Barnapakkinn Dagur B. Eggertsson skrifar 10. apríl 2014 07:00 Það er erfitt hjá mörgum barnafjölskyldum að láta enda ná saman og eiga fyrir fjölbreyttum frístundum fyrir krakkana og öðrum útgjöldum. Tónlist, íþróttir og aðrar skipulagðar frístundir eru engu að síður ómetanlegur undirbúningur fyrir framtíðina. Það er prinsipp að efnahagur foreldra ráði ekki úrslitum um þátttöku í frístundastarfi. Samfylkingin kynnti því tillögur um hækkun frístundakorts úr 30.000 í 50.000 á hvert barn á stefnuþingi um helgina. Þetta verður innleitt í áföngum og útfært í samráði við frístundageirann. Hækkun frístundakortsins er hluti af „barnapakka“ Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Borg sem er góð fyrir börn hlúir að framtíðinni. Þannig borg er góð fyrir alla.Barnapakkinn er í fjórum liðum.Í fyrsta lagi. Reykjavík er og verði áfram hagstæðust fyrir fjölskyldur. Þetta þýðir að samanlagðir skattar, fasteignaskattar, gjöld og gjaldskrár verði áfram hagstæðust í Reykjavík í samanburði við önnur sveitarfélög.Í öðru lagi. Systkinaafsláttur verði veittur þvert á skólastig. Reykjavík býður ríkulega systkinaafslætti fyrir barnafjölskyldur. Þessi nýjung þýðir að fjölskyldur fái afslátt vegna systkina þó að að annað þeirra sé á leikskóla en hitt í grunnskóla. Þetta teljum við vera sanngjarna kjarabót sem nýtist barnmörgum fjölskyldum.Í þriðja lagi. Frístundakort verði hækkuð úr 30.000 kr. í 50.000 kr. á hvert barn á kjörtímabilinu, skv. útfærslu sem unnin verði í samstarfi við íþróttafélög, tónlistarskóla og æskulýðssamtök. Við höfum áhyggjur af því að sum börn fari á mis við skipulagt tómstundastarf vegna fjárhagsaðstæðna. Með því að hækka frístundakortið vinnum við gegn því.Í fjórða lagi. Bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað með fjölbreyttum aðferðum í áföngum. Þetta er risastórt samfélagslegt verkefni sem mun taka tíma en er ekki að hægt skilja eftir til úrlausnar fyrir foreldra ungra barna. Fæðingarorlof þarf að lengja. Síðan þarf að tryggja öryggi og auðveldara aðgengi að þjónustu eftir að orlofi lýkur í samvinnu við dagforeldra, ungbarnaleikskóla en síðast en ekki síst að krakkar komist yngri inn á venjulega leikskóla. Barnapakkinn er eitt af aðalstefnumálum Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Öll stefnumál okkar taka mið af fimm ára áætlun um fjárhag Reykjavíkurborgar og ábyrgri stefnu í fjármálum borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Það er erfitt hjá mörgum barnafjölskyldum að láta enda ná saman og eiga fyrir fjölbreyttum frístundum fyrir krakkana og öðrum útgjöldum. Tónlist, íþróttir og aðrar skipulagðar frístundir eru engu að síður ómetanlegur undirbúningur fyrir framtíðina. Það er prinsipp að efnahagur foreldra ráði ekki úrslitum um þátttöku í frístundastarfi. Samfylkingin kynnti því tillögur um hækkun frístundakorts úr 30.000 í 50.000 á hvert barn á stefnuþingi um helgina. Þetta verður innleitt í áföngum og útfært í samráði við frístundageirann. Hækkun frístundakortsins er hluti af „barnapakka“ Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Borg sem er góð fyrir börn hlúir að framtíðinni. Þannig borg er góð fyrir alla.Barnapakkinn er í fjórum liðum.Í fyrsta lagi. Reykjavík er og verði áfram hagstæðust fyrir fjölskyldur. Þetta þýðir að samanlagðir skattar, fasteignaskattar, gjöld og gjaldskrár verði áfram hagstæðust í Reykjavík í samanburði við önnur sveitarfélög.Í öðru lagi. Systkinaafsláttur verði veittur þvert á skólastig. Reykjavík býður ríkulega systkinaafslætti fyrir barnafjölskyldur. Þessi nýjung þýðir að fjölskyldur fái afslátt vegna systkina þó að að annað þeirra sé á leikskóla en hitt í grunnskóla. Þetta teljum við vera sanngjarna kjarabót sem nýtist barnmörgum fjölskyldum.Í þriðja lagi. Frístundakort verði hækkuð úr 30.000 kr. í 50.000 kr. á hvert barn á kjörtímabilinu, skv. útfærslu sem unnin verði í samstarfi við íþróttafélög, tónlistarskóla og æskulýðssamtök. Við höfum áhyggjur af því að sum börn fari á mis við skipulagt tómstundastarf vegna fjárhagsaðstæðna. Með því að hækka frístundakortið vinnum við gegn því.Í fjórða lagi. Bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað með fjölbreyttum aðferðum í áföngum. Þetta er risastórt samfélagslegt verkefni sem mun taka tíma en er ekki að hægt skilja eftir til úrlausnar fyrir foreldra ungra barna. Fæðingarorlof þarf að lengja. Síðan þarf að tryggja öryggi og auðveldara aðgengi að þjónustu eftir að orlofi lýkur í samvinnu við dagforeldra, ungbarnaleikskóla en síðast en ekki síst að krakkar komist yngri inn á venjulega leikskóla. Barnapakkinn er eitt af aðalstefnumálum Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Öll stefnumál okkar taka mið af fimm ára áætlun um fjárhag Reykjavíkurborgar og ábyrgri stefnu í fjármálum borgarinnar.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun