Landsliðið kveikti neistann hjá Ragnari Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. apríl 2014 08:00 Ragnar Nathanaelsson er orðinn atvinnumaður. Vísir/Valli „Ég er auðvitað alveg gríðarlega spenntur. Það er ekkert annað hægt,“ segir RagnarNathanaelsson, hinn 218 cm hái miðherji íslenska landsliðsins í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið um væntanleg vistaskipti sín til Svíþjóðar. Ragnar gekk á mánudaginn frá eins árs samningi við sænska úrvalsdeildarliðið Sundsvall Dragons en hlutirnir gerðust hratt. Fyrst var haft samband við hann á fimmtudaginn í síðustu viku. „Þá fékk ég símtal frá nýráðnum þjálfara liðsins, TommyHanson. Hann segist hafa heyrt um mig og hafi áhuga á að fá mig. Hann bað mig um að senda sér klippur af mér, eitthvað úr leikjum ef ég ætti. Ég gerði það og svo fékk ég póst á föstudaginn. Þá var hann búinn að taka annan fund með HlyniBæringssyni sem var búinn að selja þjálfaranum hugmyndina þannig að þeir sendu mér bara samning. Ég fékk nokkra til að lesa hann yfir með mér en svo leist mér bara svo svakalega vel á þetta,“ segir Ragnar.Báðir toppmenn Þessi ljúfi risi átti frábært tímabil með Þór í vetur, en hann var í fyrsta skipti lykilmaður í sterku liði í efstu deild. Hann skoraði að meðaltali 15,4 stig í leik í deildarkeppninni og tók 12,9 fráköst. Þórsliðið komst í úrslitakeppnina en tapaði fyrir Grindavík, 3-1, þar sem Ragnar hélt áfram að fara á kostum og skilaði að meðaltali 14,25 stigum og 14,5 fráköstum í leik. Eðlilega var hann farinn að láta sig dreyma um atvinnumennsku. „Það var auðvitað hugsunin en mig langaði líka að taka annað tímabil með Þór og horfa á strákana þar vaxa. En þetta var bara of gott til að sleppa,“ segir Ragnar, sem hlakkar til að spila með Íslendingunum í Sundsvall, Hlyni Bæringssyni og Jakobi Erni Sigurðarsyni. „Ég kynntist þeim aðeins í landsliðinu í fyrra. Þetta eru báðir toppmenn og þeir munu án efa hjálpa mér mikið, jafnvel meira en þjálfarinn, og kenna mér á evrópskan körfubolta. Vonandi kemur Ægir Þór Steinarsson bara aftur og við verðum fjórir þarna. Það yrði draumur í dós.“Landsliðið kveikti neistann Ragnar hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu 12-14 mánuði eða svo en hann var með íslenska landsliðinu í spennandi verkefnum síðasta sumar og átti svo þetta flotta tímabil í Dominos-deildinni í vetur. Hverju er að þakka? „Um leið og ég fann bragðið af landsliðinu langaði mig bara að verða betri. En það er svo mörgum að þakka. BenediktGuðmundsson gefur mér það traust hjá Þór að byrja í „fimmunni“ hjá úrvalsdeildarliði en ég var að koma úr 1. deildinni. Það hjálpaði mikið að fá þetta traust frá manni sem ég tel besta þjálfara íslands. Svo tók BaldurÞórRagnarsson líkamann á mér í gegn. Hann kenndi mér að lyfta og lenda eftir hopp. Landsliðsþjálfararnir Peter og Arnar hjálpuðu mér líka mikið síðasta sumar,“ segir Ragnar. Talandi um landsliðið. Þá verður Ragnar hluti af liðinu í sumar sem mætir Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015. „Ég er alveg gríðarlega spenntur fyrir því verkefni og vonandi fæ ég bara stærra hlutverk en í fyrra. Ég hef fulla trú á að við getum strítt þessum liðum og jafnvel unnið þau,“ segir Ragnar. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ragnar samdi við Sundsvall Dragons Ragnar Nathanaelsson verður fjórði Íslendingurinn í röðum Íslendingaliðsins Sundsvall Dragons í Svíþjóð en hann gekk frá samningi við liðið í kvöld. 28. apríl 2014 22:49 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Sjá meira
„Ég er auðvitað alveg gríðarlega spenntur. Það er ekkert annað hægt,“ segir RagnarNathanaelsson, hinn 218 cm hái miðherji íslenska landsliðsins í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið um væntanleg vistaskipti sín til Svíþjóðar. Ragnar gekk á mánudaginn frá eins árs samningi við sænska úrvalsdeildarliðið Sundsvall Dragons en hlutirnir gerðust hratt. Fyrst var haft samband við hann á fimmtudaginn í síðustu viku. „Þá fékk ég símtal frá nýráðnum þjálfara liðsins, TommyHanson. Hann segist hafa heyrt um mig og hafi áhuga á að fá mig. Hann bað mig um að senda sér klippur af mér, eitthvað úr leikjum ef ég ætti. Ég gerði það og svo fékk ég póst á föstudaginn. Þá var hann búinn að taka annan fund með HlyniBæringssyni sem var búinn að selja þjálfaranum hugmyndina þannig að þeir sendu mér bara samning. Ég fékk nokkra til að lesa hann yfir með mér en svo leist mér bara svo svakalega vel á þetta,“ segir Ragnar.Báðir toppmenn Þessi ljúfi risi átti frábært tímabil með Þór í vetur, en hann var í fyrsta skipti lykilmaður í sterku liði í efstu deild. Hann skoraði að meðaltali 15,4 stig í leik í deildarkeppninni og tók 12,9 fráköst. Þórsliðið komst í úrslitakeppnina en tapaði fyrir Grindavík, 3-1, þar sem Ragnar hélt áfram að fara á kostum og skilaði að meðaltali 14,25 stigum og 14,5 fráköstum í leik. Eðlilega var hann farinn að láta sig dreyma um atvinnumennsku. „Það var auðvitað hugsunin en mig langaði líka að taka annað tímabil með Þór og horfa á strákana þar vaxa. En þetta var bara of gott til að sleppa,“ segir Ragnar, sem hlakkar til að spila með Íslendingunum í Sundsvall, Hlyni Bæringssyni og Jakobi Erni Sigurðarsyni. „Ég kynntist þeim aðeins í landsliðinu í fyrra. Þetta eru báðir toppmenn og þeir munu án efa hjálpa mér mikið, jafnvel meira en þjálfarinn, og kenna mér á evrópskan körfubolta. Vonandi kemur Ægir Þór Steinarsson bara aftur og við verðum fjórir þarna. Það yrði draumur í dós.“Landsliðið kveikti neistann Ragnar hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu 12-14 mánuði eða svo en hann var með íslenska landsliðinu í spennandi verkefnum síðasta sumar og átti svo þetta flotta tímabil í Dominos-deildinni í vetur. Hverju er að þakka? „Um leið og ég fann bragðið af landsliðinu langaði mig bara að verða betri. En það er svo mörgum að þakka. BenediktGuðmundsson gefur mér það traust hjá Þór að byrja í „fimmunni“ hjá úrvalsdeildarliði en ég var að koma úr 1. deildinni. Það hjálpaði mikið að fá þetta traust frá manni sem ég tel besta þjálfara íslands. Svo tók BaldurÞórRagnarsson líkamann á mér í gegn. Hann kenndi mér að lyfta og lenda eftir hopp. Landsliðsþjálfararnir Peter og Arnar hjálpuðu mér líka mikið síðasta sumar,“ segir Ragnar. Talandi um landsliðið. Þá verður Ragnar hluti af liðinu í sumar sem mætir Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015. „Ég er alveg gríðarlega spenntur fyrir því verkefni og vonandi fæ ég bara stærra hlutverk en í fyrra. Ég hef fulla trú á að við getum strítt þessum liðum og jafnvel unnið þau,“ segir Ragnar.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ragnar samdi við Sundsvall Dragons Ragnar Nathanaelsson verður fjórði Íslendingurinn í röðum Íslendingaliðsins Sundsvall Dragons í Svíþjóð en hann gekk frá samningi við liðið í kvöld. 28. apríl 2014 22:49 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Sjá meira
Ragnar samdi við Sundsvall Dragons Ragnar Nathanaelsson verður fjórði Íslendingurinn í röðum Íslendingaliðsins Sundsvall Dragons í Svíþjóð en hann gekk frá samningi við liðið í kvöld. 28. apríl 2014 22:49
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn