Grátur og gnístran tanna í Reykjavík Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 16. apríl 2014 07:00 Heimili: Reykjavík. Velferð: ? Okkur skortir rannsóknir en vitum þó að margir borgarbúar eru hjálparþurfi. Aldraðir, veikir, fatlaðir, efnalitlar fjölskyldur, námsmenn, fíklar, heimilislausir, útlendingar, atvinnuleitendur, fangar, skuldarar, börn og unglingar sem búa við erfiðar heimilisaðstæður eða kljást við vanlíðan af öðrum sökum… listinn er langur. Borgin stendur sig ekki vel í að rétta hjálparhönd. Ástæður eru m.a.:peningaskortur.kerfisbákn og regluveldi sem þarf að taka til í.þekkingarskortur á aðstæðum borgarbúa.hugsunarleysi.vond lög og reglugerðir.forréttindi sem fast er haldið í.lélegt upplýsingakerfi og skertur aðgangur fólks að vitneskju um málefni sem það varðar.hræðsla við breytingar. Kerfið ver alltaf sjálft sig, rétt eins og valdamiklir völdin sín og auðmenn peningana sína. Þess vegna þurfum við „counterstrike“; öflugt aðhald og sterka mannréttindagátt sem verkar eins og gagnárás ef stjórnkerfi borgarinnar fer að ganga á réttindi borgaranna og borgin hættir að rækja skyldur sínar. Í Reykjavík er grátur og gnístran tanna daglegt brauð á mörgum heimilum, þar með töldum elliheimilum, fangelsum, sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, sambýlum o.fl. þar sem fólk heldur heimili, nauðugt eða sjálfviljugt. Fjöldi fólks glímir ekki bara við fjárhags-, skulda- og húsnæðisvandamál heldur líka áhyggjur af börnunum sínum, einmanaleika, næringarskort, áhrifaleysi og lamandi þreytu, uppgjöf og úrræðaleysi þess sem stendur andspænis ofurvaldi gamalgróins kerfis. Því sem næst öll orka margra fer í að sækja rétt sinn til borgarinnar og/eða verjast ofurkröfum banka og lögfræðinga, í stað þess að byggja sig upp, gefa af sér, ná heilsu, vinna, mennta sig og vera með fjölskyldu sinni og fleira fólki. Þið ykkar sem eruð í góðum málum, lokið augunum skamma stund og ímyndið ykkur hvernig það er að horfa í augun á svöngu barni og segja „því miður“ eða streituna sem fylgir öllum erfiðleikunum sem taldir eru upp hér að framan. Þeir eru raunveruleg viðfangsefni margra Reykvíkinga.Hvað er til ráða? Hér eru nokkrar tillögur. Borgin getur: 1. Greitt öllum Reykvíkingum grunnframfærslu. 2. Léð þeim húsrúm sem vantar samastað. Borgin á yfir 300 fasteignir og getur samið um að fá fleiri, t.d. frá Íbúðalánasjóði. 3. Boðið borgurum upp á hollan morgunverð. 4. Gert leikskólann gjaldfrjálsan. 5. Spurt borgarana sjálfa hverju þarf að breyta. 6. Innleitt áætlun undirritaðrar um nýjar leiðir fyrir þá sem skulda Reykjavíkurborg. Sjá „Ég skil! Skuldaskil“ á blog.piratar.is/kristin. 7. Haldið alþjóðlega samkeppni í formi fjársjóðsleitar: „Leitin að nýjum tekjulindum fyrir Reykjavík.“ 8. Einfaldað stjórnun borgarinnar, aukið aðgengi að upplýsingum og skilgreint alla aðstoð við borgarbúa upp á nýtt með einfaldleika og gagnsæi í forgrunni. 9. Komið því skýrt á framfæri hverjar skyldur borgarinnar og réttindi borgarbúa eru. 10. Komið á alvöru þátttökulýðræði. 11. Nýtt borgarbyggingar betur undir samveru borgarbúa, tómstundir, fræðslu, samhjálp og vinnuskipti. Húsnæði er vannýtt til dæmis í kirkjum og félagsmiðstöðvar hafa breyst í „eitthvað sem er til úti á landi“ að miklu leyti. 12. Hér má hlaða inn öllu þessu góða sem við getum farið að hugsa um þegar við höfum þak yfir höfuðið, mat á borðið og erum ekki að sligast af áhyggjum út af skuldum og velferð barnanna okkar. Það er léleg klisja að við getum engu breytt. Það hefur þvert á móti aldrei neitt breyst nema einmitt vegna þess að einstaklingar tóku sig saman og breyttu því, svo vitnað sé til orða mannfræðingsins Margaret Mead. Við getum breytt borginni í betri samastað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Heimili: Reykjavík. Velferð: ? Okkur skortir rannsóknir en vitum þó að margir borgarbúar eru hjálparþurfi. Aldraðir, veikir, fatlaðir, efnalitlar fjölskyldur, námsmenn, fíklar, heimilislausir, útlendingar, atvinnuleitendur, fangar, skuldarar, börn og unglingar sem búa við erfiðar heimilisaðstæður eða kljást við vanlíðan af öðrum sökum… listinn er langur. Borgin stendur sig ekki vel í að rétta hjálparhönd. Ástæður eru m.a.:peningaskortur.kerfisbákn og regluveldi sem þarf að taka til í.þekkingarskortur á aðstæðum borgarbúa.hugsunarleysi.vond lög og reglugerðir.forréttindi sem fast er haldið í.lélegt upplýsingakerfi og skertur aðgangur fólks að vitneskju um málefni sem það varðar.hræðsla við breytingar. Kerfið ver alltaf sjálft sig, rétt eins og valdamiklir völdin sín og auðmenn peningana sína. Þess vegna þurfum við „counterstrike“; öflugt aðhald og sterka mannréttindagátt sem verkar eins og gagnárás ef stjórnkerfi borgarinnar fer að ganga á réttindi borgaranna og borgin hættir að rækja skyldur sínar. Í Reykjavík er grátur og gnístran tanna daglegt brauð á mörgum heimilum, þar með töldum elliheimilum, fangelsum, sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, sambýlum o.fl. þar sem fólk heldur heimili, nauðugt eða sjálfviljugt. Fjöldi fólks glímir ekki bara við fjárhags-, skulda- og húsnæðisvandamál heldur líka áhyggjur af börnunum sínum, einmanaleika, næringarskort, áhrifaleysi og lamandi þreytu, uppgjöf og úrræðaleysi þess sem stendur andspænis ofurvaldi gamalgróins kerfis. Því sem næst öll orka margra fer í að sækja rétt sinn til borgarinnar og/eða verjast ofurkröfum banka og lögfræðinga, í stað þess að byggja sig upp, gefa af sér, ná heilsu, vinna, mennta sig og vera með fjölskyldu sinni og fleira fólki. Þið ykkar sem eruð í góðum málum, lokið augunum skamma stund og ímyndið ykkur hvernig það er að horfa í augun á svöngu barni og segja „því miður“ eða streituna sem fylgir öllum erfiðleikunum sem taldir eru upp hér að framan. Þeir eru raunveruleg viðfangsefni margra Reykvíkinga.Hvað er til ráða? Hér eru nokkrar tillögur. Borgin getur: 1. Greitt öllum Reykvíkingum grunnframfærslu. 2. Léð þeim húsrúm sem vantar samastað. Borgin á yfir 300 fasteignir og getur samið um að fá fleiri, t.d. frá Íbúðalánasjóði. 3. Boðið borgurum upp á hollan morgunverð. 4. Gert leikskólann gjaldfrjálsan. 5. Spurt borgarana sjálfa hverju þarf að breyta. 6. Innleitt áætlun undirritaðrar um nýjar leiðir fyrir þá sem skulda Reykjavíkurborg. Sjá „Ég skil! Skuldaskil“ á blog.piratar.is/kristin. 7. Haldið alþjóðlega samkeppni í formi fjársjóðsleitar: „Leitin að nýjum tekjulindum fyrir Reykjavík.“ 8. Einfaldað stjórnun borgarinnar, aukið aðgengi að upplýsingum og skilgreint alla aðstoð við borgarbúa upp á nýtt með einfaldleika og gagnsæi í forgrunni. 9. Komið því skýrt á framfæri hverjar skyldur borgarinnar og réttindi borgarbúa eru. 10. Komið á alvöru þátttökulýðræði. 11. Nýtt borgarbyggingar betur undir samveru borgarbúa, tómstundir, fræðslu, samhjálp og vinnuskipti. Húsnæði er vannýtt til dæmis í kirkjum og félagsmiðstöðvar hafa breyst í „eitthvað sem er til úti á landi“ að miklu leyti. 12. Hér má hlaða inn öllu þessu góða sem við getum farið að hugsa um þegar við höfum þak yfir höfuðið, mat á borðið og erum ekki að sligast af áhyggjum út af skuldum og velferð barnanna okkar. Það er léleg klisja að við getum engu breytt. Það hefur þvert á móti aldrei neitt breyst nema einmitt vegna þess að einstaklingar tóku sig saman og breyttu því, svo vitnað sé til orða mannfræðingsins Margaret Mead. Við getum breytt borginni í betri samastað.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar