Stöðug rekstrarskilyrði og samkeppnishæfni í Evrópu Vilborg Einarsdóttir skrifar 26. febrúar 2014 06:00 Við hjá Mentor höfum í meira en tvo áratugi unnið að þróun og rekstri upplýsingakerfa, í upphafi einkum með grunnskólum, en á síðari árum einnig með leikskólum, sveitarfélögum og íþróttafélögum. Segja má að Mentor vinni að samþættingu tækni og menntunar í sinni víðustu mynd og býður Mentor upp á heildstætt upplýsinga- og námskerfi fyrir alla sem starfa með börnum í skólum og tómstundastarfi. En þótt styrkur Mentors hafi í upphafi legið í sterkum heimamarkaði á Íslandi hefur áhersla síðari ára verið á vöxt utan landsteinanna. Mentor er nú með starfsstöðvar í fjórum löndum erlendis, Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss og í Bretlandi. Mentor hefur þannig markað sér vaxtarstefnu sem fólgin er í að nýta spennandi tækifæri erlendis á ört vaxandi markaði með kerfi sem þróað er á Íslandi í samvinnu við starfsstöðvar fyrirtækisins í Evrópu. Mentor hefur frá upphafi skilgreint sig sem nýsköpunarfyrirtæki sem hefur lagt kapp á að vera í fremstu röð á sínu sviði í Evrópu. Aukin umsvif Mentors utan landsteinanna byggjast bæði á íslensku hugviti og framúrskarandi starfsmönnum í erlendum starfstöðvum. Mentor hefur átt því láni að fagna að hreppa ýmsar ánægjulegar viðurkenningar á undanförnum árum jafnt innanlands sem erlendis. En samkeppnin er vitaskuld hörð og því skiptir gríðarlegu máli að hugvitsfyrirtæki eins og Mentor búi við rekstrarumhverfi á heimaslóðum sem er samkeppnishæft við það sem keppinautum býðst í Evrópu.Lágmarkskrafa Við hjá Mentor höfum ekki farið varhluta af þeim gífurlegu sveiflum sem orðið hafa á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja á undanförnum árum. Þar hafa gjaldmiðlahremmingar, háir vextir, óvissa í fjárfestingaumhverfi og gjaldeyrishöft reynst ansi þung í skauti. Í því ljósi höfum við eindregið stutt þá stefnu Samtaka iðnaðarins að fara fram á að íslensk stjórnvöld kanni til hlítar hvort önnur skipan mála hvað varðar gjaldmiðilinn, vaxtastigið og umgjörð peningamálastefnu gæti náðst fram með inngöngu í ESB. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa atvinnulífsins að stjórnvöld taki sér góðan tíma í að rýna í þá valkosti sem í boði eru og útiloka ekki neitt fyrir fram. Því verður ekki trúað að óreyndu að íslensk stjórnvöld muni ganga gegn þeim stóra hópi íslenskra iðnfyrirtækja sem vill að kannað verði til hlítar hvort samkeppnishæfni þeirra sé betur tryggð innan ESB ellegar utan. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands tekur ekki af nein tvímæli þar um og gefur ekkert tilefni til skjótra ákvarðana sem skaða kunna hagsmuni íslensks atvinnulífs til frambúðar. Skýrslan kallar í raun miklu fremur á að aðildarviðræður hefjist að nýju og að niðurstöður verði brotnar til mergjar þá fyrst þegar viðræðum er lokið og samningsniðurstaða liggur fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ESB-málið Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Við hjá Mentor höfum í meira en tvo áratugi unnið að þróun og rekstri upplýsingakerfa, í upphafi einkum með grunnskólum, en á síðari árum einnig með leikskólum, sveitarfélögum og íþróttafélögum. Segja má að Mentor vinni að samþættingu tækni og menntunar í sinni víðustu mynd og býður Mentor upp á heildstætt upplýsinga- og námskerfi fyrir alla sem starfa með börnum í skólum og tómstundastarfi. En þótt styrkur Mentors hafi í upphafi legið í sterkum heimamarkaði á Íslandi hefur áhersla síðari ára verið á vöxt utan landsteinanna. Mentor er nú með starfsstöðvar í fjórum löndum erlendis, Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss og í Bretlandi. Mentor hefur þannig markað sér vaxtarstefnu sem fólgin er í að nýta spennandi tækifæri erlendis á ört vaxandi markaði með kerfi sem þróað er á Íslandi í samvinnu við starfsstöðvar fyrirtækisins í Evrópu. Mentor hefur frá upphafi skilgreint sig sem nýsköpunarfyrirtæki sem hefur lagt kapp á að vera í fremstu röð á sínu sviði í Evrópu. Aukin umsvif Mentors utan landsteinanna byggjast bæði á íslensku hugviti og framúrskarandi starfsmönnum í erlendum starfstöðvum. Mentor hefur átt því láni að fagna að hreppa ýmsar ánægjulegar viðurkenningar á undanförnum árum jafnt innanlands sem erlendis. En samkeppnin er vitaskuld hörð og því skiptir gríðarlegu máli að hugvitsfyrirtæki eins og Mentor búi við rekstrarumhverfi á heimaslóðum sem er samkeppnishæft við það sem keppinautum býðst í Evrópu.Lágmarkskrafa Við hjá Mentor höfum ekki farið varhluta af þeim gífurlegu sveiflum sem orðið hafa á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja á undanförnum árum. Þar hafa gjaldmiðlahremmingar, háir vextir, óvissa í fjárfestingaumhverfi og gjaldeyrishöft reynst ansi þung í skauti. Í því ljósi höfum við eindregið stutt þá stefnu Samtaka iðnaðarins að fara fram á að íslensk stjórnvöld kanni til hlítar hvort önnur skipan mála hvað varðar gjaldmiðilinn, vaxtastigið og umgjörð peningamálastefnu gæti náðst fram með inngöngu í ESB. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa atvinnulífsins að stjórnvöld taki sér góðan tíma í að rýna í þá valkosti sem í boði eru og útiloka ekki neitt fyrir fram. Því verður ekki trúað að óreyndu að íslensk stjórnvöld muni ganga gegn þeim stóra hópi íslenskra iðnfyrirtækja sem vill að kannað verði til hlítar hvort samkeppnishæfni þeirra sé betur tryggð innan ESB ellegar utan. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands tekur ekki af nein tvímæli þar um og gefur ekkert tilefni til skjótra ákvarðana sem skaða kunna hagsmuni íslensks atvinnulífs til frambúðar. Skýrslan kallar í raun miklu fremur á að aðildarviðræður hefjist að nýju og að niðurstöður verði brotnar til mergjar þá fyrst þegar viðræðum er lokið og samningsniðurstaða liggur fyrir.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun