Segir alþjóðasamfélagið getulaust Freyr Bjarnason skrifar 17. mars 2014 07:00 Suðurkóreskir stúdentar á kertaljósaathöfn sem var haldin til að krefjast þess að börn í Sýrlandi fái aukna aðstoð. Mynd/AP Þrjú ár eru liðin síðan átökin á Sýrlandi hófust. Af því tilefni sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu að um væri að ræða stærsta mannúðar-, friðar- og öryggisvandamál heimsins. Ban Ki-moon sagðist ósáttur við getuleysi alþjóðasamfélagsins til að leysa deiluna og hvatti Bandaríkjamenn og Rússa sérstaklega til að setja aukinn kraft í friðarviðræðurnar en báðar þjóðirnar hafa staðið í deilum vegna ástandsins í Úkraínu. Átökin í Sýrlandi eiga rætur sínar að rekja til mótmæla sem spruttu upp í borginni Deraa í suðurhluta Sýrlands eftir að hópur unglinga var handtekinn og pyntaður fyrir að hafa málað uppreisnarslagorð á skólavegg. Þegar öryggissveitir stjórnvalda hófu skothríð á mótmælendurna og drápu þó nokkra urðu mótmælin umfangsmeiri og áður en langt um leið var þess krafist víða um land að forsetinn, Bashar al-Assad, segði af sér. Ákvörðun stjórnvalda um að beita enn meira herafli til að stöðva mótmælin höfðu öfug áhrif. Í júlí 2011 tóku hundruð þúsunda manna þátt í mótmælum víðs vegar um landið. Mótmælendurnir hófu að grípa til vopna. Borgarastyrjöld braust út og árið 2012 náðu átökin til höfuðborgarinnar Damaskus og Aleppo. Talið er að um 140 þúsund hafi fallið í átökunum, þar af fjöldi óbreyttra borgara. Ein af ástæðunum fyrir því að átökin hafa haldið áfram án þess að samningar hafi náðst er sú að mótmælendurnir eru langt í frá samstiga um hvaða stefnu skuli taka, þó svo að allir séu þeir sammála um að forsetinn Assad verði að víkja. Samninganefnd hefur verið mynduð til að ná athygli alþjóðasamfélagins en hún hefur ekki sýnt nægan styrk vegna innri átaka og lítils stuðnings frá grasrótarhreyfingum og uppreisnarsinnum, að því er kom fram í frétt BBC. Vopnaðir uppreisnarsinnar hafa myndað hinar ýmsu hreyfingar og talið er að allt að eitt þúsund mismunandi hópar séu núna að störfum með um eitt hundrað þúsund bardagamenn innan sinna raða. Hófsamir mótmælendur eru mun færri en harðlínu-íslamistar og hópar sem tengjast al-Kaída-samtökunum sem hafa beitt grimmilegum aðferðum í baráttu sinni. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur rannsakað meint brot á alþjóðlegum mannréttindalögum frá því átökin hófust. Sönnunargögn sýna að bæði stjórnvöld og mótmælendur hafa framið stríðsglæpi, þar á meðal stundað pyntingar, gíslatökur, fjöldamorð og aftökur án dóms og laga á þessum þremur árum. Grófasta dæmið um fjöldamorð átti sér stað í ágúst í fyrra þegar eldflaugum með sarín-taugagasi var skotið að mótmælendum í Damaskus með þeim afleiðingum að á bilinu 300 til 1.430 manns fórust. Stjórnvöld voru sökuð um árásina en Assad kenndi uppreisnarmönnum um hana. Síðasta vor hófu Bandaríkjamenn og Rússar undirbúning ráðstefnu vegna ástandsins þar sem samþykkja átti tilllögu um að ný ríkisstjórn yrði sett á laggirnar í Sýrlandi. Viðræðurnar hófust ekki fyrr en í janúar síðastliðnum og var þeim slitið í febrúar. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Lakhdar Brahimi, sagði að sýrlensk stjórnvöld hefðu neitað að taka til greina kröfur mótmælenda, sem þau lýstu sem hryðjuverkamönnum. 22 milljónir Rúmar 22 milljónir manna búa í Sýrlandi sem á landamæri að Líbanon, Tyrklandi, Írak, Jórdaníu og Ísrael. Margir mismunandi trúarhópar og mörg þjóðarbrot búa í landinu en þrír fjórðu hlutar Sýrlendinga eru súnní-múslimar. Fréttaskýringar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Þrjú ár eru liðin síðan átökin á Sýrlandi hófust. Af því tilefni sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu að um væri að ræða stærsta mannúðar-, friðar- og öryggisvandamál heimsins. Ban Ki-moon sagðist ósáttur við getuleysi alþjóðasamfélagsins til að leysa deiluna og hvatti Bandaríkjamenn og Rússa sérstaklega til að setja aukinn kraft í friðarviðræðurnar en báðar þjóðirnar hafa staðið í deilum vegna ástandsins í Úkraínu. Átökin í Sýrlandi eiga rætur sínar að rekja til mótmæla sem spruttu upp í borginni Deraa í suðurhluta Sýrlands eftir að hópur unglinga var handtekinn og pyntaður fyrir að hafa málað uppreisnarslagorð á skólavegg. Þegar öryggissveitir stjórnvalda hófu skothríð á mótmælendurna og drápu þó nokkra urðu mótmælin umfangsmeiri og áður en langt um leið var þess krafist víða um land að forsetinn, Bashar al-Assad, segði af sér. Ákvörðun stjórnvalda um að beita enn meira herafli til að stöðva mótmælin höfðu öfug áhrif. Í júlí 2011 tóku hundruð þúsunda manna þátt í mótmælum víðs vegar um landið. Mótmælendurnir hófu að grípa til vopna. Borgarastyrjöld braust út og árið 2012 náðu átökin til höfuðborgarinnar Damaskus og Aleppo. Talið er að um 140 þúsund hafi fallið í átökunum, þar af fjöldi óbreyttra borgara. Ein af ástæðunum fyrir því að átökin hafa haldið áfram án þess að samningar hafi náðst er sú að mótmælendurnir eru langt í frá samstiga um hvaða stefnu skuli taka, þó svo að allir séu þeir sammála um að forsetinn Assad verði að víkja. Samninganefnd hefur verið mynduð til að ná athygli alþjóðasamfélagins en hún hefur ekki sýnt nægan styrk vegna innri átaka og lítils stuðnings frá grasrótarhreyfingum og uppreisnarsinnum, að því er kom fram í frétt BBC. Vopnaðir uppreisnarsinnar hafa myndað hinar ýmsu hreyfingar og talið er að allt að eitt þúsund mismunandi hópar séu núna að störfum með um eitt hundrað þúsund bardagamenn innan sinna raða. Hófsamir mótmælendur eru mun færri en harðlínu-íslamistar og hópar sem tengjast al-Kaída-samtökunum sem hafa beitt grimmilegum aðferðum í baráttu sinni. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur rannsakað meint brot á alþjóðlegum mannréttindalögum frá því átökin hófust. Sönnunargögn sýna að bæði stjórnvöld og mótmælendur hafa framið stríðsglæpi, þar á meðal stundað pyntingar, gíslatökur, fjöldamorð og aftökur án dóms og laga á þessum þremur árum. Grófasta dæmið um fjöldamorð átti sér stað í ágúst í fyrra þegar eldflaugum með sarín-taugagasi var skotið að mótmælendum í Damaskus með þeim afleiðingum að á bilinu 300 til 1.430 manns fórust. Stjórnvöld voru sökuð um árásina en Assad kenndi uppreisnarmönnum um hana. Síðasta vor hófu Bandaríkjamenn og Rússar undirbúning ráðstefnu vegna ástandsins þar sem samþykkja átti tilllögu um að ný ríkisstjórn yrði sett á laggirnar í Sýrlandi. Viðræðurnar hófust ekki fyrr en í janúar síðastliðnum og var þeim slitið í febrúar. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Lakhdar Brahimi, sagði að sýrlensk stjórnvöld hefðu neitað að taka til greina kröfur mótmælenda, sem þau lýstu sem hryðjuverkamönnum. 22 milljónir Rúmar 22 milljónir manna búa í Sýrlandi sem á landamæri að Líbanon, Tyrklandi, Írak, Jórdaníu og Ísrael. Margir mismunandi trúarhópar og mörg þjóðarbrot búa í landinu en þrír fjórðu hlutar Sýrlendinga eru súnní-múslimar.
Fréttaskýringar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira