ESB… hugs hugs Stefán Víðisson skrifar 25. febrúar 2014 06:00 Fyrir tæpum tíu árum hafði ég þá bjargföstu trú að við, Íslendingar, hefðum ekkert að gera inn í þetta batterí sem við í daglegu tali köllum Evrópusambandið. Ég trúði að í landi með allar þessar auðlindir, öll þessi tækifæri og allan mannauðinn (við eigum jú heimsmet í flestu, allavega ef miðað er við höfðatölu) gæti varla verið nokkuð sem við hefðum að sækja þarna út. Það er líka að verða áratugur síðan ég kynntist konu, sem í dag er eiginkonan mín. Ég man eftir því nokkrum mánuðum eftir að við kynntumst, svona þegar mesti ástarbríminn fór að renna af okkur og byrjað var ræða málin í einhverri alvöru, að ég komst að því mér til nokkurrar undrunar að hún var Evrópusinni. Hún færði nú svo sem engin sérstök rök fyrir þessari skoðun sinni. Hún hafði reyndar búið úti í Danmörku í nokkur ár og kannski hafði hún bara eitthvað blindast af því að umgangast Baunann full mikið. Mér fannst eiginlega á þessum tíma að ég þyrfti að leiðrétta þetta viðhorf hennar eða m.ö.o. að fá hana bara ofan af þessari vitleysu. Það er þó eitt sem ég verð að nefna varðandi sjálfan mig svona áður en ég kem mér að efninu en það er að ég er gæddur þeim eiginleika, veit samt ekki alveg ennþá hvort það er meiri kostur eða galli, að ég er oft fljótur að mynda mér skoðun á málum og er þá yfirleitt tilbúinn að hafa hátt um þá skoðun og þá helst bara að yfirgnæfa aðra í „rökræðunni“. En þannig hagar maður sér nú ekki gagnvart konunni sinni þannig að ég var nú eiginlega tilneyddur að finna einhverja aðra leið til að fá hana til að skipta um skoðun varðandi þetta málefni. Svo kom að því einn daginn að ég ákvað að ég yrði trúlega að lesa mér eitthvað til um þetta svo að ég gæti bara sýnt henni þetta svart á hvítu. Og ég fór að lesa. Svo las ég aðeins meira og eftir því sem ég las meira þá fór þessi skoðun mín að breytast. Fyrstu merkin um að ég væri farinn að efast um að ég hefði verið á réttri braut í þessu máli var að ég hætti á ákveðnu tímabili, svona að mestu, að tjá mig um þetta. Í dag er ég orðinn sannfærður um að Íslendingar eigi að taka fullan þátt í þessu samstarfi með aðild og vinna þar með okkar nágrannaþjóðum í að þróa þetta samband áfram. Ég er sannfærður um að landbúnaður mun eflast og vaxa með því að fá aðgang að risamarkaði og eins er ég sannfærður um að sjávarútvegur mun vaxa og þá helst vegna fulls aðgangs að mörkuðum Evrópu fyrir fullunnar sjávarafurðir, en það mun þýða mikla fjölgun starfa í landinu á því sviði. Þegar ég hugsa til baka velti ég því fyrir mér hvort þetta geti ekki átt við um miklu fleiri, þ.e. að það vanti þó nokkuð upp á að fólk kynni sér málið? Reyndar virðist vera margt sem bendir til þess að þetta muni vera reyndin og er það aðallega vegna þeirra röksemda sem maður heyrir frá þeim sem finna hugsanlegri aðild Íslands að ESB allt til foráttu. Ég hvet alla til þess að mynda sér upplýsta skoðun á málinu. Þetta er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir okkur og ég er sannfærður um að innganga í ESB mun verða öllum Íslendingum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ESB-málið Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum tíu árum hafði ég þá bjargföstu trú að við, Íslendingar, hefðum ekkert að gera inn í þetta batterí sem við í daglegu tali köllum Evrópusambandið. Ég trúði að í landi með allar þessar auðlindir, öll þessi tækifæri og allan mannauðinn (við eigum jú heimsmet í flestu, allavega ef miðað er við höfðatölu) gæti varla verið nokkuð sem við hefðum að sækja þarna út. Það er líka að verða áratugur síðan ég kynntist konu, sem í dag er eiginkonan mín. Ég man eftir því nokkrum mánuðum eftir að við kynntumst, svona þegar mesti ástarbríminn fór að renna af okkur og byrjað var ræða málin í einhverri alvöru, að ég komst að því mér til nokkurrar undrunar að hún var Evrópusinni. Hún færði nú svo sem engin sérstök rök fyrir þessari skoðun sinni. Hún hafði reyndar búið úti í Danmörku í nokkur ár og kannski hafði hún bara eitthvað blindast af því að umgangast Baunann full mikið. Mér fannst eiginlega á þessum tíma að ég þyrfti að leiðrétta þetta viðhorf hennar eða m.ö.o. að fá hana bara ofan af þessari vitleysu. Það er þó eitt sem ég verð að nefna varðandi sjálfan mig svona áður en ég kem mér að efninu en það er að ég er gæddur þeim eiginleika, veit samt ekki alveg ennþá hvort það er meiri kostur eða galli, að ég er oft fljótur að mynda mér skoðun á málum og er þá yfirleitt tilbúinn að hafa hátt um þá skoðun og þá helst bara að yfirgnæfa aðra í „rökræðunni“. En þannig hagar maður sér nú ekki gagnvart konunni sinni þannig að ég var nú eiginlega tilneyddur að finna einhverja aðra leið til að fá hana til að skipta um skoðun varðandi þetta málefni. Svo kom að því einn daginn að ég ákvað að ég yrði trúlega að lesa mér eitthvað til um þetta svo að ég gæti bara sýnt henni þetta svart á hvítu. Og ég fór að lesa. Svo las ég aðeins meira og eftir því sem ég las meira þá fór þessi skoðun mín að breytast. Fyrstu merkin um að ég væri farinn að efast um að ég hefði verið á réttri braut í þessu máli var að ég hætti á ákveðnu tímabili, svona að mestu, að tjá mig um þetta. Í dag er ég orðinn sannfærður um að Íslendingar eigi að taka fullan þátt í þessu samstarfi með aðild og vinna þar með okkar nágrannaþjóðum í að þróa þetta samband áfram. Ég er sannfærður um að landbúnaður mun eflast og vaxa með því að fá aðgang að risamarkaði og eins er ég sannfærður um að sjávarútvegur mun vaxa og þá helst vegna fulls aðgangs að mörkuðum Evrópu fyrir fullunnar sjávarafurðir, en það mun þýða mikla fjölgun starfa í landinu á því sviði. Þegar ég hugsa til baka velti ég því fyrir mér hvort þetta geti ekki átt við um miklu fleiri, þ.e. að það vanti þó nokkuð upp á að fólk kynni sér málið? Reyndar virðist vera margt sem bendir til þess að þetta muni vera reyndin og er það aðallega vegna þeirra röksemda sem maður heyrir frá þeim sem finna hugsanlegri aðild Íslands að ESB allt til foráttu. Ég hvet alla til þess að mynda sér upplýsta skoðun á málinu. Þetta er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir okkur og ég er sannfærður um að innganga í ESB mun verða öllum Íslendingum til hagsbóta.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun