Leiðsögumenn borga ekki matarkörfuna með starfsánægjunni Berglind Steinsdóttir skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Leiðsögumenn eru oft spurðir hvort það sé ekki gaman í vinnunni. Við virðumst þykja öfundsverð af starfinu og við erum það. Stundum er svo hrikalega gaman að vera á ferðinni; akandi eða gangandi, siglandi, ríðandi eða fljúgandi. Í hvataferðum fáum við að fljúga útsýnisflug, elta uppi hvali, fara á hestbak, busla í Hvítá og borða humar, naut eða skötusel. Í hringferðum gefst tækifæri til að standa aftan á heyvagni á leið út í Ingólfshöfða, ganga upp að Svartafossi, stinga berum tánum í Atlantshafið í Reynisfjöru – æ, nei, má ekki, það er hættulegt – horfa á Geysi gera búbblur, horfa á Deildartunguhver gera minni búbblur, finna ölkelduvatn í Mýrasýslu, finna fyrir Walter Mitty í Stykkishólmi, sviðsetja Íslendingasögu í Borgarvirki, leika hest og tölta á mölinni, þefa af hvernum í Námaskarði, spila á trompet í Ásbyrgi og syngja Sofðu, unga ástin mín hjá Laxamýri. Ég verð alltaf málóð þegar ég byrja á þessari umræðu en ætla að láta hér staðar numið í hugmyndunum. Sannarlega er oft gaman. En ekki alltaf. Stundum eru einstaklingar eða hópar til vandræða. Stundum heimta hvatahóparnir að fá að reykja inni á veitingastöðunum þótt það sé ekki í boði. Stundum gangast hópstjórar upp í leiðindum. Stundum verða slys. Stundum er veðrið svo slæmt að engan langar út að skoða Dettifoss eða ganga niður Almannagjá. Einstaka sinnum er maturinn vondur eða ekki það sem pantað hafði verið. Það kemur fyrir að við þurfum að miðla málum, taka á honum stóra okkar og margendurtaka það sem við vorum búin að útskýra í smáatriðum. Stundum týnist einn farþegi af 60 og þegar hann finnst hvessir hann sig við leiðsögumanninn og segir að sér hafi ekki verið sagt að rútan yrði á hinum endanum eftir gönguna.Eiga að fá sanngjörn laun Þrátt fyrir marga ánægjustundina í vinnunni, þrátt fyrir góða veðrið sem var allan fyrsta áratug aldarinnar (misminni?) og þrátt fyrir náttúrufegurðina er það vinna að fara um landið með útlendinga, sýna þeim fegurðina, bæta við hana með fróðleik og sögum, ganga upp að jökli eða fossi með suma dálítið fótafúna, streða við að komast í einhver matarinnkaup í hádeginu á fjölförnum stöðum og uppörva fólk ef því er eitthvað mótdrægt. Í ferðaþjónustunni eru margar mikilvægar stéttir sem eiga að fá sanngjörn laun. Ein þeirra er stétt leiðsögumanna sem verja löngum stundum í að lesa sér til, undirbúa sig af kostgæfni og kosta til þess fé og tíma. Reikningarnir okkar lækka ekki og við getum ekki borgað húsnæðislánin eða matarkörfuna með brosinu einu saman. 262.000 krónur fyrir heilan mánuð eru ekki sanngjörn laun. Þess vegna erum við í kjarabaráttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Leiðsögumenn eru oft spurðir hvort það sé ekki gaman í vinnunni. Við virðumst þykja öfundsverð af starfinu og við erum það. Stundum er svo hrikalega gaman að vera á ferðinni; akandi eða gangandi, siglandi, ríðandi eða fljúgandi. Í hvataferðum fáum við að fljúga útsýnisflug, elta uppi hvali, fara á hestbak, busla í Hvítá og borða humar, naut eða skötusel. Í hringferðum gefst tækifæri til að standa aftan á heyvagni á leið út í Ingólfshöfða, ganga upp að Svartafossi, stinga berum tánum í Atlantshafið í Reynisfjöru – æ, nei, má ekki, það er hættulegt – horfa á Geysi gera búbblur, horfa á Deildartunguhver gera minni búbblur, finna ölkelduvatn í Mýrasýslu, finna fyrir Walter Mitty í Stykkishólmi, sviðsetja Íslendingasögu í Borgarvirki, leika hest og tölta á mölinni, þefa af hvernum í Námaskarði, spila á trompet í Ásbyrgi og syngja Sofðu, unga ástin mín hjá Laxamýri. Ég verð alltaf málóð þegar ég byrja á þessari umræðu en ætla að láta hér staðar numið í hugmyndunum. Sannarlega er oft gaman. En ekki alltaf. Stundum eru einstaklingar eða hópar til vandræða. Stundum heimta hvatahóparnir að fá að reykja inni á veitingastöðunum þótt það sé ekki í boði. Stundum gangast hópstjórar upp í leiðindum. Stundum verða slys. Stundum er veðrið svo slæmt að engan langar út að skoða Dettifoss eða ganga niður Almannagjá. Einstaka sinnum er maturinn vondur eða ekki það sem pantað hafði verið. Það kemur fyrir að við þurfum að miðla málum, taka á honum stóra okkar og margendurtaka það sem við vorum búin að útskýra í smáatriðum. Stundum týnist einn farþegi af 60 og þegar hann finnst hvessir hann sig við leiðsögumanninn og segir að sér hafi ekki verið sagt að rútan yrði á hinum endanum eftir gönguna.Eiga að fá sanngjörn laun Þrátt fyrir marga ánægjustundina í vinnunni, þrátt fyrir góða veðrið sem var allan fyrsta áratug aldarinnar (misminni?) og þrátt fyrir náttúrufegurðina er það vinna að fara um landið með útlendinga, sýna þeim fegurðina, bæta við hana með fróðleik og sögum, ganga upp að jökli eða fossi með suma dálítið fótafúna, streða við að komast í einhver matarinnkaup í hádeginu á fjölförnum stöðum og uppörva fólk ef því er eitthvað mótdrægt. Í ferðaþjónustunni eru margar mikilvægar stéttir sem eiga að fá sanngjörn laun. Ein þeirra er stétt leiðsögumanna sem verja löngum stundum í að lesa sér til, undirbúa sig af kostgæfni og kosta til þess fé og tíma. Reikningarnir okkar lækka ekki og við getum ekki borgað húsnæðislánin eða matarkörfuna með brosinu einu saman. 262.000 krónur fyrir heilan mánuð eru ekki sanngjörn laun. Þess vegna erum við í kjarabaráttu.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun