Glópagull úr skyri? Þórólfur Matthíasson skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði hefur lýst áhuga fyrirtækja í mjólkuriðnaði á að flytja 4.000 tonn af skyri til Evrópu tollfrjálst. Á ýmsu hefur gengið með arðsemi af útflutningi íslenskra landbúnaðarafurða. Því vaknaði sú spurning hvort skyrútflutningur væri gróðaleið. Eftir nokkra yfirlegu og samtöl við kunnáttufólk varð niðurstaðan neikvæð. Skilaverð mjólkurinnar sem færi í Evrópuskyrið yrði líklega 420 til 450 milljónir króna. Markaðsherferð í Evrópu myndi síðan kosta einhverjar 100 til 200 milljónir á ári hið minnsta.Þrátt fyrir ítrekun var ekki svarað Verðlagsnefnd búvara telur að það kosti bændur 630 milljónir króna að framleiða þær 5 milljónir lítra mjólkur sem færu í skyrið. Því virðist borðleggjandi að tap á fyrirhuguðum útflutningi skyrs til Evrópu yrði 300 til 400 milljónir króna þegar tillit er tekið til kostnaðar við nauðsynlegt markaðsátak til að kynna skyrið. Með tölvuskeyti sendu 18. febrúar lagði ég þessa útreikninga fyrir framkvæmdastjóra Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði og bað hann að leiðbeina mér ef rangt væri ályktað. Þrátt fyrir ítrekun svaraði framkvæmdastjórinn ekki og staðfesti með þögninni að útreikningarnir sem ég lagði fram væru nærri lagi. Í Fréttablaðinu þann 24. febrúar sl. spurði ég, í framhaldi af þegjandi samþykki framkvæmdastjórans, með hvaða hætti Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hygðust fjármagna fyrirsjáanlegt tap á hugsanlegum útflutningi skyrs til Evrópu. Af grein sem framkvæmdastjórinn ritar í Fréttablaðið 26. febrúar má skilja að hann ætli að lækka kostnað Mjólkursamsölunnar um 200 milljónir króna frá áætlun minni með því að greiða bændum aðeins 83 krónur á lítrann af mjólk sem færi til Evrópuskyrgerðar. Fyrir framleiðslu innan kvóta sem fer á innanlandsmarkað eru hins vegar greiddar 128 krónur á lítrann. Það liggur því beint við, í framhaldi af svari framkvæmdastjóra SAM, að spyrja talsmenn Bændasamtaka Íslands og Landssambands kúabænda hvort þeir séu tilbúnir í þann leiðangur að framleiða ódýra mjólk fyrir Evrópumarkað. Ef svarið við þeirri spurningu er jákvætt hljóta íslenskir skattgreiðendur að spyrja Bændasamtökin og kúabændur hvort þeir eigi ekki rétt á að fá mjólk á sama verði og neytendur í Evrópu. Hvort nokkur þörf sé á beingreiðslum til mjólkurframleiðenda. Ef hægt er að framleiða umtalsvert magn mjólkur á 83 krónur lítrann fyrir Evrópumarkað, af hverju þurfa bændur 128 krónur fyrir hvern lítra sem fer á innanlandsmarkað? Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði á svo enn eftir að svara hvernig hann hyggst fjármagna markaðsherferðina fyrir skyrinu í Evrópu. Skyr selur sig ekki sjálft þó gott sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði hefur lýst áhuga fyrirtækja í mjólkuriðnaði á að flytja 4.000 tonn af skyri til Evrópu tollfrjálst. Á ýmsu hefur gengið með arðsemi af útflutningi íslenskra landbúnaðarafurða. Því vaknaði sú spurning hvort skyrútflutningur væri gróðaleið. Eftir nokkra yfirlegu og samtöl við kunnáttufólk varð niðurstaðan neikvæð. Skilaverð mjólkurinnar sem færi í Evrópuskyrið yrði líklega 420 til 450 milljónir króna. Markaðsherferð í Evrópu myndi síðan kosta einhverjar 100 til 200 milljónir á ári hið minnsta.Þrátt fyrir ítrekun var ekki svarað Verðlagsnefnd búvara telur að það kosti bændur 630 milljónir króna að framleiða þær 5 milljónir lítra mjólkur sem færu í skyrið. Því virðist borðleggjandi að tap á fyrirhuguðum útflutningi skyrs til Evrópu yrði 300 til 400 milljónir króna þegar tillit er tekið til kostnaðar við nauðsynlegt markaðsátak til að kynna skyrið. Með tölvuskeyti sendu 18. febrúar lagði ég þessa útreikninga fyrir framkvæmdastjóra Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði og bað hann að leiðbeina mér ef rangt væri ályktað. Þrátt fyrir ítrekun svaraði framkvæmdastjórinn ekki og staðfesti með þögninni að útreikningarnir sem ég lagði fram væru nærri lagi. Í Fréttablaðinu þann 24. febrúar sl. spurði ég, í framhaldi af þegjandi samþykki framkvæmdastjórans, með hvaða hætti Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hygðust fjármagna fyrirsjáanlegt tap á hugsanlegum útflutningi skyrs til Evrópu. Af grein sem framkvæmdastjórinn ritar í Fréttablaðið 26. febrúar má skilja að hann ætli að lækka kostnað Mjólkursamsölunnar um 200 milljónir króna frá áætlun minni með því að greiða bændum aðeins 83 krónur á lítrann af mjólk sem færi til Evrópuskyrgerðar. Fyrir framleiðslu innan kvóta sem fer á innanlandsmarkað eru hins vegar greiddar 128 krónur á lítrann. Það liggur því beint við, í framhaldi af svari framkvæmdastjóra SAM, að spyrja talsmenn Bændasamtaka Íslands og Landssambands kúabænda hvort þeir séu tilbúnir í þann leiðangur að framleiða ódýra mjólk fyrir Evrópumarkað. Ef svarið við þeirri spurningu er jákvætt hljóta íslenskir skattgreiðendur að spyrja Bændasamtökin og kúabændur hvort þeir eigi ekki rétt á að fá mjólk á sama verði og neytendur í Evrópu. Hvort nokkur þörf sé á beingreiðslum til mjólkurframleiðenda. Ef hægt er að framleiða umtalsvert magn mjólkur á 83 krónur lítrann fyrir Evrópumarkað, af hverju þurfa bændur 128 krónur fyrir hvern lítra sem fer á innanlandsmarkað? Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði á svo enn eftir að svara hvernig hann hyggst fjármagna markaðsherferðina fyrir skyrinu í Evrópu. Skyr selur sig ekki sjálft þó gott sé.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun