Hvaða spurning er á dagskrá? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 17. mars 2014 06:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, virðist byrjaður að átta sig á því að ríkisstjórnin gerði alvarleg mistök þegar hún lagði fram í skyndi þingsályktunartillögu um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án þess að spyrja þjóðina álits. „Það hefur komið mér á óvart hversu mikil viðbrögð hafa verið í þjóðfélaginu, en kannski hefði maður ekki átt að láta það koma sér á óvart í ljósi þess hvernig við höfum verið að þróa og þroska lýðræðið undanfarinn áratug,“ sagði Bjarni á Alþingi síðastliðið fimmtudagskvöld. „Ég tel að við eigum að læra af þessum viðbrögðum og þessi vinna þarf að eiga sér stað í nefndinni,“ sagði Bjarni og vísar þar til meðferðar málsins í utanríkismálanefnd. Formaður Sjálfstæðisflokksins dregur hins vegar kolrangar ályktanir af hinum hörðu viðbrögðum. Nýjasta hugmyndin hjá honum er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þá kosti að slíta viðræðunum, eins og ríkisstjórnin vill gera, eða hafa áframhaldandi viðræðuhlé. „Ég er hins vegar ekki sammála því sem margir telja að sé skynsamlegt að gera núna, að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hluti sem ríkisstjórnin hefur ekki á dagskrá,“ sagði Bjarni á þingi og vísaði þar til kröfunnar um að kosið yrði um hvort aðildarviðræðunum verði haldið áfram eða þeim slitið. Þetta er algjörlega fráleitur málflutningur. Hver setti það á dagskrá að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið? Það voru núverandi stjórnarflokkar, sem báðir höfðu það á stefnuskrá sinni. Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins stóð: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.“ Þar stóð ekki að halda ætti kosningu án þess að sá kostur að halda viðræðunum áfram væri á kjörseðlinum. Enda hefði það verið jafngalin hugmynd þá og það er núna. Núverandi ráðherrar flokksins ítrekuðu loforðið með þessu eða svipuðu orðalagi við mörg tækifæri í kosningabaráttunni. Það hefði líka verið hlegið að þeim á kosningafundunum ef þeir hefðu farið í svipaðar æfingar og formaður þeirra stendur í nú. Þeir rúmlega 51 þúsund kjósendur sem hafa sett nafn sitt við áskorun um að þjóðin fái að kjósa um að halda viðræðunum áfram eða slíta þeim eru fyrst og fremst að biðja um að staðið sé við það sem þeim hafði verið lofað. Að stjórnarflokkarnir komist ekki upp með að taka af dagskránni málið sem þeir settu þar sjálfir. Þessi krafa almennings er það sem utanríkismálanefnd verður að taka afstöðu til. Hún getur ekki kynnt fyrir þjóðinni einhverja furðuniðurstöðu, sem felur í sér að kjósendur fái ekki að taka afstöðu til spurningar um áframhald viðræðnanna. Þótt stjórnarflokkunum hafi legið ógurlega á með tillöguna um viðræðuslitin, virðast þeir núna vilja ræða þetta mál sem lengst í utanríkismálanefnd. Það er skrýtið, því að þeir hafa augljósa hagsmuni af því að klára það sem fyrst. Ef það liggur áfram í loftinu að svíkja eigi skýr kosningaloforð fer kosningabarátta þeirra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vaskinn, eins og þegar sjást merki um. Þeir eiga engan annan kost en að hlusta á þjóðina og standa við það sem þeir lofuðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, virðist byrjaður að átta sig á því að ríkisstjórnin gerði alvarleg mistök þegar hún lagði fram í skyndi þingsályktunartillögu um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án þess að spyrja þjóðina álits. „Það hefur komið mér á óvart hversu mikil viðbrögð hafa verið í þjóðfélaginu, en kannski hefði maður ekki átt að láta það koma sér á óvart í ljósi þess hvernig við höfum verið að þróa og þroska lýðræðið undanfarinn áratug,“ sagði Bjarni á Alþingi síðastliðið fimmtudagskvöld. „Ég tel að við eigum að læra af þessum viðbrögðum og þessi vinna þarf að eiga sér stað í nefndinni,“ sagði Bjarni og vísar þar til meðferðar málsins í utanríkismálanefnd. Formaður Sjálfstæðisflokksins dregur hins vegar kolrangar ályktanir af hinum hörðu viðbrögðum. Nýjasta hugmyndin hjá honum er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þá kosti að slíta viðræðunum, eins og ríkisstjórnin vill gera, eða hafa áframhaldandi viðræðuhlé. „Ég er hins vegar ekki sammála því sem margir telja að sé skynsamlegt að gera núna, að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hluti sem ríkisstjórnin hefur ekki á dagskrá,“ sagði Bjarni á þingi og vísaði þar til kröfunnar um að kosið yrði um hvort aðildarviðræðunum verði haldið áfram eða þeim slitið. Þetta er algjörlega fráleitur málflutningur. Hver setti það á dagskrá að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið? Það voru núverandi stjórnarflokkar, sem báðir höfðu það á stefnuskrá sinni. Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins stóð: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.“ Þar stóð ekki að halda ætti kosningu án þess að sá kostur að halda viðræðunum áfram væri á kjörseðlinum. Enda hefði það verið jafngalin hugmynd þá og það er núna. Núverandi ráðherrar flokksins ítrekuðu loforðið með þessu eða svipuðu orðalagi við mörg tækifæri í kosningabaráttunni. Það hefði líka verið hlegið að þeim á kosningafundunum ef þeir hefðu farið í svipaðar æfingar og formaður þeirra stendur í nú. Þeir rúmlega 51 þúsund kjósendur sem hafa sett nafn sitt við áskorun um að þjóðin fái að kjósa um að halda viðræðunum áfram eða slíta þeim eru fyrst og fremst að biðja um að staðið sé við það sem þeim hafði verið lofað. Að stjórnarflokkarnir komist ekki upp með að taka af dagskránni málið sem þeir settu þar sjálfir. Þessi krafa almennings er það sem utanríkismálanefnd verður að taka afstöðu til. Hún getur ekki kynnt fyrir þjóðinni einhverja furðuniðurstöðu, sem felur í sér að kjósendur fái ekki að taka afstöðu til spurningar um áframhald viðræðnanna. Þótt stjórnarflokkunum hafi legið ógurlega á með tillöguna um viðræðuslitin, virðast þeir núna vilja ræða þetta mál sem lengst í utanríkismálanefnd. Það er skrýtið, því að þeir hafa augljósa hagsmuni af því að klára það sem fyrst. Ef það liggur áfram í loftinu að svíkja eigi skýr kosningaloforð fer kosningabarátta þeirra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vaskinn, eins og þegar sjást merki um. Þeir eiga engan annan kost en að hlusta á þjóðina og standa við það sem þeir lofuðu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun