Pálmi grínast Ólafur Hauksson skrifar 15. febrúar 2014 06:00 Viðskiptablaðið sagði fyrir nokkru frá gjaldþrotameðferð Iceland Express. Í fréttinni mátti lesa brandara sem er í meira lagi absúrd. Skyldi svo sem ekki furða, því að brandarasmiðurinn er Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Iceland Express. Í Viðskiptablaðinu kom fram að Iceland Express hefði höfðað skaðabótamál á hendur Icelandair í nóvember 2012, áður en félagið fór í þrot og meðan það var enn í eigu Pálma. Iceland Express krafði Icelandair um 300 milljón króna skaðabætur vegna samkeppnislagabrota. Þrotabú Iceland Express hefur nú tekið við málarekstrinum.Brandarakallinn Samkeppnislagabrot Icelandair gegn Iceland Express áttu sér stað á árunum 2003 og 2004. Þá var félagið í eigu stofnenda þess. Sá sem helst beitti sér fyrir þessum lögbrotum í stjórn Icelandair var Pálmi Haraldsson, þáverandi varaformaður stjórnar fyrirtækisins. Sá sem átta árum síðar höfðaði skaðabótamál gegn Icelandair, vegna lögbrotanna, var hinn sami Pálmi Haraldsson. Pálmi eignaðist Iceland Express haustið 2004 fyrir gjafverð, nýbúinn að selja hlut sinn í Icelandair. Iceland Express var þá komið að fótum fram vegna undirboða Icelandair, þ.e. í boði Pálma og félaga. Pálmi varð því ekki fyrir tjóni þegar hann eignaðist Iceland Express, heldur fékk hann félagið á brunaútsölu vegna elds sem hann hafði kveikt sjálfur.Báðir aðilar töpuðu Þeir sem töpuðu á lögbrotum stjórnar og forstjóra Icelandair voru stofnendur Iceland Express. Þeir töpuðu gróðavænlegu félagi. Snjallri og rétt tímasettri viðskiptahugmynd var stolið frá þeim. En ekki síður tapaði Icelandair. Farþegatekjur félagsins lækkuðu um 20 milljarða króna á núvirði á árunum 2003 og 2004 miðað við árin 2001 og 2002. Farþegum fækkaði ekkert og því má rekja tekjutapið beint til undirboðanna. En vissulega gerði það sitt til að Pálmi og félagi hans gætu eignast keppinautinn á lágu verði.Brandarinn Pálmi Haraldsson var sem sé að sækja sér skaðabætur vegna eigin lögbrota sem stjórnarmaður í Icelandair. Vægast sagt absúrd, en varpar ljósi á afskaplega sérkennilegt viðskiptasiðferði.Samráð í stað undirboða Rifja má upp að um leið og Pálmi hafði komist yfir Iceland Express á brunaútsölunni lét Icelandair af undirboðunum. Lægstu fargjöld beggja félaganna hækkuðu um 50% fyrsta hálfa árið á eftir. Iceland Express hagnaðist um 262 milljónir króna strax árið 2005. Enda var hugur þeirra Pálma og Hannesar Smárasonar, stjórnarformanns Icelandair, ekki bundinn við óvægna samkeppni heldur samráð og samstarf, meðal annars í danska flugfélaginu Sterling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Viðskiptablaðið sagði fyrir nokkru frá gjaldþrotameðferð Iceland Express. Í fréttinni mátti lesa brandara sem er í meira lagi absúrd. Skyldi svo sem ekki furða, því að brandarasmiðurinn er Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Iceland Express. Í Viðskiptablaðinu kom fram að Iceland Express hefði höfðað skaðabótamál á hendur Icelandair í nóvember 2012, áður en félagið fór í þrot og meðan það var enn í eigu Pálma. Iceland Express krafði Icelandair um 300 milljón króna skaðabætur vegna samkeppnislagabrota. Þrotabú Iceland Express hefur nú tekið við málarekstrinum.Brandarakallinn Samkeppnislagabrot Icelandair gegn Iceland Express áttu sér stað á árunum 2003 og 2004. Þá var félagið í eigu stofnenda þess. Sá sem helst beitti sér fyrir þessum lögbrotum í stjórn Icelandair var Pálmi Haraldsson, þáverandi varaformaður stjórnar fyrirtækisins. Sá sem átta árum síðar höfðaði skaðabótamál gegn Icelandair, vegna lögbrotanna, var hinn sami Pálmi Haraldsson. Pálmi eignaðist Iceland Express haustið 2004 fyrir gjafverð, nýbúinn að selja hlut sinn í Icelandair. Iceland Express var þá komið að fótum fram vegna undirboða Icelandair, þ.e. í boði Pálma og félaga. Pálmi varð því ekki fyrir tjóni þegar hann eignaðist Iceland Express, heldur fékk hann félagið á brunaútsölu vegna elds sem hann hafði kveikt sjálfur.Báðir aðilar töpuðu Þeir sem töpuðu á lögbrotum stjórnar og forstjóra Icelandair voru stofnendur Iceland Express. Þeir töpuðu gróðavænlegu félagi. Snjallri og rétt tímasettri viðskiptahugmynd var stolið frá þeim. En ekki síður tapaði Icelandair. Farþegatekjur félagsins lækkuðu um 20 milljarða króna á núvirði á árunum 2003 og 2004 miðað við árin 2001 og 2002. Farþegum fækkaði ekkert og því má rekja tekjutapið beint til undirboðanna. En vissulega gerði það sitt til að Pálmi og félagi hans gætu eignast keppinautinn á lágu verði.Brandarinn Pálmi Haraldsson var sem sé að sækja sér skaðabætur vegna eigin lögbrota sem stjórnarmaður í Icelandair. Vægast sagt absúrd, en varpar ljósi á afskaplega sérkennilegt viðskiptasiðferði.Samráð í stað undirboða Rifja má upp að um leið og Pálmi hafði komist yfir Iceland Express á brunaútsölunni lét Icelandair af undirboðunum. Lægstu fargjöld beggja félaganna hækkuðu um 50% fyrsta hálfa árið á eftir. Iceland Express hagnaðist um 262 milljónir króna strax árið 2005. Enda var hugur þeirra Pálma og Hannesar Smárasonar, stjórnarformanns Icelandair, ekki bundinn við óvægna samkeppni heldur samráð og samstarf, meðal annars í danska flugfélaginu Sterling.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar