Þjóðarsátt um þöggun? Hilmar Hansson skrifar 13. febrúar 2014 00:00 Fyrir skömmu fjölluðu fjölmiðlar um flugslysið sem varð á Akureyri, þann 5. ágúst í fyrra. Samkvæmt gögnum málsins virðast reglur hafa verið brotnar í aðdraganda slyssins. Í desember segir framkvæmdastjóri lækninga og handlækningasviðs á sjúkrahúsinu á Akureyri að samstarfið við Mýflug hafi verið farsælt. Á sama tíma segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands að núgildandi samningur við Mýflug sé ríkissjóði hagstæður. Mér finnst það umhugsunarefni að menn skuli nota þessi orð, farsælt og hagstætt, í kjölfar dauðaslyss. En auðvitað er það órjúfanlegur hluti af því að vera manneskja, að gera mistök. Við gerum öll mistök öðru hverju. Það er sárt að horfast í augu við staðreyndirnar þegar við gerum mistök. Þá er mannlegt að verja sig fyrir sársaukanum með því að fara í afneitun. Síðan er hætta á því að maður haldi áfram að vera í afneitun og lifi bara í blekkingu og lygi.„Meint“ mistök Þegar maður lítur um öxl blasa við ýmis „meint“ mistök. Mig langar að nefna tvö dæmi. Fagmenn hafa reiknað út að Kárahnjúkavirkjun muni aldrei skila arði. Það má því segja að skattgreiðendur verði í farsælu samstarfi við þá virkjun allan hennar líftíma. Í kaupbæti fáum við farsælt samstarf við erlenda álbræðslueigendur. Annað dæmi er Harpan. Það er tónlistarhús sem vissulega vekur athygli. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eiga líka tónlistarhús sem hafa svipað notagildi og taka svipaðan fjölda gesta í sæti. En þeirra hús kostuðu töluvert minna en okkar. Í einhverju tilfelli u.þ.b. þrisvar sinnum minna, ef ég man rétt. Örþjóðin sem býr á kríuskeri í miðju Atlantshafinu byggði sér þrisvar sinnum dýrara tónlistarhús en milljónaþjóð í Skandinavíu. Hversu skynsamlegt er það? Það er næsta víst að íslenskir skattgreiðendur verða í farsælu samstarfi við Hörpuna, lengi lengi lengi. Mann svimar við að hugsa um alla þessa milljarða sem skattgreiðendur virðast borga í einhvers konar hít. Samt nefndi ég bara þessi tvö dæmi. Við þetta mætti t.d. bæta hinu farsæla samstarfi lántakenda við verðtryggða íslenska krónu, svo ekki sé minnst á hið farsæla samstarf landans við nokkra útrásarvíkinga hér um árið. Undanfarið hefur verið töluverð umræða í þjóðfélaginu um nokkur umdeild mál, t.d. lekamálið úr innanríkisráðuneytinu og MP-banka málið og Al-Thani-málið. Orð eins og óheiðarleiki, yfirhylming, lygi, fúsk og þöggun heyrast oft nefnd. Sýnist sitt hverjum. Er einhver að reyna að þagga niður eitthvað? Ég ætla ekki nánar út í það að sinni. Ég byrjaði þennan pistil á því að nefna Mýflugsmálið og ég ætla að enda á því að nefna eitt SÁÁ-mál. Veit almenningur sannleikann um SÁÁ? Getur verið að þau samtök sólundi almannafé í skjóli þöggunar? Þeim sem vilja kynna sér það nánar vil ég benda á litla bók sem ég gaf út núna fyrir jólin og heitir: „Lítið spjallkver um brennivín og fleira“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lekamálið Mest lesið Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu fjölluðu fjölmiðlar um flugslysið sem varð á Akureyri, þann 5. ágúst í fyrra. Samkvæmt gögnum málsins virðast reglur hafa verið brotnar í aðdraganda slyssins. Í desember segir framkvæmdastjóri lækninga og handlækningasviðs á sjúkrahúsinu á Akureyri að samstarfið við Mýflug hafi verið farsælt. Á sama tíma segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands að núgildandi samningur við Mýflug sé ríkissjóði hagstæður. Mér finnst það umhugsunarefni að menn skuli nota þessi orð, farsælt og hagstætt, í kjölfar dauðaslyss. En auðvitað er það órjúfanlegur hluti af því að vera manneskja, að gera mistök. Við gerum öll mistök öðru hverju. Það er sárt að horfast í augu við staðreyndirnar þegar við gerum mistök. Þá er mannlegt að verja sig fyrir sársaukanum með því að fara í afneitun. Síðan er hætta á því að maður haldi áfram að vera í afneitun og lifi bara í blekkingu og lygi.„Meint“ mistök Þegar maður lítur um öxl blasa við ýmis „meint“ mistök. Mig langar að nefna tvö dæmi. Fagmenn hafa reiknað út að Kárahnjúkavirkjun muni aldrei skila arði. Það má því segja að skattgreiðendur verði í farsælu samstarfi við þá virkjun allan hennar líftíma. Í kaupbæti fáum við farsælt samstarf við erlenda álbræðslueigendur. Annað dæmi er Harpan. Það er tónlistarhús sem vissulega vekur athygli. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eiga líka tónlistarhús sem hafa svipað notagildi og taka svipaðan fjölda gesta í sæti. En þeirra hús kostuðu töluvert minna en okkar. Í einhverju tilfelli u.þ.b. þrisvar sinnum minna, ef ég man rétt. Örþjóðin sem býr á kríuskeri í miðju Atlantshafinu byggði sér þrisvar sinnum dýrara tónlistarhús en milljónaþjóð í Skandinavíu. Hversu skynsamlegt er það? Það er næsta víst að íslenskir skattgreiðendur verða í farsælu samstarfi við Hörpuna, lengi lengi lengi. Mann svimar við að hugsa um alla þessa milljarða sem skattgreiðendur virðast borga í einhvers konar hít. Samt nefndi ég bara þessi tvö dæmi. Við þetta mætti t.d. bæta hinu farsæla samstarfi lántakenda við verðtryggða íslenska krónu, svo ekki sé minnst á hið farsæla samstarf landans við nokkra útrásarvíkinga hér um árið. Undanfarið hefur verið töluverð umræða í þjóðfélaginu um nokkur umdeild mál, t.d. lekamálið úr innanríkisráðuneytinu og MP-banka málið og Al-Thani-málið. Orð eins og óheiðarleiki, yfirhylming, lygi, fúsk og þöggun heyrast oft nefnd. Sýnist sitt hverjum. Er einhver að reyna að þagga niður eitthvað? Ég ætla ekki nánar út í það að sinni. Ég byrjaði þennan pistil á því að nefna Mýflugsmálið og ég ætla að enda á því að nefna eitt SÁÁ-mál. Veit almenningur sannleikann um SÁÁ? Getur verið að þau samtök sólundi almannafé í skjóli þöggunar? Þeim sem vilja kynna sér það nánar vil ég benda á litla bók sem ég gaf út núna fyrir jólin og heitir: „Lítið spjallkver um brennivín og fleira“.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun