Eru börn dregin í dilka vegna fátæktar? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 26. mars 2014 07:00 „Þarna var stéttaskiptingin algjör. Þarna var búið að skipuleggja framtíðina fyrir börnin og ég var oft eins og illa klemmdur hlutur á milli stétta, komin af óregluheimili og átti stundum ekki fyrir nesti í skólann en samt í besta bekk með yfirstéttarbörnum.“ Þannig skrifar Anna Kristjánsdóttir í bloggfærslu 7. mars um veru sína í Laugarnesskóla árið 1963. Á þessum árum voru nemendur flokkaðir í bekki eftir námsgetu eða námsárangri, sem gjarnan fór saman við bakgrunn nemenda og þann stuðning og aðstæður sem þeir bjuggu við. Stéttaskipting og flokkun barna var augljós og þótti jafnvel eðlileg á þeim tíma. Þau börn sem bjuggu við erfiðar aðstæður og fátækt voru berskjaldaðri fyrir ofbeldi og urðu gjarnan fórnarlömb ofbeldismanna, eins og dæmin sanna. Nú er árið 2014 og mikið vatn hefur runnið til sjávar hvað varðar réttindi barna og viðhorf til þeirra. Rúmum 25 árum eftir veru Önnu í Laugarnesskóla var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna undirritaður af flestum þjóðum heims þann 20. nóvember 1989. Samningurinn hefur verið lögfestur á Íslandi og er það mikil réttarbót fyrir börn. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um öll þau réttindi sem börn eiga að njóta og ekki má mismuna börnum eftir stöðu þeirra eða stöðu eða athöfnum foreldra þeirra. Börn eiga rétt á að lifa og þroskast og fá að þroska hæfileika sína. Þau eiga rétt á umönnun og vernd, menntun, heilsugæslu, hvíld og tómstundum. Það er mikið framfaraspor að til skuli vera sáttmáli sem á að tryggja börnum mannsæmandi líf og þroskavænleg lífsskilyrði. Sorglegur raunveruleiki En það þýðir því miður ekki að stéttaskipting barna sé ekki lengur til staðar á Íslandi. Það eru enn börn sem ekki eiga fyrir nesti í skólann. Staðreyndin er sú að árið 2014 er þetta sorglegur raunveruleiki of margra barna. Sökum fátæktar fá þessi börn ekki að njóta grundvallarmannréttinda. Börn sem búa við fátækt eiga oft erfitt með að fylgja skólafélögum sínum eftir í tómstundastarfi, eða taka þátt í leikjum eða skemmtunum. Þau geta jafnvel ekki haldið upp á viðburði og áfanga í lífi sínu eins og afmæli eða farið í afmæli hjá öðrum. Þau geta því ekki tekið virkan þátt í samfélaginu með öðrum börnum. Þau fara á mis við að kynnast því fjölbreytta samfélagi menningar, íþrótta og lista, sem gæti vakið áhuga þeirra, göfgað líf og styrkt sjálfsmynd. Þau fá ekki að nýta hæfileika sína, jafnvel ekki að uppgötva eigin hæfileika og hætta er á að þau verði félagslega einangruð. Íslenskt samfélag getur ekki skorast undan því að horfast í augu við barnafátækt og ójöfnuð barna á Íslandi. Það verður að vera þjóðarsátt um að útrýma fátækt og að tryggja að öll börn á Íslandi geti lifað með reisn, fái að þroskast og nýta hæfileika sína. Slíkt er fjárfesting til framtíðar. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök og vilja stuðla að vitundarvakningu um að fjöldi barna nýtur ekki þeirra réttinda sem þeim ber sökum fátæktar. Samtökin vinna að verkefni um stöðu barna á Íslandi með tilliti til stöðu og efnahags foreldra þeirra og verða niðurstöður verkefnisins kynntar í lok apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
„Þarna var stéttaskiptingin algjör. Þarna var búið að skipuleggja framtíðina fyrir börnin og ég var oft eins og illa klemmdur hlutur á milli stétta, komin af óregluheimili og átti stundum ekki fyrir nesti í skólann en samt í besta bekk með yfirstéttarbörnum.“ Þannig skrifar Anna Kristjánsdóttir í bloggfærslu 7. mars um veru sína í Laugarnesskóla árið 1963. Á þessum árum voru nemendur flokkaðir í bekki eftir námsgetu eða námsárangri, sem gjarnan fór saman við bakgrunn nemenda og þann stuðning og aðstæður sem þeir bjuggu við. Stéttaskipting og flokkun barna var augljós og þótti jafnvel eðlileg á þeim tíma. Þau börn sem bjuggu við erfiðar aðstæður og fátækt voru berskjaldaðri fyrir ofbeldi og urðu gjarnan fórnarlömb ofbeldismanna, eins og dæmin sanna. Nú er árið 2014 og mikið vatn hefur runnið til sjávar hvað varðar réttindi barna og viðhorf til þeirra. Rúmum 25 árum eftir veru Önnu í Laugarnesskóla var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna undirritaður af flestum þjóðum heims þann 20. nóvember 1989. Samningurinn hefur verið lögfestur á Íslandi og er það mikil réttarbót fyrir börn. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um öll þau réttindi sem börn eiga að njóta og ekki má mismuna börnum eftir stöðu þeirra eða stöðu eða athöfnum foreldra þeirra. Börn eiga rétt á að lifa og þroskast og fá að þroska hæfileika sína. Þau eiga rétt á umönnun og vernd, menntun, heilsugæslu, hvíld og tómstundum. Það er mikið framfaraspor að til skuli vera sáttmáli sem á að tryggja börnum mannsæmandi líf og þroskavænleg lífsskilyrði. Sorglegur raunveruleiki En það þýðir því miður ekki að stéttaskipting barna sé ekki lengur til staðar á Íslandi. Það eru enn börn sem ekki eiga fyrir nesti í skólann. Staðreyndin er sú að árið 2014 er þetta sorglegur raunveruleiki of margra barna. Sökum fátæktar fá þessi börn ekki að njóta grundvallarmannréttinda. Börn sem búa við fátækt eiga oft erfitt með að fylgja skólafélögum sínum eftir í tómstundastarfi, eða taka þátt í leikjum eða skemmtunum. Þau geta jafnvel ekki haldið upp á viðburði og áfanga í lífi sínu eins og afmæli eða farið í afmæli hjá öðrum. Þau geta því ekki tekið virkan þátt í samfélaginu með öðrum börnum. Þau fara á mis við að kynnast því fjölbreytta samfélagi menningar, íþrótta og lista, sem gæti vakið áhuga þeirra, göfgað líf og styrkt sjálfsmynd. Þau fá ekki að nýta hæfileika sína, jafnvel ekki að uppgötva eigin hæfileika og hætta er á að þau verði félagslega einangruð. Íslenskt samfélag getur ekki skorast undan því að horfast í augu við barnafátækt og ójöfnuð barna á Íslandi. Það verður að vera þjóðarsátt um að útrýma fátækt og að tryggja að öll börn á Íslandi geti lifað með reisn, fái að þroskast og nýta hæfileika sína. Slíkt er fjárfesting til framtíðar. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök og vilja stuðla að vitundarvakningu um að fjöldi barna nýtur ekki þeirra réttinda sem þeim ber sökum fátæktar. Samtökin vinna að verkefni um stöðu barna á Íslandi með tilliti til stöðu og efnahags foreldra þeirra og verða niðurstöður verkefnisins kynntar í lok apríl.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun