Teitur getur skráð nafn sitt í sögubækurnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2014 06:00 Teitur er kominn með Stjörnuna í undanúrslit. Vísir/Daníel Teitur Örlygsson getur í kvöld brotið blað í sögu úrslitakeppninnar hér á landi með því að verða fyrstur til að vinna 100 sigra, bæði sem leikmaður og þjálfari. Teitur á langan feril að baki í meistaraflokki og varð á sínum tíma tíu sinnum Íslandsmeistari með liði Njarðvíkur. Teitur vann 78 leiki í úrslitakeppni sem leikmaður og er nú kominn með 21 sigur sem þjálfari Stjörnunnar. Fyrr í vetur var greint frá því að Teitur myndi hætta með liðið í lok tímabilsins en í kvöld hefst rimma Stjörnunnar gegn deildarmeisturum KR í undanúrslitum úrslitakeppni Domino‘s-deildar karla. Teitur fær þá tækifæri til að komast fyrstur manna í 100 sigra. „Það er bara gaman að þessu – ég vona bara að það takist,“ sagði Teitur hógvær í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann veit þó að það verður erfitt verkefni að stöðva KR-inga sem sópuðu Snæfelli út úr 8-liða úrslitunum. „KR hefur spilað gríðarlega vel í vetur en við getum þó leyft okkur að fara í þessa rimmu án þess að vera með mikla pressu á okkur,“ segir Teitur enda segir hann gott sjálfstraust í liðinu eftir að Stjörnumenn gerðu sér lítið fyrir og slógu sterkt lið Keflvíkinga úr leik í 8-liða úrslitunum, 3-0. „Við mætum því óhræddir í Vesturbæinn,“ bætir hann við. „Það er gaman hjá okkur og góður andi í hópnum. Maður kemst langt á sjálfstraustinu.“Justin Shouse spilaði frábærlega gegn Keflavík.Vísir/DaníelÞurfum framlag frá bekknum Teitur segir að það verði erfitt að verjast KR-ingum sem eru með afar heilsteypt lið. „Fyrstu 6-7 mennirnir í hópnum eru mjög sterkir og það sést enginn munur á liðinu eftir því hvaða fimm spila hverju sinni. Við þurfum því líka að fá framlag frá bekknum okkar,“ segir Teitur og bætir við að baráttan muni skila mönnum miklu sem endranær. Miklu munaði um framlag JustinsShouse í rimmunni gegn Keflavík en hann átti frábæra leiki og virðist kominn aftur í sitt besta form eftir meiðsli í vetur. „Hann er mun fljótari og maður sér mikinn mun á einföldustu hlutum sem hann gerir. Við sjáum núna hvað meiðslin gerðu honum mikinn grikk í vetur.“ Stjörnunni gekk ekki sem skyldi í deildarkeppninni í vetur en Teitur segir að það hafi stundum verið erfitt að fullmanna æfingar. „Það hafa verið meiri meiðsli á þessu tímabili en öll hin fjögur árin mín hjá Stjörnunni til samans.“Marvin Valdimarsson skoraði sigurkörfuna í þriðja leiknum gegn Keflavík.Vísir/DaníelMeð fleiri framlagsstig Hann segir enga ástæðu til að óttast KR-inga sérstaklega, ekki síst þar sem báðir leikir liðsins í vetur voru spennandi. „Við töpuðum þeim samanlagt með sjö stigum og vorum með fleiri framlagsstig leikmanna í báðum leikjum þrátt fyrir að tapa. Það gerist ekki oft,“ segir Teitur og bætir við að hann hafi farið vel yfir mistök sinna manna í þessum leikjum. „Það eru ákveðnir hlutur sem maður má ekki klikka á gegn KR því þá verður manni bara refsað.“ Teitur segir að hans menn hafi farið mjög langt á góðri skotnýtingu í leikjunum við Keflavík og að það þýði ekki að stóla á það endalaust. „Í raun spilaði Keflavík betur en við í þriðja leiknum en við unnum bara með góðri hittni. Það gerist ekki oft og við verðum að passa okkur á að hafa sóknarleik okkar í góðu jafnvægi. Við þurfum að velja skot okkar af skynsemi.“ Flestir sigrar í úrslitakeppni: 99 - Teitur Örlygsson (78 sem leikmaður, 21 sem þjálfari) 98 - Guðjón Skúlason (79 sem leikmaður, 19 sem þjálfari) 98 - Sigurður Ingimundarson (33 sem leikmaður, 65 sem þjálfari) 90 - Gunnar Einarsson (90 sem leikmaður)Sigrar Teits Örlygssonar.Graf/Fréttablaðið Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Teitur Örlygsson getur í kvöld brotið blað í sögu úrslitakeppninnar hér á landi með því að verða fyrstur til að vinna 100 sigra, bæði sem leikmaður og þjálfari. Teitur á langan feril að baki í meistaraflokki og varð á sínum tíma tíu sinnum Íslandsmeistari með liði Njarðvíkur. Teitur vann 78 leiki í úrslitakeppni sem leikmaður og er nú kominn með 21 sigur sem þjálfari Stjörnunnar. Fyrr í vetur var greint frá því að Teitur myndi hætta með liðið í lok tímabilsins en í kvöld hefst rimma Stjörnunnar gegn deildarmeisturum KR í undanúrslitum úrslitakeppni Domino‘s-deildar karla. Teitur fær þá tækifæri til að komast fyrstur manna í 100 sigra. „Það er bara gaman að þessu – ég vona bara að það takist,“ sagði Teitur hógvær í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann veit þó að það verður erfitt verkefni að stöðva KR-inga sem sópuðu Snæfelli út úr 8-liða úrslitunum. „KR hefur spilað gríðarlega vel í vetur en við getum þó leyft okkur að fara í þessa rimmu án þess að vera með mikla pressu á okkur,“ segir Teitur enda segir hann gott sjálfstraust í liðinu eftir að Stjörnumenn gerðu sér lítið fyrir og slógu sterkt lið Keflvíkinga úr leik í 8-liða úrslitunum, 3-0. „Við mætum því óhræddir í Vesturbæinn,“ bætir hann við. „Það er gaman hjá okkur og góður andi í hópnum. Maður kemst langt á sjálfstraustinu.“Justin Shouse spilaði frábærlega gegn Keflavík.Vísir/DaníelÞurfum framlag frá bekknum Teitur segir að það verði erfitt að verjast KR-ingum sem eru með afar heilsteypt lið. „Fyrstu 6-7 mennirnir í hópnum eru mjög sterkir og það sést enginn munur á liðinu eftir því hvaða fimm spila hverju sinni. Við þurfum því líka að fá framlag frá bekknum okkar,“ segir Teitur og bætir við að baráttan muni skila mönnum miklu sem endranær. Miklu munaði um framlag JustinsShouse í rimmunni gegn Keflavík en hann átti frábæra leiki og virðist kominn aftur í sitt besta form eftir meiðsli í vetur. „Hann er mun fljótari og maður sér mikinn mun á einföldustu hlutum sem hann gerir. Við sjáum núna hvað meiðslin gerðu honum mikinn grikk í vetur.“ Stjörnunni gekk ekki sem skyldi í deildarkeppninni í vetur en Teitur segir að það hafi stundum verið erfitt að fullmanna æfingar. „Það hafa verið meiri meiðsli á þessu tímabili en öll hin fjögur árin mín hjá Stjörnunni til samans.“Marvin Valdimarsson skoraði sigurkörfuna í þriðja leiknum gegn Keflavík.Vísir/DaníelMeð fleiri framlagsstig Hann segir enga ástæðu til að óttast KR-inga sérstaklega, ekki síst þar sem báðir leikir liðsins í vetur voru spennandi. „Við töpuðum þeim samanlagt með sjö stigum og vorum með fleiri framlagsstig leikmanna í báðum leikjum þrátt fyrir að tapa. Það gerist ekki oft,“ segir Teitur og bætir við að hann hafi farið vel yfir mistök sinna manna í þessum leikjum. „Það eru ákveðnir hlutur sem maður má ekki klikka á gegn KR því þá verður manni bara refsað.“ Teitur segir að hans menn hafi farið mjög langt á góðri skotnýtingu í leikjunum við Keflavík og að það þýði ekki að stóla á það endalaust. „Í raun spilaði Keflavík betur en við í þriðja leiknum en við unnum bara með góðri hittni. Það gerist ekki oft og við verðum að passa okkur á að hafa sóknarleik okkar í góðu jafnvægi. Við þurfum að velja skot okkar af skynsemi.“ Flestir sigrar í úrslitakeppni: 99 - Teitur Örlygsson (78 sem leikmaður, 21 sem þjálfari) 98 - Guðjón Skúlason (79 sem leikmaður, 19 sem þjálfari) 98 - Sigurður Ingimundarson (33 sem leikmaður, 65 sem þjálfari) 90 - Gunnar Einarsson (90 sem leikmaður)Sigrar Teits Örlygssonar.Graf/Fréttablaðið
Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum