Sævar lét forsetann bíða eftir sér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2014 08:00 Sævar segir æfingar sínar í Sotsjí hafa gengið vel en hann keppir í 15 km sprettgöngu í dag. Mynd/Úr einkasafni „Það fer rosalega vel um mig en hér er allt sem maður getur mögulega hugsað sér,“ sagði skíðagöngukappinn Sævar Birgisson við Fréttablaðið en hann keppir í sprettgöngu á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi í dag. Sævar er fyrsti fulltrúi Íslands í skíðagöngu á Ólympíuleikum í tvo áratugi og fyrstur af fimm íslenskum keppendum sem keppir í Sotsjí. Allir hinir keppa í alpagreinum. „Æfingar hafa gengið mjög vel og ég hef vanist þunna loftinu ágætlega,“ segir Sævar sem dvelst ekki á sama stað og aðrir íslenskir keppendur. Hann er í hinu svokölluðu „úthaldsþorpi“ en keppendur í alpagreinum haldast við í „fjallaþorpinu“. Sævar er þó síður en svo einsamall þar sem faðir hans er einn fararstjóra íslenska hópsins. „Svo eru hér keppendur úr öllum heimshornum,“ bætir hann við.Færið er hart og fínt Sævar hefur áður gefið út að hann yrði sáttur við að verða meðal 50 efstu keppenda í göngunni á morgun. „Þetta verður annars bara að koma í ljós. Maður gengur bara eins hratt og maður getur,“ segir Sævar en bætir við að það sé ýmislegt að varast í brautinni. „Það eru tvær mjög langar og krefjandi brekkur í brautinni og þá er sprettbrautin í lengri kantinum miðað við það sem gengur og gerist. Maður verður því að halda aftur af sér og klára brekkurnar vel. Það er hins vegar hart og fínt færi sem hentar mér vel auk þess sem það er gott að spyrna með slíkt undirlag. Ég vona að færið haldist þannig þegar út í keppnina er komið.“ Sævar æfði á Ítalíu í aðdraganda leikanna og var þá hærra yfir sjávarmáli en í Sotsjí. „Þá var ég að æfa í 1.800-2.000 metrum en hér erum við um 1.500 m yfir sjávarmáli. Ég tel mig því vera kominn með góðan grunn til að þola þær aðstæður sem skapast í svo mikilli hæð.“Með norskan smurningsmann Þess má geta að Sævar mun njóta liðsinnis norska keppnisliðsins á morgun og er með norskan „smurningsmann“ sem sér um skíðin hans. Mikið hefur verið fjallað um aðstæður keppenda og fjölmiðlafólks í Sotsjí og fjölmargar myndir birst af misboðlegum aðstæðum þeirra. Sævar kannast ekkert við slíkt hjá sér.Mynd/Úr einkasafni„Ég skil reyndar ekkert í þeim fréttum því ég hef ekki getað sett neitt út á nokkurn hlut hér og hef ég nú verið hér í nokkra daga. Byggingunni sem við erum í núna verður reyndar breytt í fimm stjörnu hótel eftir leikana og kann það að hafa eitthvað að segja,“ segir Sævar og segir upplifunina af leikunum vera magnaða. „Það var mjög skemmtilegt á setningarhátíðinni og þá sérstaklega að hafa fengið að vera fánaberi. Það verður stund sem ég gleymi seint. Svo var líka gaman að fá forsetann í heimsókn hingað í þorpið en hann þurfti reyndar að bíða eftir mér á meðan ég kláraði æfingu. Það eru ekki margir sem láta forsetann bíða eftir sér en ég held að það hafi farið vel um hann á meðan,“ sagði Sævar í léttum dúr og spenntur fyrir stóru stundinni í dag. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
„Það fer rosalega vel um mig en hér er allt sem maður getur mögulega hugsað sér,“ sagði skíðagöngukappinn Sævar Birgisson við Fréttablaðið en hann keppir í sprettgöngu á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi í dag. Sævar er fyrsti fulltrúi Íslands í skíðagöngu á Ólympíuleikum í tvo áratugi og fyrstur af fimm íslenskum keppendum sem keppir í Sotsjí. Allir hinir keppa í alpagreinum. „Æfingar hafa gengið mjög vel og ég hef vanist þunna loftinu ágætlega,“ segir Sævar sem dvelst ekki á sama stað og aðrir íslenskir keppendur. Hann er í hinu svokölluðu „úthaldsþorpi“ en keppendur í alpagreinum haldast við í „fjallaþorpinu“. Sævar er þó síður en svo einsamall þar sem faðir hans er einn fararstjóra íslenska hópsins. „Svo eru hér keppendur úr öllum heimshornum,“ bætir hann við.Færið er hart og fínt Sævar hefur áður gefið út að hann yrði sáttur við að verða meðal 50 efstu keppenda í göngunni á morgun. „Þetta verður annars bara að koma í ljós. Maður gengur bara eins hratt og maður getur,“ segir Sævar en bætir við að það sé ýmislegt að varast í brautinni. „Það eru tvær mjög langar og krefjandi brekkur í brautinni og þá er sprettbrautin í lengri kantinum miðað við það sem gengur og gerist. Maður verður því að halda aftur af sér og klára brekkurnar vel. Það er hins vegar hart og fínt færi sem hentar mér vel auk þess sem það er gott að spyrna með slíkt undirlag. Ég vona að færið haldist þannig þegar út í keppnina er komið.“ Sævar æfði á Ítalíu í aðdraganda leikanna og var þá hærra yfir sjávarmáli en í Sotsjí. „Þá var ég að æfa í 1.800-2.000 metrum en hér erum við um 1.500 m yfir sjávarmáli. Ég tel mig því vera kominn með góðan grunn til að þola þær aðstæður sem skapast í svo mikilli hæð.“Með norskan smurningsmann Þess má geta að Sævar mun njóta liðsinnis norska keppnisliðsins á morgun og er með norskan „smurningsmann“ sem sér um skíðin hans. Mikið hefur verið fjallað um aðstæður keppenda og fjölmiðlafólks í Sotsjí og fjölmargar myndir birst af misboðlegum aðstæðum þeirra. Sævar kannast ekkert við slíkt hjá sér.Mynd/Úr einkasafni„Ég skil reyndar ekkert í þeim fréttum því ég hef ekki getað sett neitt út á nokkurn hlut hér og hef ég nú verið hér í nokkra daga. Byggingunni sem við erum í núna verður reyndar breytt í fimm stjörnu hótel eftir leikana og kann það að hafa eitthvað að segja,“ segir Sævar og segir upplifunina af leikunum vera magnaða. „Það var mjög skemmtilegt á setningarhátíðinni og þá sérstaklega að hafa fengið að vera fánaberi. Það verður stund sem ég gleymi seint. Svo var líka gaman að fá forsetann í heimsókn hingað í þorpið en hann þurfti reyndar að bíða eftir mér á meðan ég kláraði æfingu. Það eru ekki margir sem láta forsetann bíða eftir sér en ég held að það hafi farið vel um hann á meðan,“ sagði Sævar í léttum dúr og spenntur fyrir stóru stundinni í dag.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira