Körfubolti

Benedikt Guðmunds: Framfarirnar eru ótrúlegar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragnar Nathanelsson í leik með Þór í vetur.
Ragnar Nathanelsson í leik með Þór í vetur. Vísir/Valli
„Við erum fyrst og fremst gríðarlega ánægð fyrir hans hönd,“ segir Benedikt um vistaskipti Ragnars Nathanaelssonar. Miðherjinn hávaxni samdi í vikunni við Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Hlutirnir gerðust hratt og er ljóst að Benedikt á ærið verkefni fyrir höndum að fylla í hans skarð.

„Við tókum drenginn að okkur síðasta sumar og framfarir hans hafa verið ótrúlegar,“ segir Benedikt. Hann viðurkennir að liðið veikist við brotthvarf Ragnars, enda missi það frábæran leikmann.

Leikmannasamningar í körfuboltanum hér heima geri þjálfurum erfitt fyrir að byggja upp til lengri tíma. Í tilfelli Ragnars hafði hann nýlokið árs samningi en skrifað undir nýjan samning. Í honum var hins vegar klausa sem gerði honum kleift að halda utan í atvinnumennsku. „Það gerir starfið erfitt,“ segir Benedikt.


Tengdar fréttir

Ragnar samdi við Sundsvall Dragons

Ragnar Nathanaelsson verður fjórði Íslendingurinn í röðum Íslendingaliðsins Sundsvall Dragons í Svíþjóð en hann gekk frá samningi við liðið í kvöld.

Landsliðið kveikti neistann hjá Ragnari

Risinn Ragnar Nathanaelsson, miðherji Þórs í Þorlákshöfn, er genginn í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Sundsvall Dragons en hann fyrst símtal frá þjálfara liðsins á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×