tíma þarf m.a. að fara í róttækar breytingar á skólakerfinu. Það þarf að breyta kennsluháttum og hugsun okkar um menntun og sú breyting þarf að byrja hjá grunnskólanum þar sem við leggjum grunn að framtíðarmenntun nýrra kynslóða í dag. Og við þurfum að byrja sem fyrst. Ekki í takt við tímann Grunnskólinn í dag er ekki í takt við tímann og meira til þess gerður að undirbúa krakka undir bóknám á framhaldsskólastigi. Lítið sem ekkert svigrúm er fyrir nemendur sem hyggja á nám í forritun og/eða iðnnámi. Sú kennsla sem fer fram í verknámi innan veggja grunnskóla byggir á smíði og saumaskap sem segja má að sé í takt við það atvinnulíf sem var þegar kynslóðin sem nú situr við völd lærði fyrir. Þó vissulega sé þörf á félagsfræðingum, lögfræðingum, læknum og smiðum þá er það samt þannig að atvinnulífið kallar eftir fólki með fjölbreyttan bakgrunn í menntun svo sem forritun – fólki getur tekið þátt í þeirri nýsköpun sem á sér stað í dag. Þær breytingar sem ég vil fá tækifæri til að berjast fyrir á vettvangi borgarstjórnar eru ekki bara þess eðlis að þær gagnist atvinnulífinu. Þetta snýst líka um að gefa öllum tækifæri til þess finna sér þá braut í lífinu sem vænlegt er að ná árangri á. Sannleikurinn er sá að iðnnám nýtur ekki sannmælis í samfélaginu og skrifast það m.a. á þá staðreynd að ungt fólk fær takmarkað að kynnast því fyrr en það velur sér framhaldsskóla. Við þurfum fjölbreytileika í lífinu og þess vegna þarf grunnur að iðn- og tækninámi að vera raunhæfur kostur fyrir ungt fólk strax í grunnskóla. Með því að fara í breytingar á menntakerfinu getum við gert ungu fólki í Reykjavík kleift að takast á við nýja tíma í atvinnulífinu og fundið öllum farveg í menntakerfinu.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun