Mállausi sjúklingurinn Teitur Guðmundsson skrifar 22. apríl 2014 07:00 Sem læknir verður maður öllu jöfnu að reiða sig á það að sjúklingurinn segi manni hvað það er sem hrjáir hann, hvar honum er illt og hvers kyns einkennin eru. Það gefur vísbendingar um það í hverju vandinn liggur og þrengir verulega fjölda mismunagreininganna sem fljúga í gegnum hugann. Augljóst er að lýsingarnar geta verið mismunandi og það sem einum finnst vera verkur getur öðrum þótt vera óþægindi, kláði getur verið túlkaður sem sviði og þannig mætti lengi telja. Allt frá upphafi læknisfræði hefur það að taka sögu sjúklings verið aðalatriðið og þrátt fyrir alla heimsins tækni er erfitt að ímynda sér að það muni breytast. Í nútímanum er það þó svo að læknar og heilbrigðisstarfsfólk reiðir sig meir og meir á rannsóknir af ýmsu tagi og treystir tækjum og tólum oft betur en frásögn og skoðun.Sjúklingi stungið í samband Það er auðvitað öfugsnúið að tæknin sem stuðningur sé farin að hafa jafn mikil áhrif á læknislistina og raun ber vitni, tímaskortur og aukið álag getur líka verið hluti af vandanum. Öllum er þó ljóst hversu mikilvæg tækni er og þróun nýrra aðferða í greiningu og meðferð hefur skilað okkur gífurlegum framförum á undanförnum áratugum. Þá er deginum ljósara að framhald verður á þessari þróun og mögulega kemur að því á einhverjum tímapunkti að læknar geta stungið sjúklingi í samband við einhvers konar tölvu sem spýtir út úr sér greiningu og tillögu að meðferð. Það mun breyta læknisstarfinu umtalsvert og ég er ekki viss um að það sé eins spennandi og það hljómar.Smáatriðin skipta máli Í dag eru gerðar miklar og vaxandi kröfur til fagfólks, ekki bara lækna, um að það viti hvað það er að fást við. Það er skiljanlegt, ég tala nú ekki um þegar hætta steðjar að lífi og limum viðkomandi sjúklings og ákvarðanir eru teknar með hraði og lítill tími gefst til umhugsunar. Mistök eiga sér stað í læknisþjónustu líkt og í annarri þjónustu, en það er lítið svigrúm fyrir slíkt og sömuleiðis lítið umburðarlyndi að teknu tilliti til viðfangsefnisins. Það má hins vegar ekki koma í veg fyrir að um það sé rætt, það tilkynnt og unnið fyrir opnum tjöldum eða notað til að betrumbæta þjálfun, færni og skilning. Góð samskipti eru þarna lykilatriði og oft eru það smáatriðin sem skipta mestu máli, tæki og tól gagnast þarna iðulega lítið. Það er hægt að flokka sjúklinga niður í mismunandi hópa ef kalla má og sumir eru þægilegri að eiga við en aðrir. Þann sem hefur sjaldan eða aldrei leitað læknis og hefur litla innsýn í eigin líkamsstarfsemi getur verið jafn flókið að annast og þann sem er nánast orðinn sérfróður sjálfur vegna krónísks krankleika síns. Sumir koma og segja manni hvað er að þeim og hafa oft á tíðum rétt fyrir sér, aðrir eru á kolrangri leið og þarfnast verulega að láta vísa sér veginn. Svo eru þeir sem geta ekki komið sér beint að efninu og þurfa að fara í marga hringi áður en hið eiginlega vandamál er tilgreint. Eðli málsins samkvæmt eru mismunandi ástæður og aðstæður hjá hverjum og einum og þarf maður því að setja sig í þær stellingar svo viðtalið gangi upp. Oftast veit maður ekki um hvað viðtalið snýst fyrr en sjúklingurinn er sestur inn á stofu.Sá mállausi á öllum aldri Ein sérstök tegund sjúklings er sá mállausi, en eins og kom fram að ofan er afar mikilvægt að eiga samskipti til að nálgast greiningu og þá mögulega meðferð. Sá mállausi getur verið á öllum aldri, en er oftast í yngri kantinum, hann getur verið meðvitundarlaus og ófær um að tala þess vegna, eða sökum veikinda, áfalls eða viðlíka. Í flestum tilvikum er sá mállausi hins vegar barn sem foreldrar koma með til læknis og eina merkið sem sá sjúklingur tjáir um vanlíðan sína er grátur. Í öllum tilvikum verður læknirinn að koma með einhvers konar lausn á vandanum, sem getur orðið býsna snúið, en að sama skapi það sem gerir starfið jafn skemmtilegt og raun ber vitni. Það er líklega þess vegna sem talað er um læknislist og má svosem bera hana saman við leiklist að því marki að nauðsynlegt er að setja sig í ákveðin hlutverk allt eftir því hvaða sjúkling og vandamál er verið að glíma við hverju sinni. Þessi nálgun verður alltaf persónuleg og einstaklingsbundin og væri synd að glata henni í framtíðinni þrátt fyrir að við gætum stungið sjúklingi í samband og fengið allar upplýsingar sem við þyrftum. Þannig yrðu allir sjúklingar „mállausir“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Sem læknir verður maður öllu jöfnu að reiða sig á það að sjúklingurinn segi manni hvað það er sem hrjáir hann, hvar honum er illt og hvers kyns einkennin eru. Það gefur vísbendingar um það í hverju vandinn liggur og þrengir verulega fjölda mismunagreininganna sem fljúga í gegnum hugann. Augljóst er að lýsingarnar geta verið mismunandi og það sem einum finnst vera verkur getur öðrum þótt vera óþægindi, kláði getur verið túlkaður sem sviði og þannig mætti lengi telja. Allt frá upphafi læknisfræði hefur það að taka sögu sjúklings verið aðalatriðið og þrátt fyrir alla heimsins tækni er erfitt að ímynda sér að það muni breytast. Í nútímanum er það þó svo að læknar og heilbrigðisstarfsfólk reiðir sig meir og meir á rannsóknir af ýmsu tagi og treystir tækjum og tólum oft betur en frásögn og skoðun.Sjúklingi stungið í samband Það er auðvitað öfugsnúið að tæknin sem stuðningur sé farin að hafa jafn mikil áhrif á læknislistina og raun ber vitni, tímaskortur og aukið álag getur líka verið hluti af vandanum. Öllum er þó ljóst hversu mikilvæg tækni er og þróun nýrra aðferða í greiningu og meðferð hefur skilað okkur gífurlegum framförum á undanförnum áratugum. Þá er deginum ljósara að framhald verður á þessari þróun og mögulega kemur að því á einhverjum tímapunkti að læknar geta stungið sjúklingi í samband við einhvers konar tölvu sem spýtir út úr sér greiningu og tillögu að meðferð. Það mun breyta læknisstarfinu umtalsvert og ég er ekki viss um að það sé eins spennandi og það hljómar.Smáatriðin skipta máli Í dag eru gerðar miklar og vaxandi kröfur til fagfólks, ekki bara lækna, um að það viti hvað það er að fást við. Það er skiljanlegt, ég tala nú ekki um þegar hætta steðjar að lífi og limum viðkomandi sjúklings og ákvarðanir eru teknar með hraði og lítill tími gefst til umhugsunar. Mistök eiga sér stað í læknisþjónustu líkt og í annarri þjónustu, en það er lítið svigrúm fyrir slíkt og sömuleiðis lítið umburðarlyndi að teknu tilliti til viðfangsefnisins. Það má hins vegar ekki koma í veg fyrir að um það sé rætt, það tilkynnt og unnið fyrir opnum tjöldum eða notað til að betrumbæta þjálfun, færni og skilning. Góð samskipti eru þarna lykilatriði og oft eru það smáatriðin sem skipta mestu máli, tæki og tól gagnast þarna iðulega lítið. Það er hægt að flokka sjúklinga niður í mismunandi hópa ef kalla má og sumir eru þægilegri að eiga við en aðrir. Þann sem hefur sjaldan eða aldrei leitað læknis og hefur litla innsýn í eigin líkamsstarfsemi getur verið jafn flókið að annast og þann sem er nánast orðinn sérfróður sjálfur vegna krónísks krankleika síns. Sumir koma og segja manni hvað er að þeim og hafa oft á tíðum rétt fyrir sér, aðrir eru á kolrangri leið og þarfnast verulega að láta vísa sér veginn. Svo eru þeir sem geta ekki komið sér beint að efninu og þurfa að fara í marga hringi áður en hið eiginlega vandamál er tilgreint. Eðli málsins samkvæmt eru mismunandi ástæður og aðstæður hjá hverjum og einum og þarf maður því að setja sig í þær stellingar svo viðtalið gangi upp. Oftast veit maður ekki um hvað viðtalið snýst fyrr en sjúklingurinn er sestur inn á stofu.Sá mállausi á öllum aldri Ein sérstök tegund sjúklings er sá mállausi, en eins og kom fram að ofan er afar mikilvægt að eiga samskipti til að nálgast greiningu og þá mögulega meðferð. Sá mállausi getur verið á öllum aldri, en er oftast í yngri kantinum, hann getur verið meðvitundarlaus og ófær um að tala þess vegna, eða sökum veikinda, áfalls eða viðlíka. Í flestum tilvikum er sá mállausi hins vegar barn sem foreldrar koma með til læknis og eina merkið sem sá sjúklingur tjáir um vanlíðan sína er grátur. Í öllum tilvikum verður læknirinn að koma með einhvers konar lausn á vandanum, sem getur orðið býsna snúið, en að sama skapi það sem gerir starfið jafn skemmtilegt og raun ber vitni. Það er líklega þess vegna sem talað er um læknislist og má svosem bera hana saman við leiklist að því marki að nauðsynlegt er að setja sig í ákveðin hlutverk allt eftir því hvaða sjúkling og vandamál er verið að glíma við hverju sinni. Þessi nálgun verður alltaf persónuleg og einstaklingsbundin og væri synd að glata henni í framtíðinni þrátt fyrir að við gætum stungið sjúklingi í samband og fengið allar upplýsingar sem við þyrftum. Þannig yrðu allir sjúklingar „mállausir“.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar