Eigum við að mótmæla harðlega? Elvar Örn Arason og Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 5. mars 2014 06:00 Það er ótrúlegt að fylgjast með atburðum í Úkraínu. Þar hafa Rússar ákveðið að beita hervaldi til að freista þess að knésetja ný stjórnvöld í Kænugarði. Byltingin í Úkraínu var gerð í kjölfar mikilla mótmæla frá almenningi. Almenningur var ósáttur við stefnu þáverandi forseta að hætta við að undirrita samstarfssamning við ESB og þróa nánara samstarf við Rússland, sem lofaði úkraínskum stjórnvöldum ríflegum fjárstuðningi ef þau hættu við samstarfið við ESB. Þetta átti almenningur í vesturhluta Úkraínu erfitt með að sætta sig við og í kjölfarið brutust út hörð mótmæli sem leiddu til þess að Janúkovítsj forseti hrökklaðist frá völdum. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, vill fá að stjórna því hvernig stjórnarfarið er í ríkjunum í kringum Rússland. Hann kærir sig kollóttan um að virða mannréttindi og koma á vestrænu lýðræði á áhrifasvæði þess. Almenningur í Úkraínu vill ekki nánari samskipti við Rússland, heldur treysta lýðræðisþróunina í landinu sem hófst árið 1991 með falli Sovétríkjanna og styrkja tengslin við ESB. Átökin gætu haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og hrint af stað ófriðaröldu á svæðinu. Þessi þróun hefur leitt til neyðarfunda hjá ESB og NATO, þar sem nágrannaríki Rússlands hafa sett af stað nánari útfærslu á stofnsamningi NATÓ (Litháen skoðar nánar 4. gr. NATO-sáttmálans). Ástandið er afar eldfimt og allir aðilar þurfa að gæta þess að stigmagna ekki deiluna og leita eftir friðsamlegum lausnum. Athyglisvert er að frá íslenskum stjórnvöldum koma varfærin viðbrögð. Þvert á móti hafa íslensk stjórnvöld undanfarin misseri fjandskapast við samstarfsþjóðir okkar í ESB (tillaga um slit á ESB-viðræðum), mært rússnesk stjórnvöld (viðtal forsetans við rússneskt dagblað), sýnt þeim of mikla virðingu (ráðherra og forseti fara á Vetrarólympíuleika). Það skiptir máli að Vesturlönd standi saman og fordæmi rússnesk stjórnvöld harðlega fyrir að beita vopnavaldi gegn sjálfstæðu ríki. Ísland á að mótmæla með virkari hætti en hefur verið gert, t.d. með því að fylgja fordæmi stjórnvalda í Bretlandi og hætta við að senda ráðherra á Vetrarólympíuleika fatlaðra sem haldnir verða í Rússlandi. Að okkar mati eiga íslensk stjórnvöld ekki að efla samskipti sín við Rússland, heldur þvert á móti kæla þau samskipti í stað þess að eyða allri sinni orku í að draga úr samskiptum við lýðræðisþjóðir í Evrópu. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt að fylgjast með atburðum í Úkraínu. Þar hafa Rússar ákveðið að beita hervaldi til að freista þess að knésetja ný stjórnvöld í Kænugarði. Byltingin í Úkraínu var gerð í kjölfar mikilla mótmæla frá almenningi. Almenningur var ósáttur við stefnu þáverandi forseta að hætta við að undirrita samstarfssamning við ESB og þróa nánara samstarf við Rússland, sem lofaði úkraínskum stjórnvöldum ríflegum fjárstuðningi ef þau hættu við samstarfið við ESB. Þetta átti almenningur í vesturhluta Úkraínu erfitt með að sætta sig við og í kjölfarið brutust út hörð mótmæli sem leiddu til þess að Janúkovítsj forseti hrökklaðist frá völdum. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, vill fá að stjórna því hvernig stjórnarfarið er í ríkjunum í kringum Rússland. Hann kærir sig kollóttan um að virða mannréttindi og koma á vestrænu lýðræði á áhrifasvæði þess. Almenningur í Úkraínu vill ekki nánari samskipti við Rússland, heldur treysta lýðræðisþróunina í landinu sem hófst árið 1991 með falli Sovétríkjanna og styrkja tengslin við ESB. Átökin gætu haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og hrint af stað ófriðaröldu á svæðinu. Þessi þróun hefur leitt til neyðarfunda hjá ESB og NATO, þar sem nágrannaríki Rússlands hafa sett af stað nánari útfærslu á stofnsamningi NATÓ (Litháen skoðar nánar 4. gr. NATO-sáttmálans). Ástandið er afar eldfimt og allir aðilar þurfa að gæta þess að stigmagna ekki deiluna og leita eftir friðsamlegum lausnum. Athyglisvert er að frá íslenskum stjórnvöldum koma varfærin viðbrögð. Þvert á móti hafa íslensk stjórnvöld undanfarin misseri fjandskapast við samstarfsþjóðir okkar í ESB (tillaga um slit á ESB-viðræðum), mært rússnesk stjórnvöld (viðtal forsetans við rússneskt dagblað), sýnt þeim of mikla virðingu (ráðherra og forseti fara á Vetrarólympíuleika). Það skiptir máli að Vesturlönd standi saman og fordæmi rússnesk stjórnvöld harðlega fyrir að beita vopnavaldi gegn sjálfstæðu ríki. Ísland á að mótmæla með virkari hætti en hefur verið gert, t.d. með því að fylgja fordæmi stjórnvalda í Bretlandi og hætta við að senda ráðherra á Vetrarólympíuleika fatlaðra sem haldnir verða í Rússlandi. Að okkar mati eiga íslensk stjórnvöld ekki að efla samskipti sín við Rússland, heldur þvert á móti kæla þau samskipti í stað þess að eyða allri sinni orku í að draga úr samskiptum við lýðræðisþjóðir í Evrópu. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun