Er EES-leið greið? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. mars 2014 06:00 Ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku þunnt plagg sem er kallað Evrópustefna. Þar er lögð megináherzla á að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið verði áfram þungamiðjan í samskiptum Íslands og ESB. Í „Evrópustefnunni“ er meðal annars lögð mikil áherzla á að að tryggja skilvirka framkvæmd EES-samningsins og vinna upp þann hala af EES-reglum sem Ísland hefur ekki innleitt í íslenzk lög. Þetta segir ríkisstjórnin nauðsynlegt til að uppfylla markmið EES um „einsleitni löggjafar allra samningsaðila“ sem er réttilega sögð „ítrustu hagsmunir“ íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja. Sumum í stjórnarliðinu kynni þó að vera tamara að kalla þessa vinnu aðlögun að reglum ESB, sem Íslendingar taka við án þess að um nokkuð sé að semja. Athygli vekur að í „Evrópustefnunni“ er ekkert talað um tvö önnur stór vandamál sem munu snúa að framkvæmd EES-samningsins hvað Ísland varðar á næstu árum. Þau voru hins vegar til umfjöllunar í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær. Í fyrsta lagi blasir við að vegna gjaldeyrishaftanna mun Ísland um fyrirsjáanlega framtíð ekki geta uppfyllt ákvæði um frjálsa fjármagnsflutninga, eina af fjórum meginstoðum innri markaðar ESB. Innan Evrópusambandsins er farið að spyrja spurninga um hversu lengi það ástand geti varað. EFTA-dómstóllinn hefur úrskurðað að Ísland hafi verið í rétti að beita öryggisákvæðum samningsins og setja á gjaldeyrishöft, en ríki sem vill vera hluti af sameiginlegu markaðssvæði getur ekki endalaust haft undanþágu frá einni grunnstoð þess. Annað og jafnvel meira aðkallandi úrlausnarefni er að ýmsar reglur ESB sem eru á leið inn í EES-samninginn fela í sér svo drjúgt valdaframsal til yfirþjóðlegra stofnana að nauðsynlegt mun reynast að breyta stjórnarskránni til að hún heimili það. Það á til dæmis við um reglurnar um sameiginlegt bankaeftirlit. Þegar það mál kom fyrst til umræðu vorið 2012 sögðu leiðtogar núverandi stjórnarflokka, þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, í samtölum við Fréttablaðið að það væri engan veginn sjálfgefið að menn stykkju til og breyttu stjórnarskránni. Nær væri að reyna að ná samningum við ESB. „Fyrst og fremst hljótum við að láta reyna á það til fulls þegar svona tilvik koma upp að fá undanþágur sem henta okkar veruleika,“ sagði Bjarni þá. Þetta virðist nú áfram vera stefnan. Óneitanlega er athyglisvert að þeir félagar telji líklegra að undanþágur fáist í samningum við ESB um EES-reglur en í aðildarviðræðum, af því að prinsippið er það sama; einsleitni löggjafar sem tryggi að allir sitji við sama borð. Raunar er ekki líklegt að ESB vilji sleppa EFTA-ríkjunum við sameiginlegt bankaeftirlit. Slíkt eftirlit hefði til dæmis komið í veg fyrir að Icesave yrði nokkurn tímann það stórmál sem á endanum varð. „Evrópustefnan“ gefur ekki til kynna að ríkisstjórnin átti sig á því að EES-leiðin er engan veginn bein og greið. Liðki Ísland ekki til fyrir upptöku nýrra EES-reglna, meðal annars með stjórnarskrárbreytingum, getur það þýtt að samningnum verði að hluta til kippt úr sambandi, með tilheyrandi skaða fyrir íslenzka hagsmuni. Og vilji Ísland ekki þiggja allar reglur hráar frá Brussel, mun reyna á samningsvilja ESB – nokkuð sem margir í stjórnarliðinu segja að sé ekki til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku þunnt plagg sem er kallað Evrópustefna. Þar er lögð megináherzla á að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið verði áfram þungamiðjan í samskiptum Íslands og ESB. Í „Evrópustefnunni“ er meðal annars lögð mikil áherzla á að að tryggja skilvirka framkvæmd EES-samningsins og vinna upp þann hala af EES-reglum sem Ísland hefur ekki innleitt í íslenzk lög. Þetta segir ríkisstjórnin nauðsynlegt til að uppfylla markmið EES um „einsleitni löggjafar allra samningsaðila“ sem er réttilega sögð „ítrustu hagsmunir“ íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja. Sumum í stjórnarliðinu kynni þó að vera tamara að kalla þessa vinnu aðlögun að reglum ESB, sem Íslendingar taka við án þess að um nokkuð sé að semja. Athygli vekur að í „Evrópustefnunni“ er ekkert talað um tvö önnur stór vandamál sem munu snúa að framkvæmd EES-samningsins hvað Ísland varðar á næstu árum. Þau voru hins vegar til umfjöllunar í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær. Í fyrsta lagi blasir við að vegna gjaldeyrishaftanna mun Ísland um fyrirsjáanlega framtíð ekki geta uppfyllt ákvæði um frjálsa fjármagnsflutninga, eina af fjórum meginstoðum innri markaðar ESB. Innan Evrópusambandsins er farið að spyrja spurninga um hversu lengi það ástand geti varað. EFTA-dómstóllinn hefur úrskurðað að Ísland hafi verið í rétti að beita öryggisákvæðum samningsins og setja á gjaldeyrishöft, en ríki sem vill vera hluti af sameiginlegu markaðssvæði getur ekki endalaust haft undanþágu frá einni grunnstoð þess. Annað og jafnvel meira aðkallandi úrlausnarefni er að ýmsar reglur ESB sem eru á leið inn í EES-samninginn fela í sér svo drjúgt valdaframsal til yfirþjóðlegra stofnana að nauðsynlegt mun reynast að breyta stjórnarskránni til að hún heimili það. Það á til dæmis við um reglurnar um sameiginlegt bankaeftirlit. Þegar það mál kom fyrst til umræðu vorið 2012 sögðu leiðtogar núverandi stjórnarflokka, þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, í samtölum við Fréttablaðið að það væri engan veginn sjálfgefið að menn stykkju til og breyttu stjórnarskránni. Nær væri að reyna að ná samningum við ESB. „Fyrst og fremst hljótum við að láta reyna á það til fulls þegar svona tilvik koma upp að fá undanþágur sem henta okkar veruleika,“ sagði Bjarni þá. Þetta virðist nú áfram vera stefnan. Óneitanlega er athyglisvert að þeir félagar telji líklegra að undanþágur fáist í samningum við ESB um EES-reglur en í aðildarviðræðum, af því að prinsippið er það sama; einsleitni löggjafar sem tryggi að allir sitji við sama borð. Raunar er ekki líklegt að ESB vilji sleppa EFTA-ríkjunum við sameiginlegt bankaeftirlit. Slíkt eftirlit hefði til dæmis komið í veg fyrir að Icesave yrði nokkurn tímann það stórmál sem á endanum varð. „Evrópustefnan“ gefur ekki til kynna að ríkisstjórnin átti sig á því að EES-leiðin er engan veginn bein og greið. Liðki Ísland ekki til fyrir upptöku nýrra EES-reglna, meðal annars með stjórnarskrárbreytingum, getur það þýtt að samningnum verði að hluta til kippt úr sambandi, með tilheyrandi skaða fyrir íslenzka hagsmuni. Og vilji Ísland ekki þiggja allar reglur hráar frá Brussel, mun reyna á samningsvilja ESB – nokkuð sem margir í stjórnarliðinu segja að sé ekki til.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun