Ákall til alþjóðasamfélagsins Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 6. mars 2014 06:00 „Ógeðslegt fólk“ voru orðin sem forseti Úganda lét falla um samkynhneigða nýlega. Þetta hljómaði kunnuglega en við Jónína, eiginkona mín, fengum svipuð skilaboð frá Úganda árið 2010 þegar hjónaband okkar vakti heimsathygli. „Samfélag þeirra er búið að vera, þær eru siðlausar,“ var haft eftir talskonu stjórnarflokksins í Úganda. Og svo klykkti hún út með því að segja að hjónaband okkar væri „viðurstyggilegt“. Maður verður orðlaus að heyra fordómana og hvernig raunveruleikinn er algjörlega afskræmdur, eins og þegar því er haldið fram að samkynhneigðir séu hættulegir samfélaginu, einkum og sér í lagi börnum. Já, staðan í Úganda er skelfileg og samkynhneigðir þar í landi hafa þurft að búa við hræðileg mannréttindabrot. Fyrir það eitt að elska aðra manneskju þurfa þeir að lifa í stöðugum ótta, sæta miskunnarlausu ofbeldi, grimmd, ofsóknum og kúgun. Og nú hefur lífstíðardómur fyrir samkynhneigð verið lögfestur í Úganda. Lagasetningin hefur þegar haft þau áhrif að dauðalistar, svartir listar með persónuupplýsingum um hinsegin fólk, eru birtir í götublöðum í Úganda og birting þeirra hefur leitt til árása á þetta fólk og til sjálfsvíga samkynhneigðra. Alþjóðasamfélagið þarf að bregðast miklu harðar við þessum hrikalegu mannréttindabrotum en það hefur þegar gert. Og Ísland ekki síst, sem á margan hátt hefur verið í fararbroddi í heiminum varðandi sjálfsögð réttindi samkynhneigðra. Fordæming utanríkisráðherra er ekki nægjanleg. Kröftug ályktun frá stjórnvöldum og Alþingi gegn þessum mannréttindabrotum væri fyrsta skrefið. Síðan þarf að koma frumkvæði stjórnvalda í samráði við önnur norræn ríki um hvernig best væri að beita sér fyrir breiðri alþjóðasamstöðu í málinu. Íslandsdeild Amnesty International og Samtökin ‘78 gangast þessa daga fyrir sameiginlegu átaki og fjársöfnun í þágu samkynhneigðra í Úganda, m.a. með glæsilegum stórtónleikum í Hörpu í kvöld. Vonandi styður íslenska þjóðin dyggilega þetta átak. Það væri til fyrirmyndar og myndi skipta miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Sjá meira
„Ógeðslegt fólk“ voru orðin sem forseti Úganda lét falla um samkynhneigða nýlega. Þetta hljómaði kunnuglega en við Jónína, eiginkona mín, fengum svipuð skilaboð frá Úganda árið 2010 þegar hjónaband okkar vakti heimsathygli. „Samfélag þeirra er búið að vera, þær eru siðlausar,“ var haft eftir talskonu stjórnarflokksins í Úganda. Og svo klykkti hún út með því að segja að hjónaband okkar væri „viðurstyggilegt“. Maður verður orðlaus að heyra fordómana og hvernig raunveruleikinn er algjörlega afskræmdur, eins og þegar því er haldið fram að samkynhneigðir séu hættulegir samfélaginu, einkum og sér í lagi börnum. Já, staðan í Úganda er skelfileg og samkynhneigðir þar í landi hafa þurft að búa við hræðileg mannréttindabrot. Fyrir það eitt að elska aðra manneskju þurfa þeir að lifa í stöðugum ótta, sæta miskunnarlausu ofbeldi, grimmd, ofsóknum og kúgun. Og nú hefur lífstíðardómur fyrir samkynhneigð verið lögfestur í Úganda. Lagasetningin hefur þegar haft þau áhrif að dauðalistar, svartir listar með persónuupplýsingum um hinsegin fólk, eru birtir í götublöðum í Úganda og birting þeirra hefur leitt til árása á þetta fólk og til sjálfsvíga samkynhneigðra. Alþjóðasamfélagið þarf að bregðast miklu harðar við þessum hrikalegu mannréttindabrotum en það hefur þegar gert. Og Ísland ekki síst, sem á margan hátt hefur verið í fararbroddi í heiminum varðandi sjálfsögð réttindi samkynhneigðra. Fordæming utanríkisráðherra er ekki nægjanleg. Kröftug ályktun frá stjórnvöldum og Alþingi gegn þessum mannréttindabrotum væri fyrsta skrefið. Síðan þarf að koma frumkvæði stjórnvalda í samráði við önnur norræn ríki um hvernig best væri að beita sér fyrir breiðri alþjóðasamstöðu í málinu. Íslandsdeild Amnesty International og Samtökin ‘78 gangast þessa daga fyrir sameiginlegu átaki og fjársöfnun í þágu samkynhneigðra í Úganda, m.a. með glæsilegum stórtónleikum í Hörpu í kvöld. Vonandi styður íslenska þjóðin dyggilega þetta átak. Það væri til fyrirmyndar og myndi skipta miklu máli.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun