Áskorun til kjúklingabænda Elín Hirst skrifar 18. febrúar 2014 10:17 Nýlega lýsti ég áhyggjum mínum á Alþingi vegna þeirrar umræðu sem fram hefur farið í samfélaginu um meðferð á dýrum hér á landi, þá aðallega kjúklingum í tengslum við svokallaðan verksmiðjubúskap. Ég hef hlustað á það sem sagt hefur verið og skrifað af hálfu þeirra sem starfað hafa á slíkum búum og gert sérstakar athuganir á framkvæmd íslenskra dýraverndarlaga. Þær frásagnir vekja mér ugg í brjósti. Ekki vil ég setja alla kjúklinga- eða svínabændur sem stunda svokallaðan verksmiðjubúskap undir sama hatt, en ég bið þá um að fara ekki fram úr sér á kostnað velferðar dýranna. Ég held að enginn neytandi vilji vera aðili að viðskiptum þar sem illa er farið með dýr til að ná niður verði eða auka hagkvæmni framleiðslunnar. Samkvæmt lögum um velferð dýra sem samþykkt voru á Alþingi í fyrravor og tóku gildi 1. janúar síðastliðinn skal tryggt að dýr séu haldin í umhverfi sem samræmist sjónarmiðum um velferð dýra. Umhverfi þeirra skal vera þannig að þau geti athafnað sig, hreyft sig, hvílst, notið útivistar, beitar eða viðhaft annað atferli sem þeim er eðlilegt. Frásagnir af því hvernig dýrum er slátrað til matvælaframleiðslu og þeim haldið lokuðum inni í miklum þrengslum vekja áleitnar spurningar um hvort farið sé að lögum um velferð dýra hér á landi. Einnig hef ég heyrt í fjölmiðlum frásagnir af því að í þau sé sparkað, þeim hent í veggi og jafnvel beinbrotin á leið til slátrunar. Ekki verður annað sagt en að slíkt framferði beri vott um hreina mannvonsku. Ég bið alla þá sem hafa ábyrgð á dýrahaldi með höndum, þá sérstaklega kjúklingabændur í ljósi umræðunnar, að fara gaumgæfilega ofan í saumana á því hvernig gætt er að velferð dýranna á búum þeirra. Má í þessu samhengi minna á þau orð að framkoma okkar við hinn minnsta bróður segir til um hver við erum sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Sjá meira
Nýlega lýsti ég áhyggjum mínum á Alþingi vegna þeirrar umræðu sem fram hefur farið í samfélaginu um meðferð á dýrum hér á landi, þá aðallega kjúklingum í tengslum við svokallaðan verksmiðjubúskap. Ég hef hlustað á það sem sagt hefur verið og skrifað af hálfu þeirra sem starfað hafa á slíkum búum og gert sérstakar athuganir á framkvæmd íslenskra dýraverndarlaga. Þær frásagnir vekja mér ugg í brjósti. Ekki vil ég setja alla kjúklinga- eða svínabændur sem stunda svokallaðan verksmiðjubúskap undir sama hatt, en ég bið þá um að fara ekki fram úr sér á kostnað velferðar dýranna. Ég held að enginn neytandi vilji vera aðili að viðskiptum þar sem illa er farið með dýr til að ná niður verði eða auka hagkvæmni framleiðslunnar. Samkvæmt lögum um velferð dýra sem samþykkt voru á Alþingi í fyrravor og tóku gildi 1. janúar síðastliðinn skal tryggt að dýr séu haldin í umhverfi sem samræmist sjónarmiðum um velferð dýra. Umhverfi þeirra skal vera þannig að þau geti athafnað sig, hreyft sig, hvílst, notið útivistar, beitar eða viðhaft annað atferli sem þeim er eðlilegt. Frásagnir af því hvernig dýrum er slátrað til matvælaframleiðslu og þeim haldið lokuðum inni í miklum þrengslum vekja áleitnar spurningar um hvort farið sé að lögum um velferð dýra hér á landi. Einnig hef ég heyrt í fjölmiðlum frásagnir af því að í þau sé sparkað, þeim hent í veggi og jafnvel beinbrotin á leið til slátrunar. Ekki verður annað sagt en að slíkt framferði beri vott um hreina mannvonsku. Ég bið alla þá sem hafa ábyrgð á dýrahaldi með höndum, þá sérstaklega kjúklingabændur í ljósi umræðunnar, að fara gaumgæfilega ofan í saumana á því hvernig gætt er að velferð dýranna á búum þeirra. Má í þessu samhengi minna á þau orð að framkoma okkar við hinn minnsta bróður segir til um hver við erum sjálf.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun