Sverrir Þór: Held ekki áfram eftir þetta grín Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2014 08:00 Sverrir þór Sverrisson er þjálfari karlaliðs Grindavíkur. Vísir/Anton Sverrir Þór Sverrisson sagði í gær upp störfum sem landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta en hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. Aðdragandi uppsagnarinnar var vægast sagt furðulegur en Körfuknattleikssamband Íslands var að leita að öðrum þjálfara án vitneskju Sverris. „Ég gerði þriggja ára samning árið 2012. Ef báðir aðilar voru ánægðir hvor með annan framlengdist hann um eitt ár sem er árið í ár og því átti samningurinn að gilda út 2014,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég ætlaði bara að halda áfram þar til ég heyrði í mönnum um daginn. Þeir vissu greinilega ekki að ég ætti eitt ár eftir því þegar ég fékk símtal á þriðjudaginn var mér sagt að þjálfari sem þeir hefðu boðið starfið hafnaði því. Fyrst hann gaf þetta frá sér bauðst mér að vera áfram með liðið en ég hafði ekki nokkurn áhuga á því að starfa áfram á þessum forsendum,“ segir Sverrir Þór. Aldrei hafði verið rætt við Sverri um að starf hans væri í hættu eða það ætti að skoða aðra möguleika. Svörin sem hann fékk í vikunni voru að afreksnefnd vildi skoða landsliðsmálin en hann ítrekar að greinilegt var að KKÍ vissi ekki að hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. „Mér finnst þetta mjög léleg framkoma. Svo er frekar sérstakt að vita ekki hvernig samningamálin standa. Menn hefðu ekki þurft annað en að fletta upp í skýrslunum hjá sér til að sjá það,“ segir Sverrir Þór. Sverri brá svo þegar honum var tilkynnt á þriðjudaginn að annar maður, án hans vitneskju, hefði hafnað starfinu sem hann var í, að hann svaraði engu. „Ég sagðist bara heyra í mönnum aftur. Svo þegar hringt var aftur í dag [gær] sagðist ég ekki hafa áhuga á þessu starfi lengur,“ segir Sverrir Þór sem sér þó eftir starfinu. „Ég ætlaði mér alltaf að halda áfram en ekki eftir þetta grín sem búið er að vera í gangi. Það var rosalega gaman að þjálfa þetta lið og okkur hafði gengið vel. Við eigum Helenu úti sem er að spila í góðri deild og fullt af öðrum góðum stelpum hérna heima. Ég hafði gaman af þessu en ég get ekki unnið áfram á þessum forsendum,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson sagði í gær upp störfum sem landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta en hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. Aðdragandi uppsagnarinnar var vægast sagt furðulegur en Körfuknattleikssamband Íslands var að leita að öðrum þjálfara án vitneskju Sverris. „Ég gerði þriggja ára samning árið 2012. Ef báðir aðilar voru ánægðir hvor með annan framlengdist hann um eitt ár sem er árið í ár og því átti samningurinn að gilda út 2014,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég ætlaði bara að halda áfram þar til ég heyrði í mönnum um daginn. Þeir vissu greinilega ekki að ég ætti eitt ár eftir því þegar ég fékk símtal á þriðjudaginn var mér sagt að þjálfari sem þeir hefðu boðið starfið hafnaði því. Fyrst hann gaf þetta frá sér bauðst mér að vera áfram með liðið en ég hafði ekki nokkurn áhuga á því að starfa áfram á þessum forsendum,“ segir Sverrir Þór. Aldrei hafði verið rætt við Sverri um að starf hans væri í hættu eða það ætti að skoða aðra möguleika. Svörin sem hann fékk í vikunni voru að afreksnefnd vildi skoða landsliðsmálin en hann ítrekar að greinilegt var að KKÍ vissi ekki að hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. „Mér finnst þetta mjög léleg framkoma. Svo er frekar sérstakt að vita ekki hvernig samningamálin standa. Menn hefðu ekki þurft annað en að fletta upp í skýrslunum hjá sér til að sjá það,“ segir Sverrir Þór. Sverri brá svo þegar honum var tilkynnt á þriðjudaginn að annar maður, án hans vitneskju, hefði hafnað starfinu sem hann var í, að hann svaraði engu. „Ég sagðist bara heyra í mönnum aftur. Svo þegar hringt var aftur í dag [gær] sagðist ég ekki hafa áhuga á þessu starfi lengur,“ segir Sverrir Þór sem sér þó eftir starfinu. „Ég ætlaði mér alltaf að halda áfram en ekki eftir þetta grín sem búið er að vera í gangi. Það var rosalega gaman að þjálfa þetta lið og okkur hafði gengið vel. Við eigum Helenu úti sem er að spila í góðri deild og fullt af öðrum góðum stelpum hérna heima. Ég hafði gaman af þessu en ég get ekki unnið áfram á þessum forsendum,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira