Jón Arnór sér eftir Peter Öqvist Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2014 06:30 Jón Arnór er fremsti körfuknattleiksmaður landsins. Vísir/Daníel Jón Arnór Stefánsson spilaði vel í mögnuðum sigri CAI Zaragoza gegn stórveldinu Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta um síðustu helgi. „Ég gaf það út fyrir leikinn á blaðamannafundi að við ættum möguleika á að vinna Barcelona og það fór bara nettur hlátur um salinn. Það var hlegið að mér,“ segir Jón Arnór léttur við Fréttablaðið um þennan merka sigur. Enn er nóg eftir af tímabilinu á Spáni en eins og staðan er núna myndi Zaragoza mæta Barcelona í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það er eitthvað sem það vill sleppa við. „Við setjum stefnuna á fimmta sæti. Það yrði erfitt að mæta Barcelona, Real Madrid eða Valencia sem er að spila mjög vel. Við eigum möguleika á móti öllum hinum liðunum tel ég.“ Jón Arnór verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í sumar sem mætir Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015. Þar verður liðið með nýjan þjálfara, Kanadamanninn Craig Pedersen. „Ég þekki bara ekkert til hans. Ég hef samt heyrt að þetta sé góður og nokkuð traustur þjálfari. Það er kannski aukaatriði. Aðalatriðið er að hann sé góður maður því Peter [Öqvist, fráfarandi þjálfari] var ekki bara fær þjálfari heldur góður maður sem hægt var að leita til,“ segir Jón Arnór sem viðurkennir að hann vildi ólmur hafa Svíann áfram sem landsliðsþjálfara. „Ég hefði viljað hafa minn mann Peter áfram. Við vorum búnir að ná miklum framförum með hann sem þjálfara. Mér fannst það bara sjálfsagt framhald að hann yrði áfram en það gekk því miður ekki. En það breytir því ekki að ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni í sumar,“ segir Jón Arnór Stefánsson Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jón Arnór: Hlógu þegar ég sagði okkur geta unnið Barca Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í spænska úrvalsdeildarliðinu CAI Zaragoza unnu stórlið Barcelona í gær á heimavelli. Stuðningsmenn Zaragoza ætluðu ekki að trúa eigin augum. 7. apríl 2014 14:15 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson spilaði vel í mögnuðum sigri CAI Zaragoza gegn stórveldinu Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta um síðustu helgi. „Ég gaf það út fyrir leikinn á blaðamannafundi að við ættum möguleika á að vinna Barcelona og það fór bara nettur hlátur um salinn. Það var hlegið að mér,“ segir Jón Arnór léttur við Fréttablaðið um þennan merka sigur. Enn er nóg eftir af tímabilinu á Spáni en eins og staðan er núna myndi Zaragoza mæta Barcelona í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það er eitthvað sem það vill sleppa við. „Við setjum stefnuna á fimmta sæti. Það yrði erfitt að mæta Barcelona, Real Madrid eða Valencia sem er að spila mjög vel. Við eigum möguleika á móti öllum hinum liðunum tel ég.“ Jón Arnór verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í sumar sem mætir Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015. Þar verður liðið með nýjan þjálfara, Kanadamanninn Craig Pedersen. „Ég þekki bara ekkert til hans. Ég hef samt heyrt að þetta sé góður og nokkuð traustur þjálfari. Það er kannski aukaatriði. Aðalatriðið er að hann sé góður maður því Peter [Öqvist, fráfarandi þjálfari] var ekki bara fær þjálfari heldur góður maður sem hægt var að leita til,“ segir Jón Arnór sem viðurkennir að hann vildi ólmur hafa Svíann áfram sem landsliðsþjálfara. „Ég hefði viljað hafa minn mann Peter áfram. Við vorum búnir að ná miklum framförum með hann sem þjálfara. Mér fannst það bara sjálfsagt framhald að hann yrði áfram en það gekk því miður ekki. En það breytir því ekki að ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni í sumar,“ segir Jón Arnór Stefánsson
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jón Arnór: Hlógu þegar ég sagði okkur geta unnið Barca Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í spænska úrvalsdeildarliðinu CAI Zaragoza unnu stórlið Barcelona í gær á heimavelli. Stuðningsmenn Zaragoza ætluðu ekki að trúa eigin augum. 7. apríl 2014 14:15 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Jón Arnór: Hlógu þegar ég sagði okkur geta unnið Barca Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í spænska úrvalsdeildarliðinu CAI Zaragoza unnu stórlið Barcelona í gær á heimavelli. Stuðningsmenn Zaragoza ætluðu ekki að trúa eigin augum. 7. apríl 2014 14:15