Eru börn dregin í dilka vegna fátæktar? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 26. mars 2014 07:00 „Þarna var stéttaskiptingin algjör. Þarna var búið að skipuleggja framtíðina fyrir börnin og ég var oft eins og illa klemmdur hlutur á milli stétta, komin af óregluheimili og átti stundum ekki fyrir nesti í skólann en samt í besta bekk með yfirstéttarbörnum.“ Þannig skrifar Anna Kristjánsdóttir í bloggfærslu 7. mars um veru sína í Laugarnesskóla árið 1963. Á þessum árum voru nemendur flokkaðir í bekki eftir námsgetu eða námsárangri, sem gjarnan fór saman við bakgrunn nemenda og þann stuðning og aðstæður sem þeir bjuggu við. Stéttaskipting og flokkun barna var augljós og þótti jafnvel eðlileg á þeim tíma. Þau börn sem bjuggu við erfiðar aðstæður og fátækt voru berskjaldaðri fyrir ofbeldi og urðu gjarnan fórnarlömb ofbeldismanna, eins og dæmin sanna. Nú er árið 2014 og mikið vatn hefur runnið til sjávar hvað varðar réttindi barna og viðhorf til þeirra. Rúmum 25 árum eftir veru Önnu í Laugarnesskóla var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna undirritaður af flestum þjóðum heims þann 20. nóvember 1989. Samningurinn hefur verið lögfestur á Íslandi og er það mikil réttarbót fyrir börn. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um öll þau réttindi sem börn eiga að njóta og ekki má mismuna börnum eftir stöðu þeirra eða stöðu eða athöfnum foreldra þeirra. Börn eiga rétt á að lifa og þroskast og fá að þroska hæfileika sína. Þau eiga rétt á umönnun og vernd, menntun, heilsugæslu, hvíld og tómstundum. Það er mikið framfaraspor að til skuli vera sáttmáli sem á að tryggja börnum mannsæmandi líf og þroskavænleg lífsskilyrði. Sorglegur raunveruleiki En það þýðir því miður ekki að stéttaskipting barna sé ekki lengur til staðar á Íslandi. Það eru enn börn sem ekki eiga fyrir nesti í skólann. Staðreyndin er sú að árið 2014 er þetta sorglegur raunveruleiki of margra barna. Sökum fátæktar fá þessi börn ekki að njóta grundvallarmannréttinda. Börn sem búa við fátækt eiga oft erfitt með að fylgja skólafélögum sínum eftir í tómstundastarfi, eða taka þátt í leikjum eða skemmtunum. Þau geta jafnvel ekki haldið upp á viðburði og áfanga í lífi sínu eins og afmæli eða farið í afmæli hjá öðrum. Þau geta því ekki tekið virkan þátt í samfélaginu með öðrum börnum. Þau fara á mis við að kynnast því fjölbreytta samfélagi menningar, íþrótta og lista, sem gæti vakið áhuga þeirra, göfgað líf og styrkt sjálfsmynd. Þau fá ekki að nýta hæfileika sína, jafnvel ekki að uppgötva eigin hæfileika og hætta er á að þau verði félagslega einangruð. Íslenskt samfélag getur ekki skorast undan því að horfast í augu við barnafátækt og ójöfnuð barna á Íslandi. Það verður að vera þjóðarsátt um að útrýma fátækt og að tryggja að öll börn á Íslandi geti lifað með reisn, fái að þroskast og nýta hæfileika sína. Slíkt er fjárfesting til framtíðar. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök og vilja stuðla að vitundarvakningu um að fjöldi barna nýtur ekki þeirra réttinda sem þeim ber sökum fátæktar. Samtökin vinna að verkefni um stöðu barna á Íslandi með tilliti til stöðu og efnahags foreldra þeirra og verða niðurstöður verkefnisins kynntar í lok apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Sjá meira
„Þarna var stéttaskiptingin algjör. Þarna var búið að skipuleggja framtíðina fyrir börnin og ég var oft eins og illa klemmdur hlutur á milli stétta, komin af óregluheimili og átti stundum ekki fyrir nesti í skólann en samt í besta bekk með yfirstéttarbörnum.“ Þannig skrifar Anna Kristjánsdóttir í bloggfærslu 7. mars um veru sína í Laugarnesskóla árið 1963. Á þessum árum voru nemendur flokkaðir í bekki eftir námsgetu eða námsárangri, sem gjarnan fór saman við bakgrunn nemenda og þann stuðning og aðstæður sem þeir bjuggu við. Stéttaskipting og flokkun barna var augljós og þótti jafnvel eðlileg á þeim tíma. Þau börn sem bjuggu við erfiðar aðstæður og fátækt voru berskjaldaðri fyrir ofbeldi og urðu gjarnan fórnarlömb ofbeldismanna, eins og dæmin sanna. Nú er árið 2014 og mikið vatn hefur runnið til sjávar hvað varðar réttindi barna og viðhorf til þeirra. Rúmum 25 árum eftir veru Önnu í Laugarnesskóla var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna undirritaður af flestum þjóðum heims þann 20. nóvember 1989. Samningurinn hefur verið lögfestur á Íslandi og er það mikil réttarbót fyrir börn. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um öll þau réttindi sem börn eiga að njóta og ekki má mismuna börnum eftir stöðu þeirra eða stöðu eða athöfnum foreldra þeirra. Börn eiga rétt á að lifa og þroskast og fá að þroska hæfileika sína. Þau eiga rétt á umönnun og vernd, menntun, heilsugæslu, hvíld og tómstundum. Það er mikið framfaraspor að til skuli vera sáttmáli sem á að tryggja börnum mannsæmandi líf og þroskavænleg lífsskilyrði. Sorglegur raunveruleiki En það þýðir því miður ekki að stéttaskipting barna sé ekki lengur til staðar á Íslandi. Það eru enn börn sem ekki eiga fyrir nesti í skólann. Staðreyndin er sú að árið 2014 er þetta sorglegur raunveruleiki of margra barna. Sökum fátæktar fá þessi börn ekki að njóta grundvallarmannréttinda. Börn sem búa við fátækt eiga oft erfitt með að fylgja skólafélögum sínum eftir í tómstundastarfi, eða taka þátt í leikjum eða skemmtunum. Þau geta jafnvel ekki haldið upp á viðburði og áfanga í lífi sínu eins og afmæli eða farið í afmæli hjá öðrum. Þau geta því ekki tekið virkan þátt í samfélaginu með öðrum börnum. Þau fara á mis við að kynnast því fjölbreytta samfélagi menningar, íþrótta og lista, sem gæti vakið áhuga þeirra, göfgað líf og styrkt sjálfsmynd. Þau fá ekki að nýta hæfileika sína, jafnvel ekki að uppgötva eigin hæfileika og hætta er á að þau verði félagslega einangruð. Íslenskt samfélag getur ekki skorast undan því að horfast í augu við barnafátækt og ójöfnuð barna á Íslandi. Það verður að vera þjóðarsátt um að útrýma fátækt og að tryggja að öll börn á Íslandi geti lifað með reisn, fái að þroskast og nýta hæfileika sína. Slíkt er fjárfesting til framtíðar. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök og vilja stuðla að vitundarvakningu um að fjöldi barna nýtur ekki þeirra réttinda sem þeim ber sökum fátæktar. Samtökin vinna að verkefni um stöðu barna á Íslandi með tilliti til stöðu og efnahags foreldra þeirra og verða niðurstöður verkefnisins kynntar í lok apríl.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun